Fara í efni

Öryggisstefna

Öryggisstefna Brimborgar byggir á sjálfbærnistefnu félagsins og undirstefnum hennar sem eru að finna hér á vefnum og er í samræmi við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, sem kynnt var til sögunnar árið 2003. Stefnur og markmið félagsins skulu ávallt endurspeglast í gildum þess og loforði skipulagsins um að vera öruggur staður til að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Kjörorð fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Markmið

  • Fyrirtækjamenningin sé í samræmi við sjálfbærnistefnu, undirstefnur hennar, stjórnarhætti og reglur.
  • Starfsfólki líði vel í vinnunni.
  • Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sé á öllum starfsstöðvum Brimborgar.
  • Lög og reglur um vinnuvernd og hollustuhætti séu uppfyllt.
  • Starfsstöðvar Brimborgar séu öruggar og þar verði engin slys eða önnur öryggisatvik
  • Fjarvistir vegna veikinda verði í lágmarki.

Grunnstoðir

Framúrskarandi vinnuumhverfi

  • Starfsmannaðastaða sé framúrskarandi s.s. búningsklefar, mötuneyti og önnur starfsmannarými.
  • Vinnustaðastaða sé framúrskarandi og í samræmi við kröfur til starfsins.
  • Viðeigandi og góður búnaður og önnur tæki séu til staðar til að hægt sé að sinna starfinu vel og á öruggan hátt.
  • Fjölbreytt fæði sé í boði í samráði við starfsmenn, aðgengi að kaffi og vönduðum, hlýlegum og hreinum neysluhlésrýmum.
  • Stuðningur við heilbrigði, unnið markvist að heilsuvernd meðal annars með árlegri flensusprautu og heilsufarskoðun án endurgjalds. Almennt er hvatt til heilbrigðs lífstíls meðal annars með boði um samgöngustyrki, þátttöku í fyrirlestrum, og fyrirtækjakeppnum svo dæmi séu tekin.
  • Öflug og virk starfsmannafélög séu starfandi á öllum viðskiptasviðum með skipulagi sem hentar starfsfólki auk þess sem árleg árshátíð er haldin á vegum Brimborgar.

Öruggt vinnuumhverfi

  • Ábyrgð stjórnenda er skýr og starfsfólk er meðvitað um að öryggi er í forgangi.
  • Tvær virkar öryggisnefndir eru starfandi skv. skipuriti sem birt er á vef félagsins. Þær funda reglulega og fara yfir atvik eða tilkynningar og koma með tillögur að úrbótum.
  • Áhættumat er framkvæmt reglulega á öllum viðskiptasviðum félagsins og í framhaldi lagt í umbætur á öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmálum.
  • Atvik sem snerta öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmál eru skráð og unnið úr þeim í forvarnarskyni til að koma í veg fyrir endurtekin atvik og tilkynnt til viðeigandi yfirvalda.
  • Starfsfólk er vel þjálfað í öryggismálum og um réttindi og skyldur hvað varðar vinnuvernd þannig að það geti sinnt stöfum sínum á öruggan hátt.
  • Áætlanir um viðbrögð við vá eru tiltækar og æft er samkvæmt viðbragðsáætlun.
  •  

Sjálfbærni

  • Lögð er áhersla á að starfsfólk hafi sjálfbærnistefnu Brimborgar í huga í störfum sínum, fari að reglum hennar, stuðli að markmiðum og vinni í anda umhverfislegrar sjálfbærni, félagslegrar sjálfbærni og sjálfbærra stjórnarhátta.
  • Starfsfólk taki þátt í hverskonar umbótum í starfsemi fyrirtækisins.
  • Reglulegar starfsmannakannanir eru framkvæmdar til að meta árangur og kalla fram tillögur að úrbótum hvort sem er á sviði vinnuumhverfis eða öryggis.

Ábyrgð

  • Framkvæmdastjóri mannauðssviðs: Ber ábyrgð á viðhaldi og endurskoðun stefnunnar.
  • Framkvæmdastjórar viðskiptasviða: Bera ábyrgð á að starfsfólk viðkomandi viðskiptasviðs fyrirtækisins þekki stefnuna og fylgi henni.
  • Framkvæmdastjóri fasteigna- og rekstrarsviðs: Ber ábyrgð á áætlunum um viðbrögð við vá, uppfærslu þeirra og æfingum.
  • Öryggisnefndir: Bera ábyrgð á að fara yfir atvik og tilkynningar og koma með tillögur að úrbótum.

 

Uppfært 27.5.2024.

Vefspjall