Fara í efni

Stefna um vernd uppljóstrara

Stefna Brimborgar um vernd uppljóstrara byggir á sjálfbærnistefnu félagsins og undirstefnum hennar sem eru að finna hér á vefnum og er í samræmi við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, sem kynnt var til sögunnar árið 2003. Stefnur og markmið félagsins skulu ávallt endurspeglast í gildum þess og loforði skipulagsins um að vera öruggur staður til að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Kjörorð fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Brimborg skuldbindur sig í samræmi við lög nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara að stuðla að opnu og heiðarlegu starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur tilkynnt um óeðlilega háttsemi, lögbrot eða brot á góðum viðskiptaháttum án ótta við hefndaraðgerðir. Þessi stefna miðar að því að tryggja vernd uppljóstrara í samræmi við lög.

Lög þessi gilda um starfsfólk sem greinir frá upplýsingum eða miðlar gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi félagsins. Með góðri trú er átt við að starfsfólk hafi góða ástæðu til að telja gögnin eða upplýsingarnar sem miðlað er séu réttar, það sé í þágu almennings að miðla þeim og að viðkomandi eigi ekki annan kost til að koma í veg fyrir þau brot eða þá háttsemi sem um ræðir. Með ámælisverðri háttsemi er átt við hátterni sem stefnir almannahagsmunum í hættu, t.d. hátterni sem ógnar heilsu eða öryggi fólks eða umhverfi, án þess að um sé að ræða augljóst brot á lögum eða reglum. Starfsfólk í skilningi laganna er sá eða sú sem hefur aðgang að upplýsingum eða gögnum um starfsemi vinnuveitanda vegna hlutverks síns, þ.m.t. ráðinn, settur, skipaður, sjálfstætt starfandi verktaki, stjórnarmaður, starfsnemi, tímabundinn starfsmaður og sjálfboðaliði. Viðkomandi nýtur verndar samkvæmt ákvæðum laga þessara eftir að hlutverki hans lýkur.

Markmið stefnunnar

 • Veita starfsmönnum öruggt og traust ferli til að tilkynna um óeðlilega háttsemi.
 • Tryggja að allar tilkynningar séu rannsakaðar með faglegum hætti.
 • Vernda uppljóstrara gegn hefndaraðgerðum og tryggja að þeir gjaldi þess ekki í starfi.

Tilkynningarferli

Tilkynning

 • Starfsfólk skal tilkynna atvik til næsta yfirmanns eða beint til yfirstjórnar sem þeir telja að séu lögbrot eða á mörkum góðra viðskiptahátta eða góðs siðferðis.
 • Tilkynningar skulu vera eins nákvæmar og mögulegt er, þar með talið upplýsingar um atvikið, aðila sem tengjast því og önnur gögn sem styðja tilkynninguna.

Rannsókn

 • Allar tilkynningar verða rannsakaðar af óháðum aðila innan fyrirtækisins eða með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga ef þörf krefur.
 • Við rannsókn er fyllsta trúnaðar gætt og uppljóstrari verður upplýstur um framvindu málsins eftir því sem við á.

Vernd uppljóstrara

 • Brimborg skuldbindur sig til að vernda uppljóstrara gegn hvers kyns hefndaraðgerðum, svo sem einelti, mismunun, uppsögn eða öðrum neikvæðum aðgerðum í kjölfar tilkynningar.
 • Ef uppljóstrari verður fyrir hefndaraðgerðum skal hann tilkynna það tafarlaust til mannauðsstjóra eða annarra yfirmanna.

Trúnaður

 • Allar tilkynningar og rannsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
 • Nafn uppljóstrara og aðrar persónulegar upplýsingar verða aðeins birtar ef lög krefjast þess eða með samþykki uppljóstrara.

Réttindi og skyldur uppljóstrara

Réttindi:

 • Uppljóstrarar hafa rétt til að fá upplýsingar um niðurstöðu rannsóknar, að því marki sem lög og reglur leyfa.
 • Uppljóstrarar eiga rétt á vernd gegn hefndaraðgerðum og tryggingu þess að þeir verði ekki fyrir neikvæðum afleiðingum í starfi.

Skyldur:

 • Uppljóstrarar skulu veita allar nauðsynlegar upplýsingar til að hægt sé að rannsaka málið á fullnægjandi hátt.
 • Uppljóstrarar skulu tilkynna af heilindum og ekki leggja viljandi fram rangar eða villandi upplýsingar.

Viðbrögð við brot á stefnu

 • Ef brotið er gegn stefnu þessari, hvort sem er af yfirmanni eða öðrum starfsmanni, mun Brimborg grípa til viðeigandi ráðstafana sem geta falið í sér agaviðurlög, uppsögn eða lagalegar aðgerðir.

Uppfært 26.5.2024

Vefspjall