Ábyrgð bíla

Ábyrgð bíla

Ábyrgð nýrra bíla á Íslandi skv. íslenskum lögum er í megindráttum þannig að kaupandi hefur rétt til að bera fram kvörtun um galla í bíl í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Það er lögbundið að veita einstaklingum (neytendum) þennan rétt en lögaðilar (fyrirtæki) geta samið sig frá lögbundinni ábyrgð bíla. Geri þeir það ekki gildir lögbundni tveggja ára kvörtunarrétturinn.

Ábyrgð bíla framlengd

Framlengd ábyrgð bíla er góður kostur við kaup á nýjum bíl hjá Brimborg. Þá getur kaupandi, gegn gjaldi, valið um framlengda verksmiðjuábyrgð sem er háð tilteknum skilmálum. Söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustuskilmála og framlengda verksmiðjuábyrgð og skilmála hennar. Ítarlegar upplýsingar fylgja í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins.

Nánari upplýsingar um ábyrgð bíla hjá Brimborg og framlengda verksmiðjuábyrgð er að finna á eftirfarandi vefsvæðum eða hjá söluráðgjöfum Brimborgar.

Komduhringdu eða sendu fyrirspurn og fáðu nánari upplýsingar um ábyrgð bíla og framlengda verksmiðjuábyrgð bíla hjá Brimborg.

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré