Brimborg ehf.
Upplýsingar um Brimborg ehf.
Brimborg var stofnað árið 1964 sem sérhæft bílaverkstæði og fagnar því 60 árum í bílgreininni árið 2024.
Brimborg er bílaumboð, bílaleiga og sölu- og þjónustuumboð fyrir atvinnubíla og atvinnutæki með starfsemi í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Brimborg er umboðsaðili á Íslandi fyrir Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel og er einnig umboðsaðili á Íslandi fyrir Volvo vörubíla, Renault vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagna, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara, Humus sturtuvagna, Reisch tengivagna, Hiab hleðslukrana og margvíslegar aðrar ábyggingar. Brimborg selur nýja og notaða bíla, rekur verkstæði og selur varahluti fyrir fyrrgreind vörumerki. Brimborg rekur bílaleigu undir sínu nafni, Saga Car Rental og er einnig leyfishafi fyrir Thrifty Car Rental og Dollar Rent A Car á Íslandi og býður bílaleigubíla til innlendra sem erlendra ferðamanna, langtímaleigu og sendibílaleigu. Brimborg er umboðsaðili Nokian dekkja á Íslandi og rekur bílahraðþjónustuna MAX1 Bílavaktin og Vélaland Bílaverkstæði. Brimborg býður búnað til hleðslu allra tegunda rafknúinna ökutækja undir merki Íslenskrar Bílorku og rekur hraðhleðslunet fyrir allar tegundir rafknúinna ökutækja undir merkinu Brimborg Bílorka.
Nánar má lesa um sögu félagsins hér.
- Nafn: Brimborg ehf.
- Heimilisfang: Bíldshöfði 6, 110 Reykjavík (allar starfsstöðvar má skoða hér)
- Kennitala: 701277-0239
- Aðalsímanúmer: 515 7000 (símanúmer hinna ýmsu deilda Brimborgar má finna hér)
- Aðalnetfang: brimborg@brimborg.is
- Virðisaukaskattsnúmer: 11650
- Bankaupplýsingar: 525 26 60
- Opinber skráning: Brimborg er skráð í fyrirtækjaskrá
- Upplýsingar um starfsmenn og stjórnendur hjá Brimborg má finna hér
- Eigendur Brimborgar eru Jóhann Jóhannsson, Egill Jóhannsson, Margrét Rut Jóhannsdóttir, Margrét Egilsdóttir, Arnór Jósefsson og Aníta Ósk Jóhannsdóttir.
- Stjórn Brimborgar skipa: Jóhann Jóhannsson, stjórnarformaður, Egill Jóhannsson, meðstjórnandi, Margrét Rut Jóhannsdóttir meðstjórnandi, Margrét Egilsdóttir meðstjórnandi og Þorsteinn Arnórsson, meðstjórnandi.
Starfsleyfi sem Brimborg er með vegna starfsemi sinnar eru:
- Leyfi til sölu notaðra bíla í Reykjavík frá Sýslumanninum í Reykjavík
- Leyfi til sölu notaðra bíla á Akureyri frá Sýslumanninum á Akureyri
- Leyfi til reksturs bifreiða- og vélaverkstæðis frá viðeigandi bæjarfélagi (t.d. heilbrigðiseftirliti)
- Leyfi til reksturs hjólbarðaverkstæðis, smurverkstæðis og þvottastöðvar frá viðeigandi bæjarfélagi (t.d. heilbrigðiseftirliti)
- Leyfi til reksturs bílaleigu frá Samgöngustofu (leyfi áður útgefið af Vegagerðinni).
- Leyfi frá Samgöngustofu til reksturs prófunarverkstæðis til að annast prófanir á ökuritum
- Leyfi til verslunarreksturs frá Sýslumanninum í Reykjavík
- Vinnueftirlitið sinnir lögboðnu eftirliti vegna starfsemi Brimborgar