Fara í efni

Nýir bílar

Nýir bílar hjá Brimborg

Upplifðu öruggari, sparneytnari og umhverfisvænni akstur með nýjum bíl frá Ford, Volvo, Peugeot, Mazda, Citroën, Polestar eða Opel . Skoðaðu allt úrvalið, verðið, tilboðin, myndirnar, tækniupplýsingarnar og ítarlegar upplýsingar um allar gerðir nýrra bíla frá þessum heimsþekktu framleiðendum í Vefsýningarsalnum eða með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

Brimborg er með úrval sýningarbíla og reynsluakstursbíla bæði á Bíldshöfða í Reykjavík og á Tryggvabraut á Akureyri. Þú getur bókað reynsluakstur annaðhvort með því að finna áhugaverðan bíl í Vefsýningar og óska eftir reynsluakstri eða pantað reynsluakstur hjá Góa snjallmenni. Nú eða mætt á staðinn.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Opið allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Í Vefsýningarsal nýrra bíla geturðu skoðað allar gerðir bíla frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën, Peugeot, Polestar og Opel – hvort sem þær eru á lager eða í pöntun.  Þegar þú finnur bíl sem vekur áhuga þinn, geturðu sent fyrirspurn beint af vefnum, óskað eftir tilboði eða bókað reynsluakstur og færð þá svar frá söluráðgjöfum okkar um hæl á opnunartíma.

Kynntu þér fjölbreytt úrval, frábært verð og framúrskarandi þjónustu. Við erum sannfærð um að þú finnir rétta bílinn fyrir þig hjá Brimborg!

Vefsýningarsalur nýrra bíla

Nýir bílar | Verðlistar - Búnaður - Tækniupplýsingar

Þú getur fundið verðlista með búnaði og tæknilýsingu með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

Skilmálar við kaup nýrra bíla.

Brimborg áskilur sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi gjaldmiðla m.v. gengi á verðlista. Birt kaupverð er með virðisaukaskatti og öðrum opinberum innflutningsgjöldum nema annað sé tekið fram t.d. þegar um er að ræða atvinnubíla sem uppfylla skilyrði um innsköttun virðisaukaskatts hjá fyrirtækjum.

Verð án sérstaks styrks frá Orku- og loftslagssjóði er fullt verð en verð með styrk frá Orku- og loftslagssjóði gerir ráð fyrir að kaupandi nýti sér styrk sem er í boði á hverjum tíma sem býðst við kaup á rafbílum. Kaupandi greiðir fullt verð til Brimborgar við kaupin en á rétt á styrk til kaupa á rafbíl sem kaupandi sækir um á www.island.is/rafbilastyrkir.

Verð bíls, aukabúnaðar, staðalbúnaður hans, tilboð ef um ræðir og uppítökuverð eldri bíls er ekki bindandi af hálfu Brimborgar fyrr en kaupandi og söluráðgjafi Brimborgar hafa skrifað undir kaupsamning. Innifalið í kaupverði er nýskráning. Komi til breytinga á lögum um opinber gjöld áður en kaupverð bílsins er greitt þá breytist verð bifreiðarinnar í samræmi.

Leiguverð í langtímaleigu er með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram t.d. þegar um er að ræða atvinnubíla sem uppfylla skilyrði um innsköttun virðisaukaskatts hjá fyrirtækjum. Leiguverð er háð tilteknum skilmálum sem má finna á langtímaleiguvef Brimborgar https://langtimaleigaabil.is/.

Ábyrgð: Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár að lágmarki og í sumum tilvikum allt að fimm ár frá afhendingu bifreiðar. Ábyrgð framleiðanda og Brimborgar er síðan mismunandi eftir framleiðanda og bíltegund skv. nánari upplýsingum hér.

Söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustuskilmála en ítarlegri upplýsingar fylgja í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins.

Hlunnindamat bíla fyrir full afnot bíls hjá vinnuveitanda

Munurinn á hlunnindum skatts vegna rafbíla og eldsneytisbíla er verulegur. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að hraða orkuskiptum í samgöngum og hafa því gert breytingar á útreikningi bifreiðahlunninda. Það er hagstæðara að vera á rafbíl sem hlunnindabíl, bæði fyrir launþega og vinnuveitanda.

Fjárhagslegur ávinningur launþega: Launþegar sem nota rafbíl sem hlunnindabíl greiða lægri tekjuskatt af hlunnindum þar sem hlunnindamat af stofni til hlunninda er lægra. Þetta skilar sér í lægri árlegum kostnaði fyrir launþegann.

Ávinningur vinnuveitanda: Fyrirtæki sem skipta yfir í rafbíla spara eldsneytiskostnað og minnka rekstrarkostnað. Rafbílar eru einnig umhverfisvænni og kolefnisspor þeirra við akstur er ekkert sem styrkir jákvæða ímynd fyrirtækisins.

Hlunnindamat: Nýtt hlunnindamat rafbíla er 17% ef launþegi hleður bílinn á sinn kostnað og sér um þrif en jarðefnaeldsneytisbílar eru áfram í 28%. Þetta þýðir að tekjuskattur starfsfólks af hlunnindum er lægri fyrir rafbíla. Þjónustuskoðanir og viðgerðir eru áfram á kostnað vinnuveitanda en um leið miklu lægri en á eldsneytisbíl.

Rafbílastyrkur: Rafbílar fá styrk frá Orkusjóði, sem lækkar stofn til hlunnindamats og lækkar þar með tekjuskatt launþega.

Kaup eða langtímaleiga: Sömu reglur gilda hvort sem fyrirtækið kaupir bíllinn eða leigir hann t.d. í langtímaleigu. Ef bíllinn er leigður þá er verð eins bíls lagt til grundvallar hlunnindamati.

Nýr eða notaður bíll: Sömu reglur um hlunnindamat gilda hvort sem bíllinn sé keyptur eða leigður nýr eða notaður. Afskrifa má stofn til hlunnindamats um 10% á ári að hámarki 50%. Ef keyptur er notaður bíll og hann er sem dæmi 2 ára þá má afskrifa stofninn um 20%. Ef keyptur er nýr bíll þá er stofninn fyrsta árið full verð en afskrifast síðan á hverju ári um 10%.

Dæmi:

Eldsneytisbíll:
Ef keyptur er bíll á 10.000.000 kr. (eða leigður) þá er hlunnindamat hans 28% eða 2.800.000 kr. Af þeirri tölu er reiknaður tekjuskattur miðað við skattþrep launþegans. Ef launþeginn er í hæsta skattþrepi t.d. 47% þá er tekjuskattur á ári af hlunnindunum 1.316.000 kr.

Rafbíll: Ef keyptur er rafbíll á 10.000.000 kr. (eða leigður) þá er hægt að sækja um styrk hjá Orku- og loftslagssjóði fyrir fólksbíla allt að 10.000.000 kr og nemur styrkurinn 900.000 kr. á árinu 2025. Hlunnindamatið er 17% ef launþegi sér um rekstrarkostnað (rafmagn og þrif) og þá er hlunnindamatið 1.547.000 kr. Af þeirri tölu er reiknaður tekjuskattur miðað við skattþrep launþegans. Ef launþeginn er í hæsta skattþrepi t.d. 47% þá er tekjuskattur á ári af hlunnindunum 727.090 kr. eða nálægt því að vera um helmingi lægra.