Fara í efni

Innkaupastefna

Innkaupastefna Brimborgar

Innkaupastefna Brimborgar byggir á sjálfbærnistefnu félagsins og undirstefnum hennar sem eru að finna hér á vefnum og er í samræmi við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, sem kynnt var til sögunnar árið 2003. Stefnur og markmið félagsins skulu ávallt endurspeglast í gildum þess og loforði skipulagsins um að vera öruggur staður til að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Kjörorð fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Val á birgjum og öðrum samstarfsaðilum fer eftir því hversu vel þeir samræmast ofangreindum kröfum Brimborgar. Gera má undantekningar að höfðu samráði við innkaupanefnd og að teknu tilliti til eðlis þjónustu birgja og stærðar hans.

Brimborg stefnir að því að ökutækjafloti félagsins sem er notaður í almennan rekstur þess og ökutæki í eigu Brimborgar sem starfsfólk og stjórnendur hafi aðgang að verði 90% rafknúinn í lok árs 2024. Færa þarf sérstök rök fyrir því að ökutæki í notkun sé ekki rafknúið og sama á við þegar endurnýja á ökutæki. Í lok árs 2025 verði ökutækjaflotinn alfarið rafknúinn.

Birgjar innanlands

Við kaup á vörum og þjónustu er horft til gæða, sjálfbærnisjónarmiða, þjónustustigs og verðs og ákvarðanir um samninga eða stærri kaup eru ávallt teknar af innkaupanefnd. Við stærri samninga er metið hvort eigi að fara í útboð og hvers eðlis útboðið skal vera og sömuleiðis er horft til viðskiptasögu birgja hjá Brimborg.

Í samræmi við stefnu Brimborgar og markmið um rafbílahlutfall í flota Brimborgar verður gerð sama krafa til birgja félagsins og samstarfsaðila.

Innkaupaferli eru gagnsæ, gætt er jafnræðis og lögð áhersla á hagkvæmni í samhengi við gæði við innkaup með fyrrgreindar áherslur í huga.

Birgjar erlendis

Brimborg á yfirleitt í langtímaviðskiptasamböndum við erlenda birgja og þegar ákvarðanir eru teknar um að taka upp viðskiptasamband við erlendan aðila er einnig horft til gæða, sjálfbærnisjónarmiða, þjónustustigs og verðs.

Innkaupaferli eru gagnsæ og lögð áhersla á að hlýta ferlum erlendra birgja til að tryggja gæði áfram til viðskiptavina Brimborgar.

Here you can find the Procument Policy for Brimborg in english:

PROCUREMENT POLICY

Uppfært 5.6.2024

Vefspjall