Fyrirtækjalausnir Brimborgar

Fyrirtækjalausnir Brimborgar

Fyrirtækjalausnir Brimborgar eru einstök þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka lausn á bíla- og tækjamálum sínum sem gerir Brimborg leiðandi í þjónustu við bílaflota og tækjaflota fyrirtækja. Fjölbreytt starfsemi Brimborgar og þrautreyndir starfsmenn gerir það að verkum að félagið getur sniðið vandaðar lausnir að þörfum fyrirtækja þegar kemur að bílaflotum og tækjaflotum.

Lausnir með samspili virtra vörumerkja fólksbíla, atvinnubíla og atvinnutækja

Sérfræðingar Brimborgar geta hnýtt saman lausnir sem byggja á vöruframboði FordVolvoMazdaCitroën og Peugeot ásamt lausnum frá Volvo vörubílum og Renault Trucks atvinnubílum og öðrum atvinnutækjum frá Volvo m.a. Volvo vinnuvélum, Volvo rútum og strætisvögnum og Volvo Penta bátavélum, rafstöðvum og ljósavélum.

Fólksbílar og jeppar

Fólksbílar og jeppar fást í ótrúlegu úrvali hjá Brimborg, allt frá smábílum upp í meðalstóra og stóra jeppa og enn stærri fjölsætabíla 7-9 manna. Í þessum flokkum býður Brimborg bíla frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot.

Sendibílar

Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla í flokki 0-5 tonn á Íslandi en þriðjungur allra seldra sendibíla á Íslandi árið 2014 voru frá Brimborg af tegundum FordCitroën og Peugeot.

Vörubílar og flutningabílar

Brimborg býður einnig stærri atvinnubíla frá 5 tonnum og yfir, bæði frá Volvo Trucks og Renault Trucks. Í flokki stærri atvinnubíla yfir 12 tonn var Brimborg með þriðjung af markaðnum með Volvo vörubíla en Renault Trucks vörulínan bættist nýlega í vöruframboð Brimborgar.

Hópferðabílar

Brimborg býður rútur í ýmsum stærðarflokkum, allt frá 12-18 manna rútur frá Ford og stærri rútur og strætisvagna frá Volvo. Árið 2014 var Brimborg með 44% hlutdeild á markaði fyrir rútur yfir 41 farþega að stærð.

Vinnuvélar, bátavélar, rafstöðvar og ljósavélar

Bátavélar, rafstöðvar og ljósavélar frá Volvo Penta eru einnig í boði ásamt vinnuvélum frá Volvo.

Hvers vegna líkar fyrirtækjum við fyrirtækjalausnir Brimborgar?

  • Mikið úrval bíla á einum stað frá mörgum framleiðendum sem leysa margvíslegar þarfir og kröfur
  • Hagstætt bílverð og frábært endursöluverð tryggir gott uppítökuverð þegar að endurnýjun kemur
  • Öflug viðgerðarþjónusta og varahlutaþjónusta sem tryggir besta mögulega uppitíma
  • Bílaleiga Brimborgar útvegar bíla í langtímaleigu eða skammtímaleigu til að mæta þörf á viðbótarbílum. Fyrirtæki geta þannig valið hagkvæmustu samsetningu bílaflota og leyst álagstoppa með langtímaleigu eða skammtímaleigu.
  • Rekstrarleiga fyrir þau fyrirtæki sem vilja nýja bíla á leigu með tryggðum endurkaupum
  • Frábær þjónusta sem meðal annars felst í 1) einum tengilið, 2) þrautþjálfuðum og reynslumiklum starfsmönnum og 3) sérhæfðu upplýsingatæknikerfi sem heldur vel utan um flotamál fyrirtækjanna og sérhæfðar þarfir notenda bílanna
  • Starfsstöðvar Brimborgar eru víða í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri og að auki þjónustuaðilar um allt land sem tryggir aðgengi fyrirtækja að öflugri þjónustu
  • Fyrirtæki sem eru með ýmsar bíltegundir í bílaflota sínum getað þjónustað allar tegundir bíla í þjónustuneti Brimborgar, MAX1 Bílavaktarinnar og Vélalands bílaverkstæðis
  • Nokian gæðadekkin eru hluti af fyrirtækjalausnum Brimborgar í gegnum bílaþjónustu MAX1 Bílavaktarinnar

Komduhringdu eða sendu fyrirspurn og fáðu nánari upplýsingar um fyrirtækjalausnir Brimborgar. Við setjum saman lausnina með vöru- og þjónustuframboði Brimborgar og tryggjum einn lykiltengilið við fyrirtækið þitt.

Viltu leigja frekar en kaupa - eða kannski bæði?

Bílaleiga Brimborgar er hluti af fyrirtækjalausnum okkar. Bílaleigan getur boðið langtímaleigu og svo auðvitað hefðbundna skammtímaleigu þar sem m.a. er boðið upp á sendibíla til leigu. Þjónustuleiga verkstæðis er einnig í boði í lausnapakka fyrirtækjalausna Brimborgar þegar bílar eru í viðgerð eða viðhaldi á verkstæði.

Margvísleg þjónusta er hluti af lausnaframboði fyrirtækjalausna Brimborgar

Brimborg býður upp á þjónustulausnir þar sem hægt er að tvinna saman verkstæðum fyrir Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot ásamt vörubílaverkstæði og vélaverkstæði. Auk þess getum við nýtt okkur aðgengi að bílaþjónustu MAX1 Bílavaktarinnar en þar fást m.a. dekk frá Nokian. Ef aðrar bílategundir eru hluti af bílaflota viðskiptavinar getum við einnig þjónustað þær hjá MAX1 Bílavaktinni eða hjá Vélalandi í samvinnu við Brimborg. Brimborg er með starfsemi víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og á Akureyri og þjónustuaðilar veita að auki þjónustu víða um landið.

Fjármögnun

Brimborg býður ýmsa fjármögnun í gegnum aðila á fjármálamarkaði sem hluta af fyrirtækjalausnum Brimborgar.

Bílafjármögnun fyrir nýja eða notaða bíla er hægt að fá sem bílalán eða sem bílasamningBílafjármögnunarkostir sem eingöngu standa fyrirtækjum til boða eru helstir:

Fyrir fyrirtæki með bílaflota er boðið upp á rekstrarleigu en hún er blanda af fjármögnun og flotastýringu.

Komduhringdu eða sendu fyrirspurn og fáðu nánari upplýsingar um fyrirtækjalausnir Brimborgar.

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré