Fréttir
23.04.2024
Rafbíll er 54%-75% hagkvæmari í akstri þrátt fyrir kílómetragjald. Kílómetragjald leggst á bensín- og dísilbíla um áramót.
Rafmótorinn er einstaklega hagkvæmt fyrirbæri og ekkert sem keppir við hann. Rafbílar sem nota íslenska, endurnýjanlega orku eru ekki bara samfélagslega hagkvæmir á Íslandi með því að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðla að orkuöryggi, betri nýtingu á raforkukerfinu og gjaldeyrissparnaði. Þeir eru líka hagkvæmir fyrir rekstur heimila og fyrirtækja. Sparnaður í orkukostnaði með því að aka rafbíl sem notar 20 kWh af raforku per 100 km og greiðir 6 kr. í kílómetragjald er um 54% miðað við sambærilegan bensínbíl sem eyðir 7 lítrum af bensíni per 100 km og greiðir í dag ekkert kílómetragjald. Rafbíllinn er 75% hagkvæmari í akstri þegar tekið er tillit til lægri kostnaðar vegna þess að engra olíuskipta er þörf og lægri viðhaldskostnaðar.
Lesa meira
10.04.2024
Brimborg sendibílaleiga skiptir alfarið í rafsendibíla
Til að mæta vaxandi eftirspurn eftir umhverfisvænni samgöngum hefur Thrifty, sendibílaleiga Brimborgar, tekið stórt skref í átt að sjálfbærari framtíð í samræmi við umhverfisstefnu Brimborgar, Visthæf skref. Brimborg hefur skipt út öllum dísilsendibílum sendibílaleigunnar fyrir rafsendibíla. Þetta táknar ekki aðeins stefnubreytingu í rekstri sendibílaleigunnar heldur einnig framfarir í átt að sjálfbærari samgöngum á Íslandi.
Lesa meira
28.02.2024
Frumsýning: Nýr Peugeot E-2008 rafbíll með mikla veghæð og meiri drægni
Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík og frumsýningardagar taka svo við til 9. mars. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva.
Lesa meira
26.02.2024
Franska sendiráðið fær afhentan nýjan Citroën rafbíl
Franski sendiherrann Guillaume Bazard tók við lyklunum hjá Citroën á Ísland að nýjum sendiráðsbíl í Brimborg í dag. Fyrir valinu varð franski lúxusrafbíllinn Citroën Ë-C4 X.
Lesa meira
20.02.2024
Frumsýning: Glænýr og endurhannaður Ford Transit Custom
Ford á Íslandi frumsýnir með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar – 2. mars á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.
Lesa meira
16.02.2024
Fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar
Það verða hvorki meira né minna en fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar hjá Brimborg! Volvo EX30, Opel Corsa Electric, Peugeot e-208 og Ford Custom verða frumsýndir hjá Brimborg í febrúar. Komdu á frumsýningu!
Lesa meira
14.02.2024
Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208: Kraftmeiri, meiri drægni, og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur hjá Brimborg, Bíldshöfða 8 í Reykjavík dagana 15.– 24. febrúar.
Lesa meira
10.02.2024
Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ
Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ. Brimborg Bílorka lækkar orkuverð og býður heimataxta eða 18,90 kr per kWh á hraðhleðslustöð sinni á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Lesa meira
08.02.2024
Opel rafsendibíladagar hjá Brimborg Akureyri | Vinsælustu rafsendibílarnir tvö ár í röð til sýnis!
Komdu á Opel rafsendibíladaga hjá Brimborg Akureyri við Tryggvabraut 5 dagana 12. - 19. febrúar.
Opel rafsendibílar eru vinsælustu rafknúnu atvinnubílarnir á Íslandi árið 2023 annað árið í röð með 28% markaðshlutdeild og nú fást þeir með 500.000 króna orkuskiptastyrk frá Orkusjóði.
Lesa meira
08.02.2024
Volvo EX30 rafmagnssportjeppi - Minnsti jeppi Volvo frá upphafi. Nettur, snjall og 100% rafmagn!
Volvo frumsýnir rafmagnssportjeppann Volvo EX30. Frumsýningin hefst laugardaginn 10. Febrúar og stendur yfir út febrúar. Volvo EX30 er minnsti jeppi Volvo frá upphafi og hefur fengið fádæma lof um allan heim. Volvo EX30 er knár þótt hann sé smár þar sem honum fylgir allt sem maður vill frá Volvo, bara í minni pakka. Eins og allt frá Volvo er þetta framúrskarandi bíll sem er öruggur og hannaður fyrir fólk og þarfir þess.
Lesa meira