Batterí í bíllykla
Batterí (rafhlöður) í bíllykla
Ef fjarstýringin þín hættir að virka eða samlæsingin svarar engu er rafhlaðan (batterí) líklega búin að gefa sig. Á verkstæðum Brimborgar tökum við fjarstýringuna til skoðunar og metum hvort skipta þurfi um rafhlöðu. Reynist það nauðsynlegt, skiptum við um hana hratt og örugglega. Við eigum rafhlöður fyrir allar gerðir fjarstýringa, hvort sem þú ekur Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot eða Opel.
Hvað kostar að skipta um batterí (rafhlöðu) í bíllykli?
Við rukkum ekki fyrir vinnuna við að skipta um batterí (rafhlöðu) heldur eingöngu fyrir kostnaðinn við rafhlöðuna. Kostnaður við rafhlöðu getur verið á bilinu 990 kr.-2490kr í flestum lyklum.
Þarf að bóka tíma á verkstæði til að skipta um batterí (rafhlöðu)?
Nei,starfsfólk getur gert það á staðnum án tímabókunar. Renndu bara við.