Fara í efni

Ábyrgð bíla

Ábyrgð bíla

Ábyrgð nýrra bíla á Íslandi skv. íslenskum lögum er í megindráttum þannig að kaupandi hefur rétt til að bera fram kvörtun um galla í bíl í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar og þarf að sýna fram á að um galla sé að ræða. Það er lögbundið að veita einstaklingum (neytendum) þennan rétt en lögaðilar (fyrirtæki) geta samið sig frá lögbundinni ábyrgð bíla. Geri þeir það ekki gildir lögbundni tveggja ára kvörtunarrétturinn.

5 ára ábyrgð og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð á Ford, Mazda, Volvo og Polestar

Brimborg býður kaupanda Ford, Mazda, Volvo og Polestar bíla framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum hvers framleiðanda. Ábyrgð á drifrafhlöðu rafbíla er 8 ár skv. sérstökum skilmálum hvers framleiðanda. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.  Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir bæði fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla. Söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustuskilmála en ítarlegar upplýsingar fylgja í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins.   

7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu á Citroën, Peugeot og Opel

Brimborg býður nú Citroën, Peugeot og Opel bíla með víðtækri 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir bæði fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla. Söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustuskilmála en ítarlegar upplýsingar fylgja í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins. 

Nánari upplýsingar um ábyrgð bíla hjá Brimborg og framlengda verksmiðjuábyrgð er að finna á eftirfarandi vefsvæðum eða hjá söluráðgjöfum Brimborgar.

Panta tíma í ábyrgðarviðgerð

Þú getur pantað tíma fyrir ábyrgðarviðgerð á verkstæðum Brimborgar hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma, afbókar eða bókar fyrirspurn fyrir verkstæði Brimborgar hér.

Vefspjall