Fara í efni

Mannréttindastefna

Mannréttindastefna Brimborgar byggir á sjálfbærnistefnu félagsins og undirstefnum hennar sem eru að finna hér á vefnum og er í samræmi við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, sem kynnt var til sögunnar árið 2003. Stefnur og markmið félagsins skulu ávallt endurspeglast í gildum þess og loforði skipulagsins um að vera öruggur staður til að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Kjörorð fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Starfsfólki né öðrum manneskjum skal því ekki mismunað á grundvelli fyrrgreindra þátta né hvað varðar aldur, kynhneigð, hjúskaparstöðu, fötlun eða atgervi.

Félagið er staðráðið í að virða og framfylgja mannréttindum í allri starfsemi sinni. Við trúum því að virðing fyrir mannréttindum sé grunnur að heilbrigðu og sanngjörnu samfélagi og nauðsynleg fyrir sjálfbæra þróun. Þessi stefna leggur fram skuldbindingar Brimborgar til að stuðla að mannréttindum starfsfólks, viðskiptavina, starfsfólks birgja og í samfélaginu sem við eigum í samskiptum við.

Markmið
Markmið mannréttindastefnu Brimborgar er að:

  • Tryggja að mannréttindi séu virt í allri starfsemi fyrirtækisins.
  • Stuðla að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun.
  • Skapa vinnuumhverfi þar sem virðing, öryggi og vellíðan starfsmanna eru í forgangi.
  • Efla ábyrgð og gagnsæi í viðskiptum.
  • Stuðla að samfélagsábyrgð og sjálfbærni.

Grunnstoðir

1. Alþjóðlegar skuldbindingar

Brimborg styður, virðir og hagar starfsemi sinni í samræmi við:

2. Jafnrétti og ekkert misrétti

Brimborg skuldbindur sig til að koma í veg fyrir hvers konar mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis aldurs, kynhneigð, hjúskaparstöðu, fötlun eða atgervi eða annarra þátta.

Við munum tryggja jafnrétti í ráðningum, launum, starfsþróun og öðrum þáttum vinnumarkaðarins.

Félagið styður afnám misréttis til vinnu og starfsvals eins og fram kemur í jafnréttisstefnu félagsins.

3. Öruggt starfsumhverfi

Brimborg styður við grundvallarreglur Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem eru fimm.

  • Félagafrelsi og rétturinn til að stofna félög og semja sameiginlega
  • Bann við barnavinnu
  • Bann við nauðungarvinnu og skylduvinnu
  • Bann við misrétti með tilliti til atvinnu eða starfa.
  • Öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi

Brimborg tryggir framkvæmd með vísan í mannauðsstefnu, aðrar greinar þessarar mannréttingastefnu að aðrar stefnur auk innri ferla og eftirlits.

4. Vernd gegn barnaþrælkun, nauðungarvinnu og hverskonar annarri misnotkun

Brimborg virðir og mun fylgja ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hvað réttindi barna og ungmenna varðar, fer að lögum og líður ekki barnaþrælkun né nauðungarvinnu.

Brimborg mun tryggja að starfsemi fyrirtækisins stuðli ekki að barnaþrælkun, nauðungarvinnu barna eða hverskonar annarri misnotkun og að börn njóti sérstakrar verndar gegn efnahagslegri misnotkun og vinnu sem getur verið hættuleg eða hindrað menntun þeirra eða skaðað heilsu þeirra og þroska​.

5. Ábyrg viðskipti, birgjar og samstarfsaðilar

Brimborg mun stuðla að ábyrgum viðskiptaháttum og krefjast þess að birgjar og samstarfsaðilar virði mannréttindi.

Við störfum ekki með fyrirtækjum eða einstaklingum sem eru uppvís að eða umbera mannréttindabrot, ójafnrétti, nauðungarvinnu, mansal eða þrælahald, líkamlegar refsingar, barnaþrælkun eða aðra misnotkun á börnum, ólögmæta mismunun, óöruggar vinnuaðstæður, ósanngjörn laun, of langan vinnutíma, brot á vinnulöggjöf, félagafrelsi, skattgreiðslum eða annað sem viðkemur lögum, og spillingu.

6. Samfélagsábyrgð

Brimborg mun taka virkan þátt í samfélagslegum verkefnum og stuðla að sjálfbærri þróun.

Við munum styðja við málefni sem stuðla að bættum mannréttindum og félagslegum framförum.

7. Framkvæmd og eftirlit

Brimborg mun útnefna mannréttindafulltrúa sem ber ábyrgð á framkvæmd stefnunnar og eftirliti með henni.

Við munum bjóða upp á fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn til að auka skilning þeirra á mannréttindum og skyldum sínum.

Reglulegar úttektir verða framkvæmdar til að meta árangur stefnunnar og tryggja stöðuga framþróun.

8. Kvartanir og ábendingar

Brimborg mun setja upp skilvirkt kerfi fyrir starfsmenn og aðra hagsmunaaðila til að leggja fram kvartanir eða ábendingar varðandi brot á mannréttindum.

Allar kvartanir verða rannsakaðar af faglegum hætti og leystar í samræmi við bestu venjur.

Uppfært 26.5.2024

Vefspjall