Bílaréttingar og bílamálun
Bílaréttingar og bílamálun
Brimborg er ekki með réttingaverkstæði og býður því ekki sjálft upp á tjónaskoðun, bílaréttingar né bílamálun (bílasprautun), en bendir á eftirfarandi fyrirtæki sem sérhæfa sig í slíkri þjónustu. Við mælum sérstaklega með að leita til aðila sem eru félagar í Bílgreinasambandinu (BGS).
Verkstæði Brimborgar geta hins vegar tekið að sér viðgerðir vegna tryggingartjóns á undirvagni eins og t.d. viðgerð á stýrismaskínu, fjöðrunarbúnaði og olíupönnu og aðrar lagfæringar á undirvagni svo dæmi séu tekin.
Ef þú ert að leita að lit (málningu) til að bletta í smá gat á lakki eða rispu í lakki þá býður Brimborg litapenna frá framleiðanda fyrir flestar gerðir bíla frá eftirfarandi bílategundum: Volvo, Polestar, Ford og Mazda. Litapennar eru ekki í boði frá framleiðanda fyrir Citroen, Opel og Peugeot.
Ef þú ert að leita eftir litakóða (litanúmeri) til blanda réttan lit til að sprauta stærri fleti þá getum við flett upp litakóðanum fyrir þig í kerfum framleiðanda og gildir það um Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroen, Opel og Peugeot.
Ef bíllinn þinn hefur lent í árekstri og þú vilt vita hvernig þú átt að fá bíllinn viðgerðan, bættan af tryggingarfélagi eða meta umfang tjónsins þá þarftu að fara með bílinn í tjónaskoðun. Brimborg býður ekki upp á tjónaskoðun en við mælum með að þú leitir til einhvers af eftirtöldum fyrirtækum sem meðal annars sjá um tjónskoðun fyrir tryggingarfélögin, þau taka þér opnum örmum og leiðbeina þér um næstu skref og samskipti við tryggingarfélögin. Þegar niðurstaða er fengin í tjónamatið eftir tjónaskoðun þá sér réttingaverkstæðið um að panta réttu varahlutina til að klára viðgerðina í samráði við tryggingarfélagið.
Eftirfarandi fyrirtæki veita þjónustu á sviði réttinga, bílamálunar og tjónaskoðunar fyrir Volvo, Polestar, Ford, Lincoln, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel.
Reykjavík
GB Tjónaviðgerðir
- Sími: 567 0690
- Dragháls 8
- Netfang: tjon@tjon.is
Bókaðu tíma hjá GB tjónaviðgerðum á netinu.

Bílaréttingar Sævars ehf
- Sími: 568 9620
- Skútuvogi 4
- Netfang: bilarettingar@bilarettingar.is
Bókaðu tíma í tjónaskoðun hjá Bílaréttingum Sævars

Kópavogur
Bliki bílamálun og réttingar
- Sími: 567 4477
- Smiðjuvegur 38e
- Netfang: bliki@blikinn.is

Hafnarfjörður
SBJ réttingar
- Sími: 555 2007
- Kaplahraun 12
- Netfang: retting@isl.is

Mosfellsbær
Bílalökkun Kópsson
- Sími: 586 8484
- Völuteigur 11
- Netfang: bilalokkun@bilalokkun.is

Reykjanesbær
Bílageirinn
- Grófin 14a
- Sími: 421 6901
- Netfang: bilageirinn@bilageirinn.is

Akureyri
CAR-X
- Sími: 462 4200
- Njarðarnes 8
- Netfang: car-x@car-x.is
Gott er að hafa í huga:
- Athugaðu hvort réttingaverkstæðið sé aðili að Bílgreinasambandinu (BGS) fyrir gæðavottun.
- Hafðu samband beint við þessi verkstæði til að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um réttingar og málun.
Með því að leita til þessara samstarfsaðila tryggirðu að bíllinn þinn fái örugga og vandaða þjónustu.