Fara í efni

Hraðþjónusta verkstæðis

Hraðþjónusta verkstæðis

Hraðþjónusta verkstæðis Brimborgar er þjónusta sem við bjóðum á öllum okkar verkstæðum og erum einnig í samstarfi við MAX1 Bílavaktina. Reglubundið viðhald er nauðsynlegt til að tryggja hámarks endingu bílsins, áreiðanleika og öryggi. Skoðaðu þjónustuna, finndu lausan tíma og bókaðu tíma á netinu núna. Einfalt og þægilegt.

BÓKAÐU TÍMA Á VERKSTÆÐI BRIMBORGAR

Er bíllinn þinn stopp?

Ef bíllinn þinn er ekki aksturshæfur eftir óvænta bilun og því ekki hægt að bíða eftir að panta tíma þá getur þú nýtt þér hraðþjónustu verkstæða Brimborgar. Hafðu strax samband við okkur ef þú ert í vandræðum vegna bilunar af þessu tagi og þarft nauðsynlega á bílnum að halda.

Sendu fyrirspurn til að athuga hvort við getum sett bílinn í flýtiviðgerð. Ef nokkur kostur er munum við reyna að lagfæra bilunina samdægurs til að leysa bílamálin þín. Að öðrum kosti bjóðum við upp á hagstæða þjónustuleigu á bíl.

Ef þú ert ekki að flýta þér svona mikið geturðu einfaldlega pantað tíma á verkstæði.

Dekk og dekkjaþjónusta

Dekk eru mikilvægur öryggisbúnaður. Hugaðu vel að dekkjunum allt árið um kring. Hjólbarðaþjónusta Brimborgar er í samstarfi við MAX1 Bílavaktina. Hér er að finna allar upplýsingar um Nokian gæðadekk og dekkjaverkstæði MAX1.

Kynntu þér dekkjaþjónustu Brimborgar

Bremsur

Bremsur bílsins eru mikilvægt öryggistæki sem þarf að vera í fullkomnu lagi. Láttu okkur yfirfara bremsurnar.

Bókaðu tíma á verkstæði Brimborgar

Hjólastilling

Verkstæði Brimborgar og Veltis geta hjólastillt allar gerðir og tegundir bíla með afar fullkomnum búnaði. Hjólastilling er nauðsynleg, eykur líftíma dekkja, eykur öryggi, minnkar eldsneytiseyðslu og dregur úr mengun.

Kynntu þér hjólastillingu hjá Brimborg

Perur

Öll bílljós (stefnuljós, stöðuljós, bremsuljós og aðalljós, þ.e. framljós) eru mikilvægt öryggistæki og því verða bílljósaperur að vera í lagi. Láttu okkur kanna perurnar í bílnum þínum.

Olíuskipti/smur

Smurþjónusta með reglulegu millibili er afar mikilvæg fyrir vél bílsins. Láttu okkur smyrja bílinn fyrir þig. Smurþjónusta er veitt á verkstæðum Brimborgar eftir tímapöntunum en ef þú vilt frekar mæta á staðinn er Brimborg í samstarfi við MAX1 Bílavaktina um smurþjónustu án tímapantana. Hér er að finna allar upplýsingar um Smurstöðvar MAX1.

BÓKAÐU TÍMA Á VERKSTÆÐI BRIMBORGAR

Rúðuþurrkur og rúðuvökvi

Hugsaðu um öryggið og vertu ábyrgur ökumaður. Láttu okkur skipta um þurrkublöðin og fylla á rúðuvökvann.

Batterý í fjarstýringu

Virkar fjarstýringin á bílnum ekki lengur? Batterí í bíllykla fást á verkstæðum Brimborgar. Ef fjarstýringar fyrir bíla og fjarstýrðar samlæsingar virka ekki er skýringin oftast ónýt rafhlaða. Komdu með fjarstýringuna fyrir bílinn og við athugum hvort batteríið sé ónýtt. Ef sú reynist raunin smellum við nýjum rafhlöðum í bíllykilinn, hratt og örugglega, því við útvegum rafhlöður fyrir fjarstýringar í alla bíla.

Verkstæði Brimborgar eru við Bíldshöfða 6 og 8 í Reykjavík.

 

 

Vefspjall