Langtímaleiga á bílum

Langtímaleiga á bílum

Langtímaleiga á bílum getur verið heppilegur kostur og býðst einstaklingum og fyrirtækjum þessi þjónusta. Þá greiðir leigutaki mánaðarlegt gjald og er öll þjónusta innifalin. Langtímaleiga á bíl frá Brimborg er keimlík rekstrarleigu. Munurinn felst í því að langtímaleiga er leiga á notuðum bílum sem hafa verið notaðir til útleigu m.a. til ferðamanna. Því er langtímaleiga á bíl ódýrari kostur en hún  býður upp á mikinn sveigjanleika. Leigutími langtímaleigu er frá 3-12 mánuðir í senn en framlenging leigusamnings er einföld. Mánaðarlegt gjald er greitt fyrir afnotin.

Langtímaleiga Brimborgar er til húsa á Bíldshöfða 8, 110 Reykjavík (neðri hæð, merkt Thrifty). Fáðu strax í dag upplýsingar um sveigjanlega og hagstæða langtímaleigu á bílum inn á heimasíðunni okkar langtimaleigaabil.is. Bókaðu núna!

Fyrir frekari fyrirspurnir - hringdu í síma 515 7110 eða sendu okkur póst á langtimaleiga@langtimaleigaabil.is

Bílaleigubílar til sölu

Langtímaleiga á bíl felur í sér alla þjónustu

Langtímaleiga á bíl felur í sér ábyrgðar- og kaskótryggingu með tiltekinni sjálfsábyrgð og gegn gjaldi býðst aukin tryggingarvernd. Helstu kostir langtímaleigu bíla eru þeir að allur kostnaður er vel sýnilegur. Í leiguverðinu er innifalið allt viðhald bílsins, fjármagnskostnaður og afskriftir og því verður eiginlegur kostnaður við umsjón bílaflota enginn. Ekkert fjármagn er bundið í bílunum og engin endursöluáhætta er til staðar. Bíla á langtímaleigu þarf að koma með í þjónustu- og smurskoðun skv. ferli framleiðanda á 12 mánaða fresti og ástands- og dekkjaskoðun / dekkjaskipti að vori og hausti. Brimborg útvegar leigutaka annan bíl án aukagjalds þegar bíllinn er í þjónustu og ef bíllinn verður óökufær vegna bilunar eða tjóns útvegar Brimborg annan bíl án aukagjalds.

Langtímaleiga - bílar í úrvali

Langtímaleiga hjá Brimborg þýðir að fyrirtæki geta valið úr miklu úrvali bíla frá Ford, Volvo, Mazda og Citroën í ýmsum leiguflokkum m.a.

Reynt er af fremsta megni að mæta séróskum viðskiptavina t.d. um sjálfskiptingu eða dráttarkrók. Allir bílar í langtímaleigu hafa hlotið toppviðhald og að jafnaði eru þeir 15-30 mánaða. Hægt er að fá eldri bíla með afslætti frá mánaðargjaldi. Vetrarleiga er annað hugtak sem gjarnan er notað um styttri langtímaleigur sem aðeins eru yfir veturinn. Brimborg býður einnig bíla í vetrarleigu til einstaklinga og fyrirtækja.

Langtímaleiga bíla er einnig hluti af fyrirtækjalausnum BrimborgarFáðu strax í dag upplýsingar um sveigjanlega og hagstæða langtímaleigu á bílum í síma 515 7110, sendu okkur póst á langtimaleiga@langtimaleigaabil.is eða kíktu inn á heimasíðuna okkar langtimaleigaabil.is

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré

Fyrirspurn