Hleðslustöðvar til sölu
Hleðslustöð fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki
Íslensk bílorka í samvinnu við Brimborg býður gæða Gresgying Smart Wallbox 22 kW AC hleðslustöð fyrir heimili, sumarbústaði og minni fyrirtæki á mjög hagstæðu verði. Einföld og ódýr hleðslustöð sem hentar fyrir hleðslu eins bíls við heimili, minni fyrirtæki og sumarbústaði en ekki fyrir stærri kerfi t.d. í fjölbýlishús.
Gresgying er öflugur kínverskur framleiðandi bæði AC hleðslustöðva fyrir heimili, fyrirtæki og sumarhús og öflugra DC hraðhleðslustöðva fyrir fyrirtæki og rekstraraðila hraðhleðsluneta. Góð reynsla á Íslandi en 22 kW AC Wallbox stöðvarnar og einnig hraðhleðslustöðvar í stærðum 60 kW, 120 kW og 180 kW hafa verið í notkun á Íslandi frá því snemma árs 2023
Íslensk bílorka er hreyfiafl orkuskipta með það að markmiði að styrkja hleðsluinnviði fyrir rafbíla á Íslandi. Íslensk bílorka sérhæfir sig í hleðslustöðvum og uppsetningu þeirra til að hraða orkuskiptum á Íslandi og er hluti af Brimborgar samsteypunni.
Þú getur sent inn fyrirspurn um eða pantað hleðslustöð og uppsetningu með því að smella hér og fylla út formið.
Smelltu og fylltu út formið
Leiðbeiningar fyrir app uppsetningu
Hægt er að nota hleðslustöðina með því að hafa hana alveg opna en einnig er hægt að tengja við hana app frá framleiðanda. Til að tengjast hleðslustöðinni með appi framleiðanda í farsíma þá hleður þú niður tveimur öppum annaðhvort frá APP Store (IOS) eða Google store (Android). Öppin heita CP Tool og EVSElink.
Smelltu svo á hlekkinn hér til að sjá myndband með leiðbeiningu um hvernig stöðin er tengd.