Fara í efni

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?

Margir spyrja sig hvað kostar að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla og tengiltvinn rafbíla? Við svörum því í þessari stuttu grein en aldrei hefur verið eins einfalt að setja upp hleðslustöð en nú. Mjög mikið úrval hleðslustöðva fyrir heimili og vinnustaði er í boði á markaðnum í dag og fjöldi rafvirkja sem bjóða þjónustu sína við uppsetningu hleðslustöðva.

Hver er kostnaður við kaup á hleðslustöð?

Kostnaður getur verið nokkuð breytilegur eftir aðstæðum og fer eftir ýmsu. Annars vegar er kostnaður við kaup á hleðslustöðinni og hins vegar við uppsetningu hennar. Algengar hleðslustöðvar sem uppfylla lágmarkskröfur eru að kosta frá 140.000 kr. og upp í 200.000 kr. Fyrir einfalda heimilisnotkun getur sú ódýrasta dugað fínt.

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?

Uppsetning fer eftir aðstæðum á hverjum stað t.d. hversu langt er í rafmagn, stærð töflu, gerð tengla og leklaliða á greinum í töflu eða hvort hleðslustöðin sé með lekavörn svo nokkur helstu atriðin séu nefnd. Uppsetning er því háð bæði efni sem þarf að kaupa og vinnu rafvirkjameistara. Sá kostnaður er líklega ekki lægri en 50.000 kr. þar sem aðstæður eru bestar en gæti numið allt að 200.000 kr. þar sem aðstæður eru flóknari.

Því er ekki ólíklegt að algengur heildarkostnaður gæti verið í kringum 190.000 kr. til 250.000 kr. en til að fá nákvæmari tölu er ágætt að skoða aðstæður heima fyrir, lesa hér upplýsingar um lágmarkskröfur fyrir hleðslu rafbíla og fá síðan rafvirkja til að gera tilboð.

Hægt er að fá fjármögnun á hleðslustöðvum, bæði með fjármögnun bílakaupa en líka án bílakaupa.

Smelltu og skoðaðu rafmagnaðar gerðir bíla hjá Brimborg

Ívilnanir eða skattalækkanir

Stjórnvöld bjóða þeim sem kaupa og setja upp hleðslustöð við íbúðarhúsnæði niðurfellingu á öllum virðisaukaskatti við kaupin á hleðslustöðinni og vinnu við uppsetningu hennar. Ívilnunin gildir frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2023. 

Hvernig á að sækja um niðurfellingu virðisaukaskatts?

Senda þarf endurgreiðslubeiðni á rafrænu formi í gegnum þjónustusíðu skattur.is. Frumrit reikninga og greiðslustaðfestingu skal senda á ríkisskattstjóra. Sjá nánar á vef rsk hér.

Einnig er hægt að sækja um styrki fyrir hleðslustöðvar í fjölbýlishús hjá sveitarfélögum.

Aðrar upplýsingar sem gott er að kynna sér fyrir þá sem eru að spá í rafbíl eða tengiltvinnbíl er t.d. kostnaður við að hlaða rafbíl, verð rafbíla og ívilnanir (skattaafslættir) og síðan úrval rafbíla í sölu hjá Brimborg.

Vefspjall