Fara í efni

Hleðslustöðvar og hleðsluhraði

Hleðslustöðvar og hleðsluhraði er eitt af því sem þarf að huga að þegar kaupa á rafbíl. Ráðgjafar Brimborgar veita ítarlega ráðgjöf við fyrstu skrefin en hér er stutt yfirlit yfir hvað huga þarf að. 

100% hreinn rafbíll eða tengiltvinnbíll

Hér verður fjallað bæði um hleðslu 100% hreinna rafbíla (Battery Electric Vehicle eða BEV) og tengiltvinn rafbíla (Plug-In Hybrid Vehicle eða PHEV). Báðar þessar gerðir rafbíla eru hlaðanlegar (Plug-In) það er tengjanlegar og hægt að hlaða þær frá tengli í vegg eða hleðslustöð. Þessar gerðir rafbíla eru líka báðar sjálfhlaðanlegar þ.e. þær hlaða sig með því að nýta hemlaorku.

Munurinn á þessum tveimur gerðum rafbíla liggur í að 100% hreinn rafbíll gengur eingöngu fyrir rafmagni og þarf því að treysta á að fá alltaf næga orku frá rafgeyminum eða með því að fá orku til baka við hemlun. Tengiltvinn rafbílar eru hins vegar bæði með rafvél og bensínvél og þegar rafmagnið klárast af rafhlöðunni skiptir hann sjálfkrafa yfir á bensínvélina. Tengiltvinn rafbíll getur líka hlaðið sig sjálfur með hemlaorku. Nánar er fjallað um drægni hér neðar í greininni.

Brimborg býður gríðarlegt úrval rafbíla og með því að smella á hlekkinn getur þú séð allt úrvalið og verð nýrra rafbíla hjá Brimborg þar sem tekið hefur verið tillit til ívilnunar stjórnvalda: Rafbílar hjá Brimborg

Til að tryggja öryggi við rafhleðslu á 100% hreinum rafbílum og tengiltvinn rafbílum hefur Mannvirkjastofnun sett fram sérstakar reglur um raflagnir á þeim stöðum sem hleðsla rafbíla og tengiltvinnbíla fer fram og viðeigandi búnað sem skal nota við hleðsluna. Til að tryggja öryggi við hleðslu rafbíla og tengiltvinn rafbíla er sterklega mælt með að fá rafvirkjameistara til kíkja á aðstæður heima fyrir áður en byrjað er að hlaða.

Smelltu og skoðaðu rafmagnaðar gerðir bíla hjá Brimborg

Nokkrir punktar sem gott er að vita

  • Samkvæmt könnun Samorku kynnt í sept. 2020 þá hlaða 96% af rafbílaeigendum heima
  • Í sömu könnun kom fram að 46% af akstri tengiltvinn rafbíla er á rafmagni
  • Venjulegir heimilstenglar eru ekki ætlaðir til hleðslu rafbíla eða tengiltvinnbíla
  • Alls ekki má nota framlengingarsnúrur eða fjöltengi við hleðslu rafbíla eða tengiltvinnbíla
  • Hvern tengil má aðeins nota til að hlaða einn bíl í einu
  • Fá rafvirkja til að ráðleggja við val á tengli og frágangi
  • Ganga vel frá hleðslubúnaði heima fyrir, hafa tengil eins nálægt rafbílnum og hægt er
  • Hengja snúruna upp og hafa allt eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er
  • Hafa heimakapal nógu langan svo hann svífi ekki í lausu lofti þegar hann er tengdur við bílinn
  • Hafa einn kapal heima og einn í bílnum ef þú þarft að hlaða yfir daginn

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla og tvinntengil rafbíla með heimahleðslustöðvum

Ekki er ráðlagt að nota hefðbundinn heimilistengil til hleðslu rafbíls. Tryggja þarf að hleðslustraumur geti að hámarki orðið 10A. Tryggja þarf að bilunarstraumsrofi af B-gerð sé annað hvort í hleðslutækinu eða á raflögninni. Fáið staðfestingu seljenda búnaðar að svo sé um búið eða fáið rafvirkja til að setja búnaðinn upp og tryggja þetta. Ef þessi búnaður er ekki í hleðslutækinu þá kostar það aukalega að setja það á raflögnina sé það ekki til fyrir.

Helstu hugtök

- Afl rafmagnsvélar (rafmótors) er mælt í kW og er mælieinig á það afl eða þann kraft sem hægt er að ná út  úr rafmagnsvélinni. Á sama hátt og hestöfl (hp) eru mælieining fyrir bensín og dísil bíla. Þess má geta að það er langt síðan að bílaframleiðendur fóru einnig að gefa upp afl bensín og dísil bíla í kW. Eitt kílóvatt samsvarar til 1,341 hestöfl (1,0 kW  = 1,341 hö) (1,0 hö = 0,745 7kW).

- Orkan er mæld í kWh og er mælieining yfir þá orku sem hægt er að hafa í drifrafhlöðu bílsins. Ef við höldum áfram samlíkingu við bensín eða dísilbíl þá má segja að drifrafhlaðan sé eldsneytistankur rafmagnsbílsins. Það er eins með eyðslu rafmagnsbíls eins og eyðslu bensínbíls að hún ræðst af ökulagi, þyngd og ytri aðstæðum, o.s.frv.

- Eyðsla rafbíls er mæld sem kWh per 100 km. ekki ósvipað og eyðsla bensín og dísilbíla er mæld sem lítrar per 100 km. Smelltu til að lesa um eyðslu rafbíls og hvað kostar að hlaða rafbíl.

- Straumurinn er mældur í Amperum (A) og hefur áhrif á það hversu mikla orku er hægt að flytja úr tengli eða hleðslustöð yfir í drifrafhlöðu bílsins. Þar hefur reyndar líka áhrif afl hleðlustöðvarinnar og móttakari bílsins.

Drægni á rafmagni og áhrif ytri aðstæðna

Drægni rafbíla og tengiltvinn rafbíla á rafmagni er mikilvægur þáttur við val á rafbíl. Þar skiptir m.a. stærð drifrafhlöðu máli og nýtni rafvélarinnar en margir aðrir þættir skipta einnig máli. Drægni bíla sem seldir eru í Evrópu (á EES svæðinu) er reiknuð og gefinn upp skv. WLTP staðli og því er hægt að bera saman drægni mismunandi bíla m.v. sömu forsendur. Raunveruleg drægni fer síðan eftir mörgum ytri þáttum eins og hitastigi, vindi, ástandi vega, aksturslagi, o.s.frv.

Varmadæla eykur drægni og bætir virkni miðstöðvar

Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, því hún nýtist best í hitastigi sem er frá -5 til +15. Varmadælan endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir því kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina.

Kaup á hleðslustöð til heimilisnota

Hleðslustöðvar til heimilisnota eru hæghleðslustöðvar eða svokallaðar AC stöðvar, riðstraumsstöðvar og eru algengustu hleðslustöðvarnar. Þær geta líka verið uppsettar á vinnustöðum. Nánast allir tengiltvinn rafbílar eru eingöngu hlaðnir með AC stöðvum. Ráðlagt er að kaupa 22kW stöð, jafnvel þó að núverandi bíll taki við hleðslu sem er lægri en það þar sem verðmunur er ekki mikill og líklegt er að þróun rafbíla og tengiltvinn rafbíla verði þannig að öflugri stöðvar nýtist vel til framtíðar.

Hraðhleðslustöðvar eða svokallaðar DC stöðvar eru settar upp á almenningssvæðum eða vinnustöðum en ekki á heimilum. Flestir 100% hreinir rafbílar geta nýtt sér hraðhleðslu. DC stöðvar geta verið mis aflmiklar sem hefur áhrif á hleðsluhraða.

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?

Hleðsla rafbíla

Hvernig lekaliði á að vera?

Lekaliði á grein hleðslustöðvar eða öðru nafni bilunarstraumsrofi (lekastraumsrofi) sem jafnstraums (DC) lekastraumsvörn skal vera af B gerð fyrir hleðslustöðvar skv. kröfu Mannvirkjastofnunar. Margar nýrri hleðslustöðvar eru með innbyggða DC lekastraumsvörn af gerð B og þá getur löggiltur rafverktaki tengt rafbílahleðsluna sem sér kvísl fyrir framan A bilunarstraumsrofa (lekaliða) húsnæðisins. Samkvæmt reglugerð þarf í öllum tilfellum löggiltan rafverktaka við uppsetningu hleðslustöðva.

Hleðsluhraði og hleðslutími raf- og tengiltvinn rafbíla

Hleðsluhraði rafbíla og tengiltvinn rafbíla er misjafn og fer eftir þremur þáttum:

  • Hleðslustöð eða tengli
  • Hleðslubúnaði bílsins (acceptance rate í kW)
  • Hleðslukaplinum

Tengiltvinn rafbílar:

  • Algeng stærð á drifrafhlöðu: 8 - 14 kWh
  • Almennt hlaðnir í hæghleðslustöðvum (AC), undantekningar til.
  • Type 2 tengi er ráðandi
  • Algengast er að hleðsluafköst liggi á bilinu: 3,3 kW (16A)*7,4 kW (32A)*(7,2 kW er að koma meira í nýju bílunum

Hreinir rafbílar:

  • Algeng stærð á drifrafhlöðu: 30 -100 kWh
  • Almennt hlaðnir í AC stöðvum heima við, en á hraðhleðslustöðvum (DC) frá 0-80% hleðslu
  • Type 2 tengi er ráðandi tegund af tengjum.
  • Algengast er að hleðsluafköst liggi á bilinu: 7,4 kW (32A)*  22 kW (32A) miðað  við AC hleðslu

Á vef Mannvirkjastofnunar má finna ítarlegar leiðbeiningar um helstu atriði sem þarf að gæta að við hleðslu rafbíla, sjá hér:

MANNVIRKJASTOFNUN

Vefspjall