Hraðþjónusta verkstæðis

Hraðþjónusta verkstæðis

Hraðþjónusta verkstæðis Brimborgar er þjónusta sem við bjóðum þegar bíllinn þinn er ekki aksturshæfur eftir óvænta bilun og því ekki hægt að bíða eftir að panta tíma. Hafðu strax samband við okkur ef þú ert í vandræðum vegna bilunar af þessu tagi og þarft nauðsynlega á bílnum að halda.

Komduhringdu eða sendu fyrirspurn og sjáum hvort við getum sett bílinn í flýtiviðgerð. Ef nokkur kostur er munum við reyna að lagfæra bilunina samdægurs til að leysa bílamálin þín. Að öðrum kosti bjóðum við upp á hagstæða þjónustuleigu á bíl.

Ef þú ert ekki að flýta þér svona mikið geturðu einfaldlega pantað tíma á verkstæði.

Smurþjónusta

Smurþjónusta er veitt á verkstæðum Brimborgar eftir tímapöntunum en ef þú vilt frekar mæta á staðinn er Brimborg í samstarfi við MAX1 Bílavaktina um smurþjónustu án tímapantana. Hér er að finna allar upplýsingar um Smurstöðvar MAX1.

Hjólbarðaþjónusta

Hjólbarðaþjónusta Brimborgar er einnig í samstarfi við MAX1 Bílavaktina. Hér er að finna allar upplýsingar um dekkjaverkstæði MAX1.

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré