Fara í efni

Hleðslustöðvar til sölu

Hleðslustöðvar og annar hleðslubúnaður fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki.

Íslensk Bílorka hefur opnað nýja vefsíðu og vefverslun sem nálgast má hér.

Íslensk Bílorka er hreyfiafl orkuskipta með það að markmiði að styrkja hleðsluinnviði fyrir rafbíla á Íslandi. Íslensk Bílorka sérhæfir sig í hleðslustöðvum og uppsetningu þeirra og öðrum hleðslubúnaði til að hraða orkuskiptum á Íslandi og er hluti af Brimborgar samsteypunni.

Gresgying er öflugur kínverskur framleiðandi bæði AC hleðslustöðva fyrir heimili, fyrirtæki og sumarhús og öflugra DC hraðhleðslustöðva fyrir fyrirtæki og rekstraraðila hraðhleðsluneta. Góð reynsla á Íslandi en 22 kW AC Wallbox stöðvarnar og einnig hraðhleðslustöðvar í stærðum 30 kW, 60 kW, 120 kW og 180 kW hafa verið í notkun á Íslandi frá því snemma árs 2023.

Hleðslustöðvar: Smart Wallbox 22 kW AC hleðslustöðvar fyrir heimili, sumarbústaði og minni fyrirtæki á mjög hagstæðu verði. Einföld, þriggja fasa ódýr hleðslustöð sem hentar fyrir hleðslu eins bíls við heimili, minni fyrirtæki og sumarbústaði en ekki fyrir stærri kerfi t.d. í fjölbýlishús. Stöðvarnar fást með þremur kapallengdum þ.e. 5 metrar, 7 metrar og 10 metrar. Auðvelt er að tengja hana við einn fasa af aðstæður leyfa ekki þriggja fasa tengingu.

Hleðslukaplar: Hleðslukaplar til að vera með í skottinu sem henta til að tengja sig við AC stöðvar sem eru án kapla t.d. við veitingastaði, verslanir, gististaði, tjaldstæði eða heima ef stöðin er án kapals. Kaplarnir eru í tveimur lengdum, 7,5 metrar og 10 metrar.

Ferðahleðslutæki: Tækið er með Suko tengli og má setja í samband við 16 ampera innstungu og hentar að hafa í bílnum ef aðstæður koma upp þar sem ekki er í boði hleðsla með öðrum öflugri stöðvum. Hleðslugetan er stillanleg að 6, 8 eða 10 amperum.

Í vefverslun getur þú skoðað úrval hleðslustöðva, hleðslukapla, ferðahleðslutækja og hraðhleðslustöðva og sent okkur fyrirspurn.

Leiðbeiningar fyrir app uppsetningu fyrir hleðslustöðvar. Smelltu hér.

 

Vefspjall