Fara í efni

Panta tíma í þjónustu

Tímapöntun í ástandsskoðun fyrir bíla í flotarekstrarþjónustu

Fyrirtæki sem eru með samning um flotarekstrarþjónustu fá tilkynningu sem send er til bílstjóra eða umráðamanns bíls um næstu ástandsskoðun og geta bókað tíma hér á vefnum rafrænt sem hentar þeim og þeirra skipulagi. Á sama tíma getur bílstjórinn eða umráðamaður bíls pantað þrif eða aðra þjónustu fyrir bílinn í leiðinni. Ástandsskoðunin fer fram á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.

Bóka tíma í ástandsskoðun og bílaþrif

Stjórnendur fyrirtækja hafa margt á sinni könnu og bæta oft á sig stjórnun bílaflota sem er krefjandi verkefni. Hver hefur ekki lent í að gleymist að skipta um olíu sem leiðir til tjóns eða gleymt að fara með bíl í aðalskoðun  og fá á sig vanrækslugjald eða uppgötva skyndilega slæmt ástand/umgengni á bíl í flotanum? Flotarekstrarþjónusta Brimborgar tekur ómakið af stjórnendum fyrirtækja við rekstur bílaflota, lækkar kostnað við rekstur hans en tryggir að hann er ávalt í topplagi og að umgengni um flotann sé í samræmi við kröfur.  Við útvistun á þessum þáttum einfaldast starf stjórnandans og um leið verður flotinn í betra standi, starfsmenn ánægðari og rekstrarkostnaður lækkar.

Bóka tíma í ástandsskoðun og bílaþrif

Gátlisti ástandsskoðunar flotarekstrarþjónustu:

  • Ástand bíls að utan
  • Ástand bíls að innan
  • Hjólbarðar og fylgihlutir
  • Ástandskoðun - ljós, handbremsa, öryggisbelti og rúðuvökvi
  • Skol að utan í bílaþvottavél

Skoðun er frá 45 mínútum og er tíminn breytilegur eftir stærð bílsins. Einnig getur þú pantað ítarleg bílaþrif í leiðinni, gegn aukagjaldi, sem bætist við skoðunartíma. Tímalengd þjónustu kemur fram í bókunarkerfi.

Ástandsskoðun flotrekstrarþjónustu

MAX1 Bílavaktin á Bíldshöfða í Reykjavík, Jafnaseli í Breiðholti eða Dalshrauni í Hafnarfirði  sér um margvísleg smærri viðvik fyrir bíla í flotarekstrarþjónustu Brimborgar. Smelltu hér til þess að bóka tíma sem hentar þér beint hjá MAX1 Bílavaktinni.

 Dekk, smur og smærri viðvik

 

 

Vefspjall