Brimborg bílaumbođ

Um Brimborg

Brimborg bílaumbođ | Sagan í ártölum

Fyrsti kafli: Upphafiđ hefst á bílaviđgerđum

• 1964 - Bílaverkstćđiđ Ventill stofnađ af Jóhanni J. Jóhannssyni.
• 1969 - Innflutningur á bílavarahlutum hafinn.
• 1971 - Eigiđ húsnćđi í Ármúla 23 - bílaverkstćđi, varahlutaverslun, sýningarsalur og skrifstofur.
• 1973 - Sala saumavéla hefst.

Annar kafli: Sala bíla og atvinnutćkja
• 1977 - Sala og dreifing Daihatsu bifreiđa frá Japan hefst. Bifreiđaumbođiđ Brimborg stofnađ.
• 1988 - Volvo Cars, Volvo Trucks, Volvo Buses, Volvo Penta og Volvo vinnuvéla umbođ yfirtekin.
• 1995 - Ford bílaumbođiđ tekiđ yfir. Viđskiptasambandi komiđ á viđ Ford í Evrópu og Ford í Ameríku.

Ţriđji kafli: Vöxturinn heldur áfram
• 1996 - Ţórshamar á Akureyri keyptur og breytt í Brimborg Akureyri.
• 1999 - Brimborg flytur í ný og sérhönnuđ 8.000 fermetra húsakynni á Bíldshöfđa 6 í Reykjavík. 
• 2000 - Citroën bílaumbođiđ bćtist viđ starfsemina. MAX1 opnar fyrsta verkstćđiđ á Breiđhöfđa 1.
• 2003 - Kjörorđ fyrirtćkisins „Öruggur stađur til ađ vera á“ kynnt til sögunnar og ný gćđastefna mörkuđ.
• 2004 - Volvo atvinnutćkjasviđ eflt og nýtt skipulag innleitt. 
• 2005 - Mazda bílaumbođiđ bćtist viđ starfsemina. Nýtt húsnćđi á Bíldshöfđa 8 tekiđ undir starfsemi Mazda og Citroën. MAX1 verkstćđiđ á Breiđhöfđa flytur á Bíldshöfđa 5a.
• 2006 - Nýtt MAX1 verkstćđi opnađ á Bíldshöfđa 8.
• 2007 - MAX1 opnar viđ Jafnasel 6. Brimborg tekur yfir starfsemi Vélalands á Vagnhöfđa 21. Gćđastjórnunarkerfi Brimborgar fćr ISO 9001 vottun.
• 2008 - MAX1 opnar verkstćđi viđ Knarrarvog 2. Eitt fullkomnasta upplýsingatćknikerfi fyrir bílgreinina tekiđ í notkun. Kerfiđ byggir á Microsoft Dynamics AX og lausn fyrir bílaumbođ frá íslenska fyrirtćkinu Annata.
• 2009 - Samstarf viđ amerísku bílaleigurnar Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental hefst. Saga Car Rental bćtist viđ starfsemina. Afgreiđslustađir fyrir bílaleigurnar á fimm stöđum á landinu. Ţćr ná skjótt sterkri stöđu á ferđamarkađnum. Nýtt verkstćđi MAX1 opnađ viđ Dalshraun í Hafnarfirđi.
• 2010 - Nýtt verkstćđi Vélalands opnađ viđ Dalshraun í Hafnarfirđi. Bćtist viđ starfsemi Vélalands viđ Vagnhöfđa í Reykjavík.
• 2011 - Nýtt verkstćđi Vélalands opnar í Jafnaseli 6.

Fjórđi kafli: Sókn í kjölfar bankahruns
• 2013 - Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 hrundu allir markađir Brimborgar m.a. bíla- og tćkjasala en starfsmönnum fyrirtćkisins tókst ađ laga sig ađ gjörbreyttum ađstćđum og helmings samdrćtti í tekjum međ breyttu skipulagi, auknum tekjum á nýjum sviđum, aukinni ţjónustu og lćkkun kostnađar.
• 2014 - Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni. Ađgerđir í kjölfar bankahruns hafa styrkt fyrirtćkiđ sem hefur aldrei veriđ öflugra til ađ veita framúrskarandi ţjónustu og ná aukinni hlutdeild á markađi međ samkeppnishćfu verđi í harđri samkeppni.

Saga Brimborgar - í fremstu röđ í 50 ár
Saga bifreiđaumbođsins Brimborgar er viđburđarrík og ađ sumu leyti ćvintýraleg og hefur starfsemi fyrirtćkisins tekiđ stakkaskiptum síđan grunnurinn var lagđur fyrir 50 árum. Fyrirtćkiđ var stofnađ áriđ 1977 ţegar innflutningur hófst á Daihatsu bílum frá Japan en ađdragandann má rekja til ársins 1964.

Ventlaviđgerđir viđ Köllunarklettsveg
Áriđ 1964 tók bílaverkstćđiđ Ventill til starfa viđ Köllunarklettsveg međ ventlaviđgerđir sem sérgrein. Fljótlega tók fyrirtćkiđ ađ sér ţjónustu á Toyota bílum og í framhaldi af ţví var áriđ 1969 stofnuđ varahlutaţjónusta um ţann rekstur undir nafninu Toyota varahlutaumbođiđ. Tengingin viđ Toyota tók á sig ýmsar myndir og ein ţeirra var innflutningur á Toyota saumavélum sem hófst áriđ 1973. Saumavélarnar áttu heldur betur eftir ađ koma viđ sögu Brimborgar síđar.

Međ ţessum skrefum var fyrsti kaflinn í sögu bílaumbođsins Brimborgar hafinn en hann stóđ yfir í tíu ár og jókst velta fyrirtćkisins stöđugt.

Saumavélin markar sporin
Um miđjan áttunda áratuginn varđ ljóst ađ Toyota umbođiđ ćtlađi sér ađ taka viđ allri viđgerđar- og varahlutaţjónustu á Toyota bílum og ţví urđu eigendur Ventils og Toyota varahlutaumbođsins ađ finna fyrirtćkjum sínum nýjan rekstrargrundvöll. Í ţeirri ţróun komu Toyota saumavélarnar viđ sögu en fyrir milligöngu framleiđanda ţeirra komst á samband viđ japanska bílaframleiđandann Daihatsu.

Sambandiđ viđ Daihatsu átti eftir ađ reynast happadrjúgt. Samningur um innflutning og einkaumbođ fyrir Daihatsu bíla var undirritađur áriđ1976 og ári síđar tók Brimborg formlega til starfa. Tímasetningin var góđ. Daihatsu hafđi međ fyrsta Daihatsu bílnum fangađ athygli heimsbyggđarinnar sem dáđist ađ knáa bílnum međ kýraugunum. Daihatsu bílar seldust vel á Íslandi á ţessum árum, sérstaklega um miđjan níunda áratuginn.

Ţar međ var annar kaflinn í sögu Brimborgar hafinn.

Brimborg yfirtekur Volvo umbođiđ
Ţann 22. júlí 1988 urđu kaflaskipti í sögu Brimborgar ţegar fyrirtćkiđ keypti Velti h.f. sem var međ Volvo bílaumbođiđ á Íslandi. Í kjölfariđ voru gerđir samningar um einkaumbođ Brimborgar fyrir Volvo á Íslandi. Viđ ţađ jukust umsvif fyrirtćkisins verulega ţví međ umbođinu fylgdu allar framleiđsluvörur Volvo, fólks- og vörubílar, langferđabílar og strćtisvagnar, Volvo Penta báta- og ljósavélar, vinnuvélar og vökvadćlur, auk viđhalds- og varahlutaţjónustu. Á sama tíma hóf Brimborg innflutning á ýmsum öđrum vörum s.s HIAB vörubílskrönum, Focolift vörulyftum, Multilift gámakrókum, Hultsteins kćlitćkjum fyrir vörubíla, Pirelli og Nokian hjólbörđum og Zetterbergs vörubílspöllum.

Volvo fólksbílar byggđu á afar góđum grunni á Íslandi og var jafnvel talađ um Volvo sem fasteign á hjólum. Volvo bílar voru afar endingargóđir og áreiđanlegir og hafđi tilkoma Volvo mikil áhrif á ţá stefnu sem rekstur Brimborgar tók á nćstu árum. Áfram var byggt á traustum og öruggum grunni enda tók Brimborg viđ Volvo á tímamótum ţar sem hinir vinsćlu Volvo 850 bílar voru vćntanlegir og margar nýjungar í öryggismálum voru kynntar til sögunnar árin á eftir.

Ţar međ var ţriđji kaflinn í sögu bifreiđaumbođsins Brimborgar hafinn.

Brimborg kaupir Ford-umbođiđ og Citroën-umbođiđ
Ţann 31. janúar 1995 urđu önnur kaflaskipti í sögu Brimborgar ţegar fyrirtćkiđ yfirtók Ford og Citroën umbođin af Globus. Samningar um einkaumbođ fyrir Ford og Citroën voru í höfn. Í upphafi var lögđ áhersla á uppbyggingu Ford vörumerkisins á Íslandi. Međ Ford umbođinu fylgdu allar framleiđsluvörur Ford Motor Company: Fólksbílar, sendibílar, jeppar, pallbílar og hópferđabílar, auk verkstćđis- og varahlutaţjónustu.

Yfirtaka Brimborgar á Ford var afar mikilvćgt skref. Ford er međ stćrstu bílaframleiđendum heims og einn sá allra ţekktasti. Eftir yfirtökuna hafđi Brimborg ţví leiđandi bílaframleiđanda innan sinna rađa. Enn og aftur var tímasetningin hjá Brimborg góđ ţví Ford hafđi nýlega kynnt til sögunnar bíl sem ćtlađ var ađ leiđa sókn merkisins um allan heim, hinn nútímalega Ford Mondeo. Grunnurinn til nćstu ára var ţví orđinn mjög traustur og nokkrum árum síđar bćttist Ford Focus viđ framleiđslulínuna og jók hann enn frekar velgengni Ford merkisins á Íslandi.

Brimborg kaupir Ţórshamar á Akureyri
Ţann 1. október 1996 urđu enn ein kaflaskiptin í sögu Brimborgar ţegar fyrirtćkiđ keypti Ţórshamar á Akureyri. Nafni fyrirtćkisins var breytt í Brimborg Akureyri en ţetta var í fyrsta skipti sem bílaumbođ opnađi fullbúiđ útibú utan Reykjavíkur sem var ađ fullu í eigu ţess. Markmiđ Brimborgar međ ţessum kaupum var ađ styrkja stöđu fyrirtćkisins á landsbyggđinni og bćta ţjónustuna viđ fjölmarga trygga viđskiptavini úti á landi.

Ţar međ var fjórđi kaflinn í sögu bílaumbođsins Brimborgar hafinn.

Brimborg flytur í sérhannađ húsnćđi
Áriđ 1999 var tímamótaár í rekstri Brimborgar - en ađeins međ sérhannađri ađstöđu á Bíldshöfđa 6 var hćgt ađ ná ţví stóra markmiđi ađ vera bílaumbođiđ međ bestu ţjónustuna. Húsnćđiđ á Bíldshöfđa var sérhannađ fyrir ţarfir Brimborgar og var vandađ til verka.

MAX1 Bílavaktin fćđist og Citroën endurfćđist
Ţann 1. nóvember áriđ 2000 opnađi Brimborg MAX1 Bílavaktina en fyrirtćkiđ sér um alla almenna hrađţjónustu fyrir allar tegundir bíla. Verkstćđi MAX1 eru nú fjögur: Bíldshöfđa 5a, Knarrarvogi 2, Jafnaseli 6 og Dalshrauni 5, Hafnarfirđi.

Í nóvember áriđ 2000 hóf Brimborg einnig endurmarkađssetningu Citroën á Íslandi, en ţá hafđi vörumerkiđ ekki veriđ til sölu hér á landi í átta ár. Á stuttum tíma var ţjónustan styrkt og salan aukin og hiđ fornfrćga vörumerki Citroën er nú eitt öflugasta franska bílamerkiđ á Íslandi. Citroën hafđi á ţessum tíma komist klakklaust í gegnum mikla endurskipulagningu og nýir og spennandi bílar komu í röđum frá fyrirtćkinu. Citroën Saxo, Berlingo, Xsara Picasso og C5 voru allt gríđarlega vinsćlir bílar á meginlandinu og státuđu af framúrskarandi hönnun, hefđbundnum Citroën ţćgindum og rekstarhagkvćmni sem eftirspurn var eftir á Íslandi. Sala og ţjónusta á Citroën fer fram á Bíldshöfđa 8, örstutt frá höfuđstöđvum Brimborgar.

Brimborg ţrefaldast ađ stćrđ á ađeins fjórum árum
Undir kjörorđinu „öruggur stađur til ađ vera á“ og nýrri gćđastefnu óx starfsemi Brimborgar gríđarlega á árunum 2001-2005 og ţrefaldađist fyrirtćkiđ ađ stćrđ. Svo hrađur vöxtur hefur óhjákvćmilega í för međ sér vaxtarverki en samhentur hópur Brimborgara tókst á viđ verkefniđ af skynsemi og lagđi á sig mikla vinnu samhliđa vextinum.

Brimborg tekur yfir Mazda bílaumbođiđ
Ţann 1. október 2005 tók Brimborg viđ Mazda bílaumbođinu á Íslandi en Mazda bílar hafa lengi veriđ ţekktir fyrir gćđi. Mazda voru međ mest seldu bílum landsins árin 1978 - 1987 og áttu ţeir dyggan hóp ađdáenda. Mazda bílar skera sig úr asísku samkeppninni međ ţví ađ bjóđa óvenju glćsilega hönnun í bland viđ japönsk gćđi og áreiđanleika.

Húsnćđi Mazda er á Bíldshöfđa 8 í Reykjavík, steinsnar frá ađalstöđvum Brimborgar. Ţar veitir Brimborg alhliđa ţjónustu fyrir Mazda eigendur samkvćmt gćđastöđlum Mazda.

Áriđ 2005 var auk ţess tekiđ stórt skref í ađ bćta ţjónustu viđ Citroën eigendur enn frekar ţegar opnađur var nýr sýningarsalur og verkstćđi í samrćmi viđ ýtrustu gćđakröfur framleiđanda Citroën.

Vélaland bílaverkstćđi bćtist í hópinn
Áriđ 2007 tók Brimborg yfir rekstur Vélalands bílaverkstćđis sem hefur eflst og dafnađ síđan. Áriđ 2014 eru starfsstöđvar Vélalands á ţremur stöđum, á Bíldshöfđa 8, viđ Jafnasel 6 og viđ Dalshraun 5 í Hafnarfirđi. Vélaland bílaverkstćđi á sér langa sögu og var fyrirtćkiđ stofnađ áriđ 1949. Reyndir starfsmenn Vélalands sinna allri hefđbundinni viđgerđarţjónustu fyrir bíla og auk ţess sérhćfđum vélaviđgerđum.

Gćđastjórnunarkerfi Brimborgar fćr vottun
Í febrúar 2007 hlaut gćđastjórnunarkerfi Brimborgar ISO 9001 alţjóđlega gćđavottun, fyrst bílaumbođa og gćđastefna Brimborgar uppfćrđ.

Brimborg innleiđir háţróađ upplýsingatćknikerfi
Brimborg hóf innleiđingu á einu fullkomnasta upplýsingatćknikerfi bílgreinarinnar (DMS, eđa Dealer Management System) í október 2007. Innleiđingin tókst frábćrlega og henni lauk á ađeins 6 mánuđum eđa um voriđ 2008. Hugbúnađurinn byggir í grunninn á stöđluđum Microsoft Dynamics AX viđskiptahugbúnađi sem Annata, m.a. í samvinnu viđ Brimborg, nýtir til ađ ţróa víđtćka bílgreinalausn sem heitir Annata IDMS. Viđ ţróun kerfisins var lögđ áhersla á stađlađar lausnir til ađ tryggja áreiđanleika, sveigjanleika og lágan rekstrarkostnađ. Ţannig var Brimborg gert kleift ađ ţróa á einfaldan hátt nýjar ţjónustulausnir fyrir viđskiptavini sína en um leiđ lćkka kostnađ viđ rekstur upplýsingatćknikerfisins. Árangurinn er framar vonum og hefur leitt til ţess ađ IDMS-lausn Annata er notuđ í bílgreininni víđa um heim.

Brimborg hefur bílaleigurekstur
Í samrćmi viđ stefnu Brimborgar var tekin sú ákvörđun ađ hefja rekstur bílaleigu fyrir ţann 1. febrúar 2009 en mikil samlegđ er milli reksturs bílaumbođs og bílaleigu. Vel ţekkt vörumerki í heimi bílaleiga, Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental, bćttust ţá formlega viđ starfsemi Brimborgar auk ţess sem Brimborg festi kaup á bílaleigunni Saga Car Rental. Starfsstöđvar Dollar, Thrifty og Saga Car Rental eru á fimm stöđum á landinu, á Bíldshöfđa 8, Blikavelli 3 í Keflavík, viđ Tryggvabraut 5 á Akureyri., á Akureyrarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Bílaleigureksturinn hefur gengiđ mjög vel og styrkt stođir Brimborgar og er bílaflotinn ađ jafnađi um 500 - 600 bílar á háannatíma á sumrin.

Sókn í kjölfar bankahruns
Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 urđu miklar og hrađar breytingar á rekstrarumhverfi Brimborgar. Bílamarkađir og markađir fyrir atvinnutćki hrundu og mikil verđbólga og gengisfall krónunnar ollu miklum kostnađarhćkkunum á sama tíma og tekjuhrun varđ vegna falls markađa. Á ţeim sex árum sem liđin eru frá bankahruni hafa starfsmenn Brimborgar nýtt reynslu sína og ţekkingu til ađ laga fyrirtćkiđ ađ nýju umhverfi. Áriđ 2014 fagnar Brimborg 50 árum í bílgreininni og fer öflugra en nokkru sinni inn í framtíđina til ađ veita viđskiptavinum sínum framúrskarandi ţjónustu.

Brimborg í dag
Brimborg er í dag orđiđ eitt öflugasta fyrirtćki landsins í innflutningi, sölu, ţjónustu og útleigu á farar- og flutningatćkjum til atvinnurekstrar eđa einkanota. Uppgangur Brimborgar hefur veriđ mikill. Fyrirtćkiđ rekur í dag bílaumbođ, bílasölu, bílaleigu og víđtćka varahluta- og verkstćđisţjónustu fyrir bíla og atvinnutćki í hćsta gćđaflokki.

Áratugareynsla starfsmanna 
Ţótt auđur hvers fyrirtćkis felist ađ miklu leyti í góđu skipulagi og rekstri er mannauđurinn ekki síđur mikilvćgur. Ţar hefur Brimborg miklu láni ađ fagna og margir af ríflega 200 starfsmönnum fyrirtćkisins hafa starfađ hjá ţví í yfir 20 ár. Ţetta er ţrautţjálfađ fólk međ mikla reynslu og ţekkingu og slík tryggđ starfsmanna viđ fyrirtćki í harđri samkeppni er ómetanleg.

Ađrar upplýsingar um Brimborg ehf.

Svćđi

Brimborg er bílaumbođ ţar sem fást nýir bílar og notađir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Bođiđ er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtćkjum hjá Brimborg. Uppítaka býđst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til ađ tryggja ánćgju viđskiptavina og af sömu ástćđu tökum viđ ábyrgđ bílasala alvarlega og fylgjum reglum ţar ađ lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstćđi fyrir bíla sína og til ađ tryggja hátt ţjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af ţjónustuframbođi Brimborgar ţar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutćki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strćtisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré