Rekstrarleiga á bíl

Rekstrarleiga á bíl

Rekstrarleiga á bíl er fyrirkomulag sem er nokkurskonar blanda af fjármögnun og flotastýringu og hentar því fyrirtækjum einstaklega vel. Rekstrarleiga á bíl er þríhliða óuppsegjanlegur samningur milli þess sem tekur bílinn á rekstrarleigu, Brimborgar og fjármögnunarfélags og í lok samningstíma skilar leigutaki bílnum til Brimborgar. Leigutaki ber ábyrgð á bifreiðagjöldum og eldsneyti á samningstímanum og ber einnig að tryggja bílinn í ábyrgðar- og kaskótryggingu. Hann ber ábyrgð á tjóni sem ekki fellur undir tryggingarverndina

Rekstrarleiga á bílum

Rekstrarleiga á bílum er í boði fyrir nýja bíla af tilteknum tegundum og gerðum hentar fyrirtækjum sem vilja hafa allan rekstrarkostnað uppi á borðinu. Með rekstrarleigu á bílum er allur þjónustukostnaður, fjármagnskostnaður, afskriftir og endursöluáhætta innifalin í mánaðarlegri greiðslu.

Rekstrarleiga - verð

Verð fyrir rekstrarleigu er háð tilboði hverju sinni þar sem margir þættir hafa áhrif á verðlagningu m.a.  væntanlegur akstur bíls og kjör viðskiptavinar hjá fjármálastofnun og fleiri þættir. Hinsvegar hefur Brimborg reiknað út viðmiðunargjald á mánuði með virðisaukaskatti, m.v. 36 mánaða samning, skv. eftirfarandi töflu eftir verðflokkum bíla.

 • Nývirði bíls : 1.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 37.500 kr.
 • Nývirði bíls : 2.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 50.000 kr.
 • Nývirði bíls : 2.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 62.500 kr.
 • Nývirði bíls : 3.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 75.000 kr.
 • Nývirði bíls : 3.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 87.500 kr.
 • Nývirði bíls : 4.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 100.000 kr.
 • Nývirði bíls : 4.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 112.500 kr.
 • Nývirði bíls : 5.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 125.000 kr.
 • Nývirði bíls : 5.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 137.500 kr.
 • Nývirði bíls : 6.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 150.000 kr.
 • Nývirði bíls : 6.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 162.500 kr.
 • Nývirði bíls : 7.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 175.000 kr.
 • Nývirði bíls : 7.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 187.500 kr.
 • Nývirði bíls : 8.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 200.000 kr.
 • Nývirði bíls : 8.500.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 212.500 kr.
 • Nývirði bíls : 9.000.000 kr.  Mánaðarlegt gjald í rekstrarleigu: 225.000 kr.

Verð rekstrarleigu gildir fyrir fólksbíla og sendibíla frá Ford og Citroën og fólksbíla frá Volvo og Mazda.

Rekstrarleiga á bílum er hluti af einstaktri þjónustu hjá Brimborg sem við köllum fyrirtækjalausnir Brimborgar. Þar tvinnum við saman úrval heimsfrægra vörumerkja og margvíslega þjónustu Brimborgar til hagsbóta fyrir fyrirtæki. Kynntu þér fyrirtækjalausnir Brimborgar.

Komduhringdusendu fyrirspurn eða spjallaðu við okkur og fáðu nánari upplýsingar um rekstrarleigu á nýjum bílum hjá Brimborg.

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré