Fréttir

08.05.2024
Rafbílastyrkir vegna þyngri sendibíla, pallbíla og stærri vörubíla. Umsóknarfrestur til 11. júní.
Orkusjóður hefur auglýst styrki vegna þyngri hreinorku vörubíla og er umsóknarfrestur til 11. júní 2024.
Lesa meira

07.05.2024
Tvær hraðhleðslur opna á Þórshöfn. Hraðhleðslur spretta upp sem gorkúlur
Brimborg Bílorka opnar tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið. Hraðhleðslustöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðsvegar um landið undanfarin ár og eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com) með hátt í 400 hraðhleðslutengi sem hefur gert ferðalög á rafbílum sífellt þægilegri. Norðausturhornið hefur setið á hakanum en nú verður breyting á.
Uppsetning hraðhleðslustöðva Bílorku er í samstarfi við Gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn. Önnur þeirra er sett upp við ENN 1 SKÁLANN og hin er við gistiheimilið sjálft. Sú stöð mun einnig nýtast viðskiptavinum nýs veitingastaðar Holtið Kitchen Bar sem opnar í sumar í félagsheimili staðarins og mun laða að enn fleiri ferðamenn til Þórshafnar.
Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum og meðal annars þá öflugustu á landinu sem er 600 kW stöð í Reykjanesbæ sem getur hlaðið 8 rafknúin ökutæki í einu. Markmið Brimborgar Bílorku er að efla samkeppni á rafhleðslumarkaði og bjóða framúrskarandi þjónustustig sem er það sem af er ári 99,4%.
Lesa meira

02.05.2024
60 ára afmælissýning Ford Mustang
Íslenski Mustang klúbburinn og Ford á Íslandi halda sýningu í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða 6 laugardaginn 4. maí frá 10-16. Komdu!
Lesa meira

23.04.2024
Rafbíll er 54%-75% hagkvæmari í akstri þrátt fyrir kílómetragjald. Kílómetragjald leggst á bensín- og dísilbíla um áramót.
Rafmótorinn er einstaklega hagkvæmt fyrirbæri og ekkert sem keppir við hann. Rafbílar sem nota íslenska, endurnýjanlega orku eru ekki bara samfélagslega hagkvæmir á Íslandi með því að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðla að orkuöryggi, betri nýtingu á raforkukerfinu og gjaldeyrissparnaði. Þeir eru líka hagkvæmir fyrir rekstur heimila og fyrirtækja. Sparnaður í orkukostnaði með því að aka rafbíl sem notar 20 kWh af raforku per 100 km og greiðir 6 kr. í kílómetragjald er um 54% miðað við sambærilegan bensínbíl sem eyðir 7 lítrum af bensíni per 100 km og greiðir í dag ekkert kílómetragjald. Rafbíllinn er 75% hagkvæmari í akstri þegar tekið er tillit til lægri kostnaðar vegna þess að engra olíuskipta er þörf og lægri viðhaldskostnaðar.
Lesa meira

28.02.2024
Frumsýning: Nýr Peugeot E-2008 rafbíll með mikla veghæð og meiri drægni
Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík og frumsýningardagar taka svo við til 9. mars. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva.
Lesa meira

26.02.2024
Franska sendiráðið fær afhentan nýjan Citroën rafbíl
Franski sendiherrann Guillaume Bazard tók við lyklunum hjá Citroën á Ísland að nýjum sendiráðsbíl í Brimborg í dag. Fyrir valinu varð franski lúxusrafbíllinn Citroën Ë-C4 X.
Lesa meira

20.02.2024
Frumsýning: Glænýr og endurhannaður Ford Transit Custom
Ford á Íslandi frumsýnir með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar – 2. mars á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.
Lesa meira

16.02.2024
Fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar
Það verða hvorki meira né minna en fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar hjá Brimborg! Volvo EX30, Opel Corsa Electric, Peugeot e-208 og Ford Custom verða frumsýndir hjá Brimborg í febrúar. Komdu á frumsýningu!
Lesa meira

14.02.2024
Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208: Kraftmeiri, meiri drægni, og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur hjá Brimborg, Bíldshöfða 8 í Reykjavík dagana 15.– 24. febrúar.
Lesa meira

10.02.2024
Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ
Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ. Brimborg Bílorka lækkar orkuverð og býður heimataxta eða 18,90 kr per kWh á hraðhleðslustöð sinni á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Lesa meira