Fara í efni

Brimborg Bílorka hraðhleðsla

Ódýrari og aðgengilegri hraðhleðsla rafbíla

Brimborg Bílorka hefur opnað hraðhleðslunet með háu þjónustustigi, orku á lægra verði fyrir alla rafbílanotendur með framúrskarandi aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.

Hleðslustöðvarnar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum. Nánari lýsing á stöðvum neðar á síðunni og umsóknarform um sérkjör.

    • Breiðhöfði 1 Reykjavík - Hámarks afköst 180 kW - 2 CCS tengi
    • Bíldshöfði 5a Reykjavík - Hámarks afköst 30 kW - 1 CCS tengi
    • Bíldshöfði 6 Reykjavík - Hámarksafköst 200 kW - 2 CCS tengi
    • Bíldshöfði 6 Reykjavík - Hámarksafköst 50 kW - 1 CCS tengi, 1 Chademo tengi
    • Bíldshöfði 6 Reykjavík - Hámarks afköst 30 kW - 1 CCS tengi
    • Axarhöfði Reykjavík - Hámarks afköst 50 kW - 1 CCS tengi, 1 Chademo tengi
    • Jafnasel 6 Reykjavík - Hámarks afköst 60 kW - 2 CCS tengi
    • Jafnasel 6 Reykjavík - Hámarks afköst 120 kW - 2 CCS tengi
    • Hádegismóar 8 Reykjavík - Hámarks afköst 180 kW - 2 CCS
    • Flugvellir 8 Reykjanesbæ - Hámarks afköst 600 kW - 8 CCS tengi

Það er einfalt fyrir rafbílanotendur að fá aðgang að hraðhleðslu hjá Brimborg Bílorku með því að hlaða niður e1 appinu. Ef þú vilt getur þú tengt hvaða hleðslulykil (RFID) við appið, annaðhvort lykil sem þú átt nú þegar eða fengið hleðslulykil hjá Brimborg.

Verðskrá hraðhleðslu er sýnileg í e1 appinu.

  • Raforkuverð fyrir kWh: Lægra raforkuverð og fer eftir hleðsluafköstum hverrar stöðvar - sjáðu verðið í e1 appinu
  • Tímagjald: 55 kr per mínútu eftir 45 mínútna hleðslu. Tímagjald hvetur rafbílanotendur að staldra ekki of lengi við í hraðhleðslu og hleypa þannig fleirum að.
  • Tengigjald: 50 kr eftir að að 1,0 kWh af hleðslu hefur verið náð. Tengigjald styður við hvatningu tímagjalds um að fleiri komist að. Einnig býður Brimborg mjög lágt verð per kWh en helsti rekstrarkostnaður hraðhleðslustöðva eru kaplar og tengi og er tengigjald til að mæta notkun og sliti á þeim búnaði.

Brimborg Bílorka styrkir samkeppni

Samkeppni í orkudreifingu fyrir rafknúin ökutæki er mikilvæg til að flýta orkuskiptum á Íslandi. Brimborg Bílorka hefur hafið uppbyggingu á hraðhleðsluneti með framúrskarandi aðgengi, háu þjónustustigi og ódýrri, grænni, orku sem er opið fyrir alla rafbílanotendur með einfaldri e1 greiðslulausn. Stöðvarnar eru á eftirfarandi stöðum:

Jafnasel í Breiðholti

  • Jafnasel 6 í Breiðholti (Bílastæði MAX1 og Vélaland, nálægt Krónunni og Sorpu)
    • Hámark stöðvar 60 kW:
      • Tengi 1: CCS - 200 A kapall @400 V ~ 60 kW eða @800 V ~ 60 kW
      • Tengi 2: CCS - 200 A kapall @400 V ~ 60 kW eða @800 V ~ 60 kW
    • Hámark stöðvar 120 kW:
      • Tengi 1: CCS - 200 A kapall @400 V ~ 80 kW eða @800 V ~ 120 kW
      • Tengi 2: CCS - 200 A kapall @400 V ~ 80 kW eða @800 V ~ 120 kW

Hádegismóar 8 í Árbæ

  • Hádegismóar 8 í Árbæ (Bílastæði við Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar)
    • Hámark stöðvar 180 kW:
      • Tengi 1: CCS - 250 A kapall @400 V ~ 100 kW eða @800 V ~ 180 kW
      • Tengi 2: CCS - 250 A kapall @400 V ~ 100 kW eða @800 V ~ 180 kW

Breiðhöfði 1 á Höfða

  • Breiðhöfði 1 á Höfða (Bílastæði beint á móti Brimborg)
    • Hámark stöðvar 180 kW:
      • Tengi 1: CCS - 250 A kapall @400 V ~ 100 kW eða @800 V ~ 180 kW
      • Tengi 2: CCS - 250 A kapall @400 V ~ 100 kW eða @800 V ~ 180 kW

Bíldshöfði 5a á Höfða

  • Bíldshöfði 5a á Höfða (Við MAX1 bílavaktina).
    • Hámark stöðvar 30 kW:
      • Tengi 1: CCS - 100 A kapall @400 V ~ 30 kW eða @800 V ~ 30 kW

Bíldshöfði 6 á Höfða

  • Bíldshöfði 6 á Höfða (Á sölustæði notaðra bíla við Brimborg)
    • Hámark stöðvar 200 kW:
      • Tengi 1: CCS - 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 200 kW
      • Tengi 2: CCS - 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 200 kW
  • Bíldshöfði 6 á Höfða (Við verkstæði Volvo og Polestar)
    • Hámark stöðvar 50 kW:
      • Tengi 1: CCS - 200 A kapall @400 V ~ 50 kW eða @800 V ~ 50 kW
      • Tengi 2: Chademo - 50 kW
    • Bíldshöfði 6 á Höfða (Við Polestar rafbílasalinn).
      • Hámark stöðvar 30 kW:
        • Tengi 1: CCS - 100 A kapall @400 V ~ 30 kW eða @800 V ~ 30 kW

Axarhöfði á Höfða

  • Axarhöfði (Á stæði aftan við Mazda, Peugeot, Citroën og Opel Axarhöfðamegin)
    • Hámark stöðvar 50 kW:
      • Tengi 1: CCS - 200 A kapall @400 V ~ 50 kW eða @800 V ~ 50 kW
      • Tengi 2: Chademo - 50 kW

Flugvellir 8 í Reykjanesbæ

  • Flugvellir 8 í Reykjanesbæ (Nálægt slökkvistöðinni, stutt frá flugvellinum)
    • Hámark stöðvar 600 kW:
        • Tengi 1: 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 240 kW
        • Tengi 2: 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 240 kW
        • Tengi 3: 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 240 kW
        • Tengi 4: 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 240 kW
        • Tengi 5: 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 240 kW
        • Tengi 6: 300 A kapall @400 V ~ 120 kW eða @800 V ~ 240 kW
        • Tengi 7: Vökvakældur 500 A kapall @400 V ~ 200 kW eða @800 V ~ 400 kW
        • Tengi 8: Vökvakældur 500 A kapall @400 V ~ 200 kW eða @800 V ~ 400 kW

Sérkjör fyrir eigendur Brimborgarbíla

Fyrir utan að bjóða lægra almennt raforkuverð í hraðhleðslu býður Brimborg Bílorka sérkjör í hraðhleðslu fyrir eigendur rafbíla og annarra rafknúinna tækja sem keypt eru af Brimborg eða dótturfélögum þess eða leigð af Brimborg eða dótturfélögum þess af vörumerkjunum Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel auk rafknúinna bíla og véla frá Volvo Trucks, Volvo Bus, Volvo Construction Machines, Volvo Penta og Dieci.

Taktu skrefið, skráðu þig í e1 appið og til að fá sérkjör smelltu á hnappinn og fylltu út formið með sama netfangi og þú notaðir þegar þú skráðir þig í e1 appið.

Athugið: Það getur tekið allt að 2 virka daga frá því umsókn er send og þar til afsláttarkjör virkjast

Fylltu út formið fyrir sérkjör

Skilmálar: Sérkjör í hraðhleðslu hjá Brimborg Bílorku gilda eingöngu fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem eru skráðir eigendur eða eru leigutakar að 100% rafbíl af vörumerki Brimborgar keyptum eða leigðum af Brimborg. Sérkjörin falla niður ef skilyrði um rafbíl af vörumerki Brimborgar sem er keyptur eða leigður hjá Brimborg eru ekki lengur uppfyllt. Brimborg áskilur sér rétt til að breyta verðskrá og sérkjörum án fyrirvara og að takmarka sérkjörin við ákveðið hámark kWh á ársgrundvelli.

Með aðgengi að sérkjörum Brimborgar Bílorku í hraðhleðslu samþykki ég að þær upplýsingar sem eru skráðar í umsóknarformið og sendar eru inn séu skráðar í tengslaupplýsingakerfi Brimborgar og þær nýttar til að senda fréttir af hraðhleðsluneti Brimborgar Bílorku, tilboðum í hraðhleðslu, nýjustu rafbílunum frá Brimborg, tilboðum á rafbílum til kaups eða leigu, tilboðum á hleðslustöðvum og öðru tengdu efni.

Kynntu þér einnig persónuverndarstefnu Brimborgar áður en þú sendir formið.

Rafbílar í Vefsýningarsalnum

Vefspjall