Fara í efni

Uppítaka

Uppítaka - bíll settur upp í bílakaup eða langtímaleigu hjá Brimborg

Uppítaka. Skiptu um bíl á einfaldan og öruggan hátt með bílakaupum eða langtímaleigu hjá Brimborg

Settu gamla bílinn þinn upp í nýjan eða notaðan bíl hjá Brimborg – engin sölulaun og við sjáum um allt ferlið.
Þú getur sett gamla bílinn þinn upp í nýjan eða notaðan bíl með uppítöku, þ.e. bílaskipti upp í annan bíl í sölu hjá Brimborg eða langtímaleigu hjá Brimborg. Við tökum flestar gerðir bíla uppí.

Brimborg tekur ekki uppí húsbíla, mótorhjól (bifhjól), fjórhjól, vélsleða, tjaldvagna, hjólhýsi, kerrur, fasteignir, málverk eða aðra lausafjármuni.

Við sjáum um allt meðal annars eigendaskipti, afsal og tilkynningar til Samgöngustofu og tryggingarfélags þíns. Þú greiðir engin sölulaun þegar þú skiptir bíl upp í annan bíl hjá okkur.

Hægt er að setja fleiri en einn eldri bíl upp í kaup á einum bíl. Ef tekinn er bíll á langtímaleigu þá er hægt að setja eldri bíl upp í með beinum kaupum. Ef lán hvílir á gamla bílnum þá aðstoðum við varðandi uppgreiðslu sem dregst þá frá uppítökuverði gamla bílsins.

Brimborg tekur ekki notaða bíla í umboðssölu af þriðja aðila heldur selur eingöngu notaða bíla í sinni eigu.

Hvernig virkar uppítakan?
  • Finndu rétta bílinn
    Skoðaðu úrvalið af nýjum og notuðum bílum í Vefsýningarsölum. Þegar þú hefur fundið rétta bílinn sendir þú inn upplýsingar um þig og bílinn sem þú vilt skipta uppí (setja uppí) t.d. bílnúmer, bíltegund og gerð, aksturs í km, hvort bíllinn sé sjálfskiptur eða beinskiptur og hverjar þínar væntingar séu um verð.

  • Vefsýningarsalur nýrra bíla

    Vefsýningarsalur (leitarvél) notaðra bíla

  • Fáðu tilboð og sendu inn upplýsingar um gamla bílinn
    Þegar þú hefur fundið bíl sem þér líst á, smelltu á „Fá tilboð“ og fylltu út upplýsingar um bílinn sem þú vilt skipta uppí annan bíl hjá Brimborg. Flestir gerðir bíla eru gjaldgengar í uppítöku ef þeir eru skráðir ökuhæfir í umferð hjá Samgöngustofu, á númerum og þú getur ekið bílnum til okkar í Brimborg. Uppítökubíllinn þarf ekki að vera fullkominn og má vera bilaður. Því betur sem þú lýsir bílnum þínum því nákvæmara verðmat getum við gert og tilboð í uppítökuverð.

  • Fáðu verðmat og tilboð
    Söluráðgjafar Brimborgar meta uppítökubílinn þinn og senda þér áætlað uppítökuverð, verðmat á uppítökubíl, skipuleggja söluskoðun á uppítökubílnum, hvaða gerð sem um ræðir, sem er þér að kostnaðarlausu, gera tilboð í milligjöf og skoða möguleika á hagkvæmri fjármögnun ef óskað er. Uppítakan og uppítökuverðmatið er síðan endanlega staðfest þegar bæði kaupandi og söluráðgjafi fyrir hönd Brimborgar hafa undirritað samning um kaup og uppítöku.

Eftirfarandi upplýsingar um uppítökubílinn þurfum við að fá þegar þú óskar eftir uppítöku.

Til að verðmatið verði sem nákvæmast, vinsamlegast skráðu:

  • Bílnúmer
  • Tegund og gerð
  • Akstur (km)
  • Hvort bíllinn er sjálfskiptur eða beinskiptur
  • Þínar væntingar um verð

Verðmat notaðra bíla er aðeins gert fyrir uppítökubíla.

Hafðu í huga að uppítökukbíllinn þarf að vera á númerum, skráður í umferð hjá Samgöngustofu og gangfær en hann má vera bilaður.

  • Uppítökubíllinn sem útborgun
    Uppítökuverðið, verðmætið sem fæst fyrir gamla bílinn, þinn reiknast sem útborgun fyrir nýjan eða notaðan bíl sem keyptur er hjá Brimborg. Viltu taka lán fyrir mismuninum? Við aðstoðum þig við að finna hagstæða fjármögnun.

  • Við sjáum um öll formsatriði
    Engar áhyggjur af pappírsvinnu – við sjáum um eigendaskipti, afsal og allar tilkynningar til Samgöngustofu og tryggingarfélagsins þíns. Þú greiðir engin sölulaun ef þú skiptir um bíl hjá okkur.

Af hverju uppítaka hjá Brimborg?
    • Engin sölulaun – þú sparar tíma og pening.
    • Einfalt og hratt ferli – við sjáum um allt frá upphafi til enda.
    • Hagstæð fjármögnun – ef þú þarft lán fyrir mismuninum, finnum við lausn sem hentar þér.
    • Mikið úrval nýrra og notaðra bíla – finna má fjölbreyttar tegundir og verðflokka til sölu hjá Brimborg eða í langtímaleigu. Uppítaka gildir bæði við kaup og langtímaleigu.