Mazda MX-30, fyrsti 100% rafbíllinn frá Mazda með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP!

Mazda MX-30, fyrsti 100% rafbíllinn frá Mazda með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP!
Mazda MX-30 með 5 stjörnur í öryggisprófum.

Nýi rafbíllinn Mazda MX-30, fær 5 stjörnur í nýjasta árekstrarprófi Euro NCAP.

Euro NCAP öryggisstofnunin kynnti nýverið til sögunnar nýjar prófunaraðferðir þar sem auknar kröfur eru gerðar til öryggisbúnaðar og aðstoðarkerfa bíla. Mazda MX-30 rafbíllinn undirgekkst nýjasta prófið og hlaut frábæra einkunn eða 91 stig fyrir öryggi bílstjóra og farþega þegar kemur að öryggi í árekstri að framan og á hlið. Þetta er besti árangur hingað til í þessum flokki, eftir að nýir prófunarstaðlar voru kynntir. Á sama tíma hlaut Mazda MX-30, 87 stig fyrir getu sína til að vernda börn í bílnum.

Umfang öryggiskerfa og virkni þeirra skipta ótrúlega miklu máli þegar bílar eru öryggisprófaðir og hvort bíll geti náð 5 stjörnum. Mazda MX-30 er ótrúlega vel búinn fjölda virkra öryggiskerfa til að koma í veg fyrir árekstur við aðra vegfarendur - hvort sem það eru bílar í umferðinni eða gangandi eða hjólandi vegfarendur. Kerfið er útbúið skynjurum sem aðstoða ökumann við að greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta ökumann vita um leið. Daglegur akstur í Mazda MX-30 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni. Einnig má nefna Smart City Brake stuðning sem er stöðugt að fylgjast með hraða bílsins og fjarlægð í næstu hindrun og bregst við óvæntum hindrunum. Mazda MX-30 rafbíll er búinn 10 loftpúðum, sem er nýtt hjá Mazda, öryggispúðar eru t.a.m staðsettir milli ökumanns og farþega að framan auk hliðarpúða í aftursæti.

Nýr Mazda MX-30 er 100% hreinn rafbíll á einstaklega hagstæðu verði sem gerir fleirum kleift að njóta þeirra þæginda, sparnaðar og jákvæðra umhverfisáhrifa sem rafbílar veita í bæjarsnattinu. Glænýr Mazda MX-30 er búinn ríkulegum staðalbúnaði t.a.m bakkmyndavél, forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl, vegaleiðsögn, hárri sætisstöðu og japönskum Mazda gæðum með víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á einstöku verði frá 4.090.000 kr.

Mazda gæði með 5 ára víðtækri ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Við hönnun Mazda MX-30 var ekkert slakað á gæðakröfum japanska bílaframleiðandans sem endurspeglast í 5 ára víðtækri ábyrgð á bílnum og 8 ára (160.000 km.) ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðarskilmálar gilda aðeins um bíla sem eru keyptir hjá Brimborg og eru háðir því að bíllinn komi í þjónustu skv. skilmálum Mazda Motor Corporation og Brimborgar.

Mazda var stofnað árið 1920 í Japan og er fjölþjóðlegt fyrirtæki undir áhrifum ólíkra menningarheima en með mikla virðingu fyrir japanskri arfleifð sinni. Við hjá Mazda trúum á að ögra sjálfum okkur til að gera hlutina betri. Sá hugsunarháttur hefur leitt okkur til þróunar á nýjustu tæknilausnum og bílum sem eru fallegir, hvetjandi og ekki síst skemmtilegir í akstri.

SMELLTU HÉR TIL KYNNA ÞÉR MAZDA MX-30 100% RAFBÍL

Mazda MX-30

Mazda MX-30


Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, rafbílarjeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Velti | Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur Brimborg  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré | KT. 701277-0239 | VSK.NR. 11650