Fréttir
23.12.2025
Lokun 2G- og 3G-farsímanetkerfa á Íslandi
Breytingin hefur ekki áhrif á akstursöryggi né virkni annarra kerfa í bifreiðinni.
Lesa meira
21.12.2025
Allt um kílómetragjaldið á örskotsstund
Alþingi hefur samþykkt ný lög sem taka gildi 1. janúar 2026 og fela í sér að öll ökutæki greiða kílómetragjald eftir akstri – óháð orkugjafa. Breyting á kílómetragjaldinu er mikil kerfisbreyting og er ástæða hennar að vegna aukins fjölda rafbíla, sparneytinna tengiltvinnbíla og almennt sparneytnari ökutækja þá hafa tekjur ríkissjóðs af ökutækjum lækkað umtalsvert og þar af leiðandi hafa fjármunir til viðhalds vega verið skornir niður.
Undanfarin ár hefur verið veitt um 12 milljörðum til viðhalds vega en árleg þörf er nær því að vera 20 milljarðar sem hefur leitt til mikillar innviðaskuldar. Með nýju km gjaldi verða innheimtar auknar tekjur og strax á árinu 2025 jókst fjárheimild til viðhalds í 15 milljarða. Á árinu 2026 verður hún skv. fjárlagafrumvarpi 17,5 milljarðar og frá árinu 2027 til ársins 2030 verður árleg upphæð 20 milljarðar skv. samþykktri fjármálaáætlun.
Hér er það mikilvægasta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem eiga eða leigja bíl og vilja ná utan um áhrifin á nokkrum mínútum.
Lesa meira
11.11.2025
Tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót
Um næstu áramót verða miklar breytingar á bæði styrkjum og vörugjöldum. Styrkur til kaupa á rafbíl lækkar um áramót, vörugjöld bensín-, dísil- og tengiltvinnbíla (PHEV) hækka og gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Því er nú rétti tíminn til að tryggja sér nýjan bíl á betra verði. Gakktu frá kaupum á nýjum bíl og tryggðu þér bestu kjörin áður en nýtt ár gengur í garð.
Lesa meira
24.09.2025
Flandur, Bílorka, MAX1 og Brimborg á Iðnaðarsýningunni 2025 dagana 9.-11. október. Sjáumst!
Flandur, Bílorka, MAX1 og Brimborg verða á Iðnaðarsýningunni 2025 í Laugardalshöll 9.–11. október á bás B-21. Sýningin er helsti vettvangur fyrirtækja og einstaklinga til að kynna lausnir á sviði mannvirkja, orku, innviða, hönnunar og vistvænna lausna.
Lesa meira
21.08.2025
Innköllun vegna gallaðra Takata loftpúða
⚠️ Er innköllun á bílnum þínum? Gói, spjallmennið okkar, getur hjálpað þér að finna svarið: http://bit.ly/47E7gem
Lesa meira
12.08.2025
Tafarlaus stöðvun á notkun Citroën C4 vegna Takata loftpúða
Stellantis, framleiðandi Citroën bifreiða, hefur tilkynnt tafarlausa stöðvun á notkun Citroën C4 ökutækja sem framleidd voru á árunum 2010 til 2018.
Lesa meira
10.07.2025
Mazda kynnir þriðju kynslóð CX-5
Mazda hefur nú afhjúpað nýjan CX-5, þriðju kynslóð vinsælasta bíls merkisins á heimsvísu. Nýja útgáfan einkennist af þróuðu og skörpu útliti, en heldur áfram að vera auðþekkjanleg sem CX-5.
Lesa meira
19.06.2025
Tafarlaus stöðvun á notkun Citroën C3 og DS3 vegna Takata loftpúða
Stellantis, framleiðandi Citroën bifreiða, hefur tilkynnt tafarlausa stöðvun á notkun Citroën C3 (önnur kynslóð) og DS3 (fyrsta kynslóð) ökutækja sem framleidd voru á árunum 2009 til 2019.
Lesa meira
03.04.2025
HönnunarMars í Polestar Reykjavík
Á HönnunarMars mun sýningarsalur Polestar breytast í áhrifamikla hönnunarmiðstöð þar sem framsækin verk Tobia Zambotti mæta stefnu Polestar um sjálfbæra nýsköpun.
Lesa meira
20.03.2025
Brimborg fagnar Íslandsmeistara í bifvélavirkjun
MÍN FRAMTÍÐ 2025 – Íslandsmót í iðn- og verkgreinum fór fram í Laugardalshöll dagana 13.–15. mars 2025. Þar kepptu ungir iðnaðarmenn í fjölmörgum greinum, þar á meðal í bifvélavirkjun. Brimborg átti tvo keppendur í þeirri grein – Bruno Erik Schrimacher Jónsson og Ríkharð Kristmannss.
Lesa meira