Fara í efni

Gæðastefna

Brimborg er það sem við erum í samskiptum við aðra

Lífssýn (e. vision statement):

  • Brimborg trúir að öryggi í mannlegum samskiptum sé leiðin til hagsældar.

Framtíðarsýn (e. vision):

  • Brimborg svarar þörfum samtímans með siðferðislegri fyrirhyggju og virkri þátttöku í gagnsærri uppbyggingu íslensks samfélags til framtíðar og starfar með hagsmuni allra hagaðila fyrirtækisins að leiðarljósi í þeim tilgangi að tryggja tilvist og viðgang fyrirtækisins.

Hlutverk (e. mission):

  • Brimborg býður í ljósi framtíðarsýnar sinnar, til kaups eða leigu, sérsniðnar sjálfbærar heildarlausnir á sviði bíla og atvinnutækja og viðeigandi íhluta auk ráðgjafar og þjónustu við framsækna einstaklinga og fyrirtæki og stofnanir.

Kjarnagildi (e. core values)

  • Kjarnagildin eru virðing, trúmennska og umhyggja.
  • Kjarnagildi skipulagsins eru grundvallarmál og skapa traust.
  • Traust og samvirkni leiða til góðra mannlegra samskipta.

Meginreglur (e. main rules): 

Brimborg skal ávallt:

  • starfa eftir kjarnagildum fyrirtækisins.
  • trúa að góð mannleg samskipti skapi félagslegan hreyfanleika fólks og stuðli að öryggi þess og lífshamingju.
  • benda fólki á það sem vel er gert svo það læri að meta gæði eða notagildi.
  • hlýða lögum ásamt félagslegum og faglegum viðmiðunum um áreiðanleika, aðgengileika og notagildi.
  • leitast við að skilgreina og skilja óskir og þarfir hvers hagaðila í þeim tilgangi að aðstoða hann við að uppfylla eigin markmið um hreyfanleika á hagkvæman hátt.
  • sækjast eftir því að vera fjárhagslega sjálfstætt og ná fram viðunandi hagnaði til hagsbóta fyrir hagaðila.
  • ráða til samstarfs fagfólk af báðum kynjum með gildismat sem samrýmist kjarnagildum og megin reglum fyrirtækisins. Fólk sem metur mikils orð og gjörðir eins og heilbrigði, ábyrgð, tillitsemi, umburðarlyndi, árangur, frumkvæði, þekkingarleit og samvirkni. 
  • veita reglubundna og rétta starfsþjálfun og framúrskarandi starfsaðstöðu.
  • vinna með og þróa gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins í þeim tilgangi einum að auka gæði eða notagildi þjónustu Brimborgar með stöðugleika í samskiptum við hagaðila að markmiði.

Meginmarkmið Brimborgar eru (e. main goals):

  • að Brimborg verði eftirsóttasta fyrirtækið á íslenskum bíla- og atvinnutækjamarkaði, nýtt sem notað.
  • að endursala vörumerkja Brimborgar verði framúrskarandi.
  • að Brimborg verði eftirsóknarverðasti og öruggasti vinnustaður bílgreinarinnar og meðal þeirra framsæknustu í vinnuverndar- og jafnréttismálum á Íslandi.
  • að Brimborg verði í hópi fjárhagslega framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi.
  • að Brimborg verði meðal framsæknustu fyrirtækja á Íslandi í neytendaverndarmálum.
  • að Brimborg verði meðal framsæknustu fyrirtækja á Íslandi í umhverfismálum.
  • að Brimborg verði fremsta bílaumboðið á Íslandi þegar litið er til hjartahlutdeildar, ánægju viðskiptavina.

Yfirlýst markmið (e. stated goal): 

  • Hættum að selja. Einbeitum okkur að því að aðstoða viðskiptavini við að kaupa - kaupa vörur og þjónustu Brimborgar.

Kjarni: Markmið skulu ávallt endurspeglast í loforði skipulagsins um að vera öruggur staður að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Staðfærsla fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Vefspjall