Lokun 2G- og 3G-farsímanetkerfa á Íslandi
Þann 30. júní 2026 munu farsímafyrirtæki hætta stuðningi við 2G- og 3G-farsímakerfi. Í kjölfarið mun 4G taka alfarið við og ökutæki sem enn byggja á 2G/3G-tengingu munu ekki lengur hafa nettengingu. Þetta hefur í för með sér að tilteknar tengdar þjónustur, þar á meðal neyðarhringing (eCall) sem byggir á samskiptakerfi bílsins, munu hætta að virka.
Lokun 2G- og 3G-farsímanetanna þýðir að neyðarsíminn, sem er ætlaður til að hafa sjálfvirkt samband við viðbragðsaðila ef árekstur eða annað neyðarástand greinist, verður ekki lengur virkur í þeim bifreiðum sem verða fyrir áhrifum. Ekki er mögulegt að gera við eða uppfæra búnað í þessum bifreiðum til að koma í veg fyrir þessa skerðingu, þar sem hann byggir alfarið á 2G- eða 3G-tengingu.
Breytingin hefur ekki áhrif á akstursöryggi né virkni annarra kerfa í bifreiðinni.
Fljótlega á nýju ári munum við birta lista yfir þær bifreiðar hjá merkjum Brimborgar sem þessi breyting mun hafa áhrif á.