Verðmat á uppítökubíl
Verðmat á uppítökubíl
Ertu að huga að kaupum á bíl hjá Brimborg og vilt setja notaða bílinn þinn upp í og veltir fyrir þér hvaða uppítökuverð (hvert er virði bílsins) þú getur fengið fyrir gamla bílinn þinn og hvert sé líklegt ásett verð? Hvort sem þú leitar að nýjum eða notuðum bíl getur þú sett gamla bílinn þinn uppí og það er einfalt og fljótlegt að fá verðmat (uppítökuverð og ásett verð) á uppítökubílnum hjá Brimborg. Verðmat er ekki framkvæmt beina sölu, mat fyrir tryggingarfélög vegna tjónauppgjörs eða mat vegna dánarbúa svo dæmi séu tekin.
Brimborg tekur ekki uppí húsbíla, mótorhjól (bifhjól), fjórhjól, vélsleða, vinnuvélar, dráttarvélar (traktora), tjaldvagna, hjólhýsi, kerrur, fasteignir, málverk eða aðra lausafjármuni. Verðmat notaðra bíla er aðeins gert fyrir uppítökubíla þ.e. fyrir bíla sem settir verði uppí kaup á bílum hjá Brimborg.
Brimborg í Reykjavík tekur ekki notaða bíla í umboðssölu af þriðja aðila þar sem við höfum ekki aðstöðu til þess heldur selur eingöngu notaða bíla í sinni eigu. Brimborg gerir ekki verðmat á notuðum bílum nema um sé að ræða uppítöku upp í kaup á bíl hjá Brimborg. Brimborg Akureyri Tryggjabraut 5 býður þá þjónustu að taka notaða bíla í umboðssölu af þriðja aðila og gerir verðmat á líklegu ásettu verði þegar bíll er kominn í umboðsölu á starfsstöð Brimborgar á Akureyri.
Verðmat fyrir uppítöku upp í notaða bíla
- Opnaðu Vefsýningarsal notaðra bíla til að skoða bíla til sölu
- Veldu bílinn sem þú hefur áhuga á
- Smelltu á tilboðshnappinn til að óska eftir verðmati
- Fylltu út formið og lýstu notaða bílnum þínum með því að skrá inn bílnúmer, bíltegund og gerð, akstur í km, hvort hann sé sjálfskiptur eða beinskiptur, hver sé staða ábyrgðar og þjónustusögu, ástand dekkja og hverjar þínar væntingar eru um verð.
Söluráðgjafi mun hafa samband fljótlega eftir móttöku fyrirspurnar. Verðmatið (uppítökuverðið og ásetta verðið) er alltaf áætlun, staðfest skriflega þegar endanlegur samningur liggur fyrir og uppítökubíllinn hefur farið í söluskoðun sem er framkvæmd ef þú ert sátt(ur) við áætlað uppítöku- og ásett verð og er söluskoðunin þér að kostnaðarlausu. Við söluskoðum allar þær bílgerðir sem við tökum uppí.
Fyrir verðmat á uppítöku upp í nýja bíla
- Opnaðu Vefsýningarsal nýrra bíla til að skoða bíla til sölu
- Veldu bílinn sem þú hefur áhuga á
- Smelltu á tilboðshnappinn til að óska eftir verðmati
- Fylltu út formið og lýstu notaða bílnum þínum með því að skrá inn bílnúmer, bíltegund og gerð, akstur í km, hvort hann sé sjálfskiptur eða beinskiptur, hver sé staða ábyrgðar og þjónustusögu, ástand dekkja og hverjar þínar væntingar eru um verð.
Söluráðgjafi mun hafa samband fljótlega eftir móttöku fyrirspurnar. Verðmatið (uppítökuverðið og ásetta verðið) er alltaf áætlun, staðfest skriflega þegar endanlegur samningur liggur fyrir og uppítökubíllinn hefur farið í söluskoðun sem er framkvæmd ef þú ert sátt(ur) við áætlað uppítöku- og ásett verð og er söluskoðunin þér að kostnaðarlausu. Við söluskoðum allar þær bílgerðir sem við tökum uppí.
Ég er ekki búinn að velja bíl en er samt að huga að uppítöku
Ef þú ert enn að velta fyrir þér hvaða bíl þú vilt kaupa, geturðu samt fengið verðmat (uppítökuverð) á uppítökubílnum:
- Smelltu á einn af hnöppunum hér fyrir neðan
- Fylltu út formið og lýstu notaða bílnum þínum með því að skrá inn bílnúmer, bíltegund og gerð, akstur í km, hvort hann sé sjálfskiptur eða beinskiptur, hver sé staða ábyrgðar og þjónustusögu og hverjar þínar væntingar eru um verð.
- Söluráðgjafi hefur samband um hæl
Almenn fyrirspurn um nýja bíla
Almenn fyrirspurn um notaða bíla
Mikilvægar upplýsingar fyrir verðmat fyrir uppítöku
Eftirfarandi upplýsingar um uppítökubílinn þurfum við að fá þegar þú óskar eftir uppítöku.
Til að verðmatið verði sem nákvæmast, vinsamlegast skráðu alltaf:
- Bílnúmer
- Tegund og gerð
- Akstur (km)
- Hvort bíllinn er sjálfskiptur eða beinskiptur
- Stöðu ábyrgðar, þjónustusögu og hvort bílnum fylgi útfyllt þjónustubók
- Gerð dekkja undir bílnum (t.d. sumardekk, vetrardekk) og ástand þeirra
- Þínar væntingar um verð
Við verðmat er ekki horft til árgerðar bílsins enda er árgerð ekki tilgreind við nýskráningu bíla á Íslandi. Hins vegar horfum við til forskráningardags og nýskráningardags á Íslandi og fyrsta skráningardags í öðru landi ef bíllinn var fyrst skráður utan Íslands. Við mati á aldri bílsins er því miðað við fyrsta skráningardag í öðru landi ef sú dagsetning er eldri en nýskráningardagur á Íslandi.
Verðmat notaðra bíla þ.e. mat á uppítökuverði og líklegu ásettu verði er aðeins gert fyrir uppítökubíla þ.e. fyrir bíla sem settir verða uppí kaup á bílum hjá Brimborg. Því er ekki gert verðmat eða mat á ásettu verði fyrir t.d. beina sölu, mat fyrir tryggingarfélög vegna tjónauppgjörs eða mat vegna dánarbúa svo dæmi séu tekin.
Hafðu í huga að uppítökubíllinn þarf að vera á númerum, skráður í umferð hjá Samgöngustofu og gangfær en hann má vera bilaður.
Hvernig virkar uppítakan?
- Finndu bíl sem þér líst á og biddu um tilboð í bíl, skrifaðu þar inn ósk um uppítöku og verðmat á gamla bílnum þínum. Skráðu þar inn upplýsingar um bílinn þinn eins og bílnúmer, bíltegund og gerð, akstur í km, hvort hann sé sjálfskiptur eða beinskiptur, hver er staða ábyrgðar og þjónustusögu, ástand dekkja og hverjar þínar væntingar eru um verð.
- Fáðu tilboð og sendu inn upplýsingar um gamla bílinn
Þegar þú hefur fundið bíl sem þér líst á, smelltu á „Fá tilboð“ og settu inn upplýsingar um bílinn sem þú vilt skipta uppí annan bíl hjá Brimborg. Flestir gerðir bíla eru gjaldgengar í uppítöku ef þeir eru skráðir ökuhæfir í umferð hjá Samgöngustofu, á númerum og þú getur ekið bílnum til okkar í Brimborg. Uppítökubíllinn þarf ekki að vera fullkominn og má vera bilaður. Því betur sem þú lýsir bílnum þínum því nákvæmara verðmat getum við gert og tilboð í uppítökuverð. - Fáðu verðmat og tilboð
Söluráðgjafar Brimborgar meta uppítökubílinn þinn og senda þér áætlað uppítökuverð, verðmat á uppítökubíl, Ef þú ert sáttur við verðmatið og milligjöfina þá er uppítökubíllinn þinn settur í söluskoðun sem er þér að kostnaðarlausu. Þú færð í framhaldi tilboð í milligjöf og möguleikar eru skoðaðir á hagkvæmri fjármögnun ef óskað er. Kaupverð bílsins, uppítakan og uppítökuverðmatið er síðan endanlega staðfest þegar bæði kaupandi og söluráðgjafi fyrir hönd Brimborgar hafa undirritað samning um kaup og uppítöku.