Fara í efni

Sjálfbærnistefna

SJÁLFBÆRNISTEFNA

Framtíðarsýn Brimborgar er að svara þörfum samtímans með sjálfbærni að leiðarljósi og virkri þátttöku í gagnsærri uppbyggingu íslensks samfélags til framtíðar og starfa með hagsmuni allra hagaðila fyrirtækisins að leiðarljósi í þeim tilgangi að tryggja tilvist og viðgang fyrirtækisins.

Í ljósi framtíðarsýnar Brimborgar er hlutverk félagsins að bjóða, til kaups eða leigu, sérsniðnar heildarlausnir með sjálfbærni að leiðarljósi á sviði bíla og atvinnutækja og viðeigandi íhluta auk ráðgjafar og þjónustu við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Sjálfbærnistefnan byggir á kjarnagildum sem miða að því að skapa menningu virðingar, trúmennsku og umhyggju þar sem starfsfólk er árangurs- og lausnadrifið, frumkvæði er í hávegum haft, starfsfólk sýnir ástríðu í sínum störfum og horfir til sjálfbærni hvað varðar umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti við hverja ákvörðun.

Kjarnagildin eru grundvallarmál og skapa traust og því viljum við vera;

  • Árangursdrifin: Við viljum að viðskiptavinir okkar nái markmiðum sínum og framúrskarandi árangri eins og við með öflugri samvinnu innan teyma og milli teyma.
  • Lausnamiðuð: Við hlustum á viðskiptavini og samstarfsfólk og nýtum hæfileika okkar til að finna bestu lausnirnar hratt og vel.
  • Frumkvöðlar: Við erum forvitin, óhrædd við breytingar, hugrökk, fordómalaus, víðsýn, lærum af mistökum og gleðjumst yfir árangri.
  • Ástríðufull: Við erum stolt af starfi okkar, sinnum því glöð af virðingu og trúmennsku með gagnsæi og traust að leiðarljósi.
  • Sjálfbær: Við hugum að framtíðinni við ákvarðanatöku með áherslu á snyrtimennsku og góða umgengni við umhverfið, tryggjum að ákvarðanir okkar hafi jákvæð áhrif á samfélagslega þætti og virðum lög, reglur og góða viðskiptahætti með góðum stjórnarháttum.

Meginreglur:

Stjórn, stjórnendur og starfsfólk Brimborgar skulu ávallt fylgja ákveðnum meginreglum sem eru:

  • starfa eftir kjarnagildum fyrirtækisins.
  • trúa að góð mannleg samskipti skapi félagslegan hreyfanleika fólks og stuðli að öryggi þess og lífshamingju.
  • benda fólki á það sem vel er gert svo það læri að meta gæði eða notagildi.
  • hlýða lögum ásamt félagslegum og faglegum viðmiðunum um áreiðanleika, aðgengileika og notagildi.
  • leitast við að skilgreina og skilja óskir og þarfir hvers hagaðila í þeim tilgangi að aðstoða hann við að uppfylla eigin markmið um hreyfanleika á hagkvæman hátt.
  • sækjast eftir því að vera fjárhagslega sjálfstætt og ná fram viðunandi hagnaði til hagsbóta fyrir hagaðila.
  • ráða til samstarfs og halda í fagfólk af báðum kynjum með gildismat sem samrýmist kjarnagildum og meginreglum fyrirtækisins. Fólk sem metur mikils orð og gjörðir eins og sjálfbærni, ástríðu, jafnrétti, fjölbreytni, víðsýni, ábyrgð, árangur, frumkvæði, forvitni, þekkingarleit og samvirkni.
  • veita reglubundna og rétta starfsþjálfun og framúrskarandi og örugga starfsaðstöðu.
  • vinna með og þróa gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins í þeim tilgangi að auka gæði eða notagildi þjónustu Brimborgar með stöðugleika í samskiptum við hagaðila að markmiði.

Meginmarkmið Brimborgar eru:

  • að Brimborg verði eftirsóttasta fyrirtækið á íslenskum bíla- og atvinnutækjamarkaði, nýtt sem notað.
  • að endursala vörumerkja Brimborgar verði framúrskarandi.
  • að Brimborg verði eftirsóknarverðasti og öruggasti vinnustaður bílgreinarinnar og meðal þeirra framsæknustu í vinnuverndar- og jafnréttismálum á Íslandi þar sem fjölbreytni og víðsýni ræður ríkjum.
  • að Brimborg verði í hópi fjárhagslega framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi.
  • að Brimborg verði meðal framsæknustu fyrirtækja á Íslandi í neytendaverndarmálum.
  • að Brimborg verði meðal framsæknustu fyrirtækja á Íslandi í sjálfbærnimálum.
  • að Brimborg verði fremsta bílaumboðið á Íslandi þegar litið er til hjartahlutdeildar, ánægju viðskiptavina.

Markmið félagsins skulu ávallt endurspeglast í gildum þess og loforði skipulagsins um að vera öruggur staður til að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Kjörorð fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Skipulag:

Skipulag Brimborgar byggir á sex viðskiptasviðum og þremur stoðsviðum. Viðskiptasviðin, „Ford, Volvo, Polestar“, „Mazda, Citroën, Peugeot, Opel“, „Dollar Thrifty, Saga bílaleiga“, „Brimborg Akureyri“, „MAX1 Vélaland“ og „Veltir – atvinnutæki“ eru tekjusvið með starfsemi í samræmi við framtíðarsýn og hlutverk Brimborgar með sérhæfðar áherslur á mismunandi birgja, vöru og þjónustu. Nánari upplýsingar um félagið og vöru- og þjónustuframboð þess má finna á vefnum www.brimborg.is og fleiri vefsvæðum félagsins sem nálgast má þaðan.

Stoðsvið sjá um miðlæga starfsemi eins og fjármál- og upplýsingatækni, mannauðsmál, rekstur fasteigna félagsins, vöruhús og aðra miðlæga starfsemi. Framkvæmdastjórar eru yfir hverju sviði og forstjóri þeirra næsti yfirmaður. Markaðsdeild, umhverfisnefnd og netöryggisráð heyrir undir forstjóra. Jafnréttisnefnd og tvær öryggisnefndir Brimborgar heyra undir framkvæmdastjóra mannauðsviðs. Innkaupanefnd heyrir undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Skipulagið er birt myndrænt á vef félagsins.

Félagið stýrir áhættu meðal annars með ítarlegri áætlanagerð niður á svið og deildir þar sem framkvæmdastjórar eru ábyrgir fyrir gerð, framsetningu, framkvæmd og framgangi áætlunar.

Sjálfbærnistefnan er leiðarljós starfsfólks Brimborgar og þar er að finna margvíslegar undirstefnur sem hlekkjað er á inn á vef félagsins undir viðeigandi sjálfbærnistoð þessarar stefnu.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna:
Brimborg hefur ákveðið að tengja sjálfbærnistefnu félagsins við eftirfarandi 13 af 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og leggur áherslu á að starfseminni sé hagað á þann hátt að hún styðji við heimsmarkmiðin.

  • Engin fátækt (1) - leggja sitt af mörkum til að útrýma launamun með góðum og vel launuðum störfum með skýrri launastefnu og styrkja stöðu fólks sem stendur höllum fæti með sérstaka áherslu á börn.
  • Heilsa og vellíðan (3) - Með forvörnum að styðja við starfsfólk til heilbrigðari lífstíls og með því að styðja við hópa sem standa höllum fæti og bæta þannig heilsu og auka vellíðan.
  • Menntun fyrir alla (4) - Tryggja gott aðgengi starfsfólks að þjálfun, menntun, taka þátt í verkefnum sem fjölgar nemendum í verk- og tækninámi, efla læsi og vinna að framtíð íslenskrar tungu.
  • Jafnrétti kynjanna (5) - vinna að jöfnun kynjanna í störfum í bílgreininni, vinna markvisst gegn kynferðislegu- og kynbundnu ofbeldi, auka fjölbreytni hópsins og víðsýni og hækka hlutfall feðra sem tekur fæðingarorlof.
  • Sjálfbær orka (7) - Auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa með orkuskiptum á landi og leggja áherslu orkusparnað, orkunýtni og framleiðslu á staðbundinni, sjálfbærri, orku sem minnkar álag á orkukerfi landsins.
  • Góð atvinna og hagvöxtur (8) - Bjóða upp á góð, vel launuð störf þar sem pláss er fyrir fólk með skerta starfsgetu með áherslu á jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu og að þegar horft er til aukinnar framleiðni sé það gert í sátt við umhverfi og samfélag.
  • Nýsköpun og uppbygging (9) - Byggja upp og viðhalda menningu nýsköpunar í félaginu, styðja við vísindarannsóknir á sviðum sem tengjast bílgreininni, orkumálum og ferðaþjónustu og leggja sitt af mörkum til að efla innviði í samgöngum og ferðaþjónustu með áherslu á hreinorku.
  • Aukinn jöfnuður (10) - jafna stöðu fólks óháð uppruna, þjóðerni, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund og skapa tækifæri og aðstæður til að innflytjendur geti orðið virkir þátttakendur í íslensku samfélagi.
  • Sjálfbærar borgir og samfélög (11) - leggja sitt af mörkum varðandi sjálfbæra borgarþróun t.d. er varðar samgöngur, byggingar og aðra innviði.
  • Ábyrg neysla og framleiðsla (12) - Innleiða hringrásarhugsun í rekstur Brimborgar og aðstoða viðskiptavini við hringrásarhugsun til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar og tryggja að rekstur Brimborgar hvort sem er í bílgreininni eða í ferðaþjónustu sé í sátt við náttúru og samfélag.
  • Aðgerðir í loftslagsmálum (13) - Vinna markvist með mælingum og markmiðasetningu með því að beita gagnadrifinni stjórnun að því að draga úr áhrifum Brimborgar á umhverfið og innleiða viðeigandi aðgerðir í framhaldi.
  • Friður og réttlæti (16) - Virða ávallt lög og reglur og berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, tryggja vinnustað án ofbeldis, efla traust á fjölmiðlum, stjórnmálum, stjórnsýslu og réttarkerfi og styðja við hópa fólk sem eiga undir högg að sækja hvað varðar ofbeldi.
  • Samvinna um markmiðin (17) - Tryggja að Brimborg og stjórnendur þessi sýni gott fordæmi, og vinni að markmiðum um sjálfbærni þegar kemur að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum bæði inn á við og út á við.

Umhverfisleg sjálfbærni

Brimborg vinnur í samræmi við umhverfisstefnu félagsins, Visthæf skref, þar sem lögð er áhersla á raunhæf skref, orð í verki, til jákvæðra áhrifa á umhverfið sem endurspeglast einnig í innkaupastefnu félagsins. Stefnunum er fylgt eftir í stjórn og af umhverfisnefnd og innkaupanefnd með mælanlegum markmiðum og aðgerðum og eru niðurstöður birtar árlega í sjálfbærniuppgjöri félagsins. Lögð er áhersla á að efla vitund og styrkja menningu félagsins gagnvart umhverfisáhrifum rekstrarins og forsvarsmenn félagsins taka virkan þátt í samfélagsumræðu og starfi sem snýr að umhverfismálum. Félagið hefur skrifað undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar, fylgir lögum og reglum um áhrif reksturs félagsins á umhverfi sitt.

Stórt vistskref í samræmi við umhverfisstefnuna Visthæf skref og kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, var tekið þegar Brimborg innleiddi í fyrsta sinn fyrir rekstrarárið 2021 og árlega síðan umhverfisuppgjör sem mælir áhrif starfsemi félagsins á umhverfið.

Umhverfisuppgjör er hluti heildstæðs sjálfbærniuppgjörs sem Brimborg hefur birt árlega frá og með 2021 fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).

Stefnur félagsins sem stuðla að umhverfislegri sjálfbærni

Félagsleg sjálfbærni

Brimborg vinnur að félagslegri sjálfbærni í anda kjarnagilda sjálfbærnistefnu félagsins auk þess að vinna eftir mannauðsstefnu sem innifelur stuðning við rétt allra til félagafrelsis og kjarasamninga, jafnréttisstefnu, jafnlaunastefnu, mannréttindastefnu, stefnu gegn barnaþrælkun og nauðungarvinnu, stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi (ekki birt á vef) og stefnu um vernd uppljóstrara. Árangri er fylgt eftir í stjórn og af jafnréttisnefnd, tveimur öryggisnefndum og persónuverndarfulltrúa ásamt því að gerða eru reglulegar starfsmannakannanir.

Uppgjör á félagslegri sjálfbærni er hluti heildstæðs sjálfbærniuppgjörs sem Brimborg hefur birt árlega frá og með 2021 fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).

Stefnur félagsins sem stuðla að félagslegri sjálfbærni:

Sjálfbærir stjórnarhættir

Brimborg vinnur markvisst að því að tryggja góða stjórnarhætti með skýru skipulagi, heildstæðri sjálfbærnistefnu sem inniheldur stefnur og reglur sem leiðbeina um persónuvernd, gott viðskiptasiðferði, stjórnarháttayfirlýsingu, starfsreglum stjórnar, stefnu gegn spillingu og mútum, samkeppnisstefnu og upplýsingaöryggisstefnu (ekki birt á vef). Árangri er fylgt eftir eins og fyrr er nefnt með mælingum meðal starfsmanna, birgja og viðskiptavina og virkum nefndum ásamt því að fylgst er með umfjöllun um félagið, dómsmálum, úrskurðum og öðru sem getur sagt til um árangur stjórnarhátta.

Uppgjör á sjálfbærum stjórnarháttum er einnig hluti heildstæðs sjálfbærniuppgjörs sem Brimborg hefur birt árlega frá og með 2021 fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).

Stefnur félagsins sem stuðla að sjálfbærum stjórnarháttum auk sjálfbærnistefnu þessari og þeirra sem hér eru nefndar á undan í köflunum Umhverfisleg sjálfbærni og félagsleg sjálfbærni eru:

Sjálfbærniuppgjör

Til að mæla árangur á sviði umhverfislegrar sjálfbærni, félagslegrar sjálfbærni og sjálfbærra stjórnarháttar hefur Brimborg birt frá og með árinu 2021 heildstætt sjálfbærniuppgjör skv. UFS-leiðbeiningum Nasdaq fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið (U), félagslega þætti (F) og stjórnarhætti (S) á vefsvæði félagsins, www.brimborg.is. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um UFS frammistöðu Brimborgar á tilteknu rekstrarári og er í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq frá árinu 2019. Brimborg stefnir að því að sjálfbærniuppgjör félagsins verði staðfest af ytri endurskoðendum.

Í sjálfbærniuppgjörunum er að finna ítarlegar, tölulegar, upplýsingar um áhrif Brimborgar á umhverfi sitt, samfélagslega þætti og stjórnarhætti og eru uppgjörin að finna á vef félagsins. Klappir Grænar Lausnir hafa aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörsins, sem byggir á þeim upplýsingum sem Klappir hugbúnaðurinn hefur safnað saman yfir árið, ásamt upplýsingum sem safnað er í upplýsingatæknikerfum Brimborgar og upplýsingum frá þriðja aðila.

Brimborg er fyrst bíla- og atvinnutækjaumboða á Íslandi og fyrsta ökutækjaleigan á Íslandi sem gefur út heildstætt sjálfbærniuppgjör.

Brimborg hefur einnig birt ófjárhagslegar upplýsingar í ársreikningi sínum í samræmi við gr. 66d í ársreikningalögum nr. 3/2006.

Á vef Brimborgar má finna sjálfbærniuppgjör hvers árs

Upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar ESB

Flokkunarreglugerð ESB tók gildi á Íslandi 1. júní 2023 með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Lögin voru afturvirk til 1. janúar 2023 og gilda því um allt fjárhagsárið 2023.

Tilgangur reglugerðarinnar er að skilgreina hvaða atvinnustarfsemi telst vera umhverfislega sjálfbær út frá tæknilegum matsviðmiðum sem koma fram í framseldri reglugerð ESB 2021/2139 og á að stuðla að gagnsæi í sjálfbærniupplýsingagjöf. Brimborg leggur áherslu á að uppfylla kröfur um upplýsingagjöf í samræmi við reglugerðina.

Uppgjör skv. flokkunarreglugerðinni fyrir rekstrarárið 2023 var unnið af starfsmönnum Brimborgar með ráðgjöf frá Deloitte.

Brimborg er fyrst bíla- og atvinnutækjaumboða á Íslandi og fyrsta ökutækjaleigan á Íslandi til að birta upplýsingar í samræmi við flokkunarreglugerðina og var það gert fyrir rekstrarárið 2023 ásamt annarri ófjárhagslegri upplýsingagjöf.

Sjálfbærniupplýsingagjöf stórra og/eða skráðra fyrirtækja (CSRD)

Væntanlegar eru auknar kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar þegar tilskipun Evrópusambandsins (Corporate Sustainability Reporting Directive, CSRD) um sjálfbærniupplýsingagjöf stórra og/eða skráðra fyrirtækja verður innleidd hér á landi. Brimborg mun leggja áherslu á að uppfylla þær kröfur sem meðal annars felast í tvöfaldri mikilvægisgreiningu um fjárhagslegt – og áhrifamikilvægi.

Uppfært 26.5.2024

Vefspjall