FYRIRTÆKJALAUSNIR BRIMBORGAR

 Fyrirtækjalausnir

Fyrirtækjalausnir Brimborgar er einstök þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka heildarlausn á bílamálum og tækjamálum sínum sem gerir Brimborg leiðandi í þjónustu við bílaflota og tækjaflota fyrirtækja. Fjölbreytt starfsemi Brimborgar og þrautreyndir starfsmenn gera okkur kleift að sníða vandaðar lausnir að þörfum fyrirtækja.

Pantaðu ráðgjöf hjá Fyrirtækjalausnum Brimborgar. Sérfræðingur Fyrirtækjalausna mun svara samdægurs.

PANTAÐU RÁÐGJÖF

Þjónustuhringur Brimborgar

 

BÍLAR

Brimborg er bílaumboð sem býður til kaups nýja og notaða fólksbíla og atvinnubíla frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot

Bílar

FÓLKSBÍLAR OG JEPPAR

Fólksbílar og jeppar fást í ótrúlegu úrvali hjá Brimborg, allt frá smábílum upp í meðalstóra og stóra jeppa og enn stærri fjölsætabíla 7-9 manna. Í þessum flokkum býður Brimborg bíla frá FordVolvoMazdaCitroën og Peugeot.

ATVINNUBÍLAR

Atvinnubílar fást í miklu úrvali í Brimborg frá FordCitroën og Peugeot.
Ford atvinnubílar eru vinsælustu atvinnubílarnir í flokki 0-5 tonn á Íslandi árið 2017.

VÖRUBÍLAR OG FLUTNINGABÍLAR

Brimborg býður einnig stærri atvinnubíla frá 5 tonnum og yfir, bæði frá Volvo Trucks og Renault Trucks.

HÓPFERÐABÍLAR

Brimborg býður rútur í ýmsum stærðarflokkum, allt frá 12-18 manna rútur frá Ford og stærri rútur og strætisvagna frá Volvo.

BÍLALEIGA BRIMBORGAR

Bílaleiga er hluti af Fyrirtækjalausnum Brimborgar en Brimborg er leyfishafi Thrifty á Íslandi. Í samstarfi við Thrifty býður Brimborg úrval bíla frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot til leigu í lengri eða skemmri tíma á hagstæðu verði.

LANGTÍMALEIGA

Langtímaleiga á bíl er heppilegur kostur fyrir fyrirtæki því þá er ekkert bundið fjármagn í bíl og engin endursöluáhætta. Við hjá Thrifty bílaleigu bjóðum Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot bíla í fjölbreyttu úrvali í langtímaleigu á hagstæðu verði. Langtímaleiga er að lágmarki í 3 mánuði og að hámarki í 12 mánuði í senn. Greitt er mánaðarlegt gjald og öll þjónusta er innifalin í mánaðarlegu gjaldi.

SENDIBÍLAR TIL LEIGU

Sendibílar til leigu er heppilegt fyrir fyrirtæki sem þurfa sendibíl á álagspunktum. Thrifty bílaleiga býður fjölbreytt úrval ódýra sendibíla til leigu í 2 klst., 4 klst., 8 klst., 24 klst, eða í lengri tíma.

REKSTRARLEIGA

Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða rekstrarleigu á nýjum bílum til fyrirtækja í samstarfi við fjármögnunarfyrirtæki.

ÞJÓNUSTA

Öflugt vöru- og þjónustuframboð Brimborgar gerir það að verkum að fyrirtæki geta fengið heildarlausn í bílamálum á einum stað. Viðurkennd umboðsverkstæði Brimborgar, þjónustuverkstæði Vélalands og hraðþjónustustöðvar MAX1 ásamt þjónustuverkstæðum um land allt sjá um þjónustuna.

 Þjónusta

Brimborg leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu þar sem hraði, hagkvæmni og þægindi eru í fyrirrúmi svo tryggt sé að bíllinn sé alltaf til þjónustu reiðubúin.

FLOTASTÝRING

Sérfræðingar fyrirtækjalausna Brimborgar veita fyrirtækjum persónulega þjónustu og aðstoð við að finna þá lausn sem er sérsniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig. Fyrirtækjalausnir Brimborgar vinna með fyrirtækjum í að hámarka árangur með lágmarkskostnaði og tryggja þannig að bílinn sá ávallt til þjónustu reiðubúinn.

 Flotastýring

ATVINNUBÍLAR

Atvinnubílar fyrir einyrkja og fyrirtæki fást í miklu úrvali hjá Brimborg. Brimborg er stærst bílaumboða í atvinnubílum á Íslandi með öfluga sendibíla og rútur frá Ford og öflugir sendibílar koma líka frá Citroën og Peugeot.

Atvinnubílar fást líka hjá Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar frá Volvo trucks og Renault trucks ásamt rútum frá Volvo bus. Atvinnutækjasvið Brimborgar býður einnig úrval vinnuvéla frá Volvo og bátavélar, rafstöðvar og ljósavélar frá Volvo Penta.

Fyrirtækjalausnir Brimborgar er einstök þjónusta handa fyrirtækjum þar sem tvinnast saman allt ofangreint lausnaframboð Brimborgar í atvinnubílum og atvinnutækjum ásamt úrvali fólksbíla.

 Atvinnubílar

HAFÐU SAMBAND

Sölustjóri Fyrirtækjalausna Brimborgar er Benný Ósk Harðardóttir s: 515 7006 eða bennyh@brimborg.is

Sérfræðingur Fyrirtækjalausna Brimborgar er Ólafur Stígsson s: 515 7005 eða olafurs@brimborg.is

 

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré