Fara í efni

Neyðarþjónusta

Neyðarþjónusta

Neyðarþjónusta Brimborgar fyrir Ford, Volvo, Mazda, Citroën, Peugeot, Polestar og Opel er margþætt enda eru aðstæður viðskiptavina misjafnar. Við leggjum áherslu á að halda kostnaði viðskiptavina vegna neyðarþjónustu, þjónustu utan opnunartíma, sem lægstum. Þú getur pantað tíma á verkstæði á vefnum.

Neyðarþjónusta gegn gjaldi

  • Laugardaga kl. 10 -17
  • Sunnudaga kl. 10 - 17
  • Á virkum dögum kl. 18 - 22
  • Almennir frídagar (rauðir dagar) kl. 10 - 17

Neyðarþjónusta verkstæðis og varahlutaverslunar kostar kr. 25.000 fyrir hvert útkall og er útkallskostnaður til viðbótar við kostnað sem hugsanlega fellur til vegna viðgerðar og varahluta. Neyðarþjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini sem lenda óvænt í því að bíllinn bilar en þurfa nauðsynlega á viðgerð að halda utan opnunartíma

Vinsamlegast athugið að tæknileg ráðgjöf og tækniupplýsingar fyrir bílaviðgerðir er ekki veitt í neyðarsíma. Nánar um tæknilega ráðgjöf hjá Brimborg.

  • Neyðarsími fyrir Ford, Volvo og Polestar fólksbíla er 862 6003
  • Neyðarsími fyrir Mazda, Citroën, Peugeot og Opel fólksbíla er 8941515

Neyðarþjónusta utan Reykjavíkur

Neyðarþjónusta utan Reykjavíkur er í boði hjá þjónustuaðilum okkar um land allt.
Vefspjall