Fara í efni

Hagstæðari bifreiðahlunnindi fyrir rafbíla og nýskráningarbann 2028 á jarðefnaeldsneytisbíla

Ríkisstjórnin kynnti nýja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og þar eru margar stórfréttir fyrir orkuskipti ökutækja. Bann verður lagt við nýskráningum jarðefnaeldsneytisbíla árið 2028 og þeir launþegar sem njóta bifreiðahlunninda munu þurfa að greiða lægri skatt ef þeir skipta í rafbíl og um leið sparar vinnuveitandinn rekstrarkostnað.

Orkuskiptin á Íslandi eru komin á fulla ferð og næstum 30 þúsund rafbílar keyra nú um á ódýru, endurnýjanlegu, íslensku rafmagni. Fyrirtæki eru byrjuð að taka orkuskiptaskref yfir í rafmagnsfólksbíla og rafmagnssendibíla. Uppfærð aðgerðaráætlun í loftlagsmálum byggir meðal annars á tillögum sem komu frá atvinnulífinu undir heitinu Loftlagsvegvísar atvinnulífsins.

Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppfærslu því hún er leiðarvísirinn sem atvinnulífið, heimilin, sveitarfélög og ríkið sjálft þurfa að hafa til að geta tekið réttar ákvarðanir sem hafa áhrif á loftlagsmálin.

Ein af þeim tillögum sem koma fram í aðgerðaráætluninni er breytingar á útreikningi bifreiðahlunninda. Einnig er tilkynnt um stigvaxandi bifreiða- og vörugjöld á ökutæki sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og verða nýskráningar fólks- og sendibíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti óheimilar árið 2028. Fleiri aðgerðir voru kynntar og eru á vefnum www.co2.is

Mun hagstæðara að velja hlunnindabíla á rafmagni en bíla sem nýta jarðefnaeldsneyti fyrir launþega og fyrirtæki
Stjórnvöld leggja mikla áherslu á að hraða orkuskiptum í samgöngum og er ný tillaga um breytingar á útreikningi bifreiðahlunninda einn liður í því átaki. Það er þegar í dag hagstæðara að vera á rafbíl sem hlunnindabíl, bæði fyrir launþega og vinnuveitanda.

Ávinningur er margvíslegur bæði fyrir launþega og vinnuveitandann og má skipta honum upp í fjárhagslegan og samfélagslegan ávinning.

Fjárhagslegur ávinningur launþega af skipta hlunnindabílnum yfir í hreinorkubifreið gríðarlegur
Ef launþegi þarf að nota bíl starfs síns vegna og hefur heimild til að nota bílinn í eigin þágu þá þarf hann að greiða tekjuskatt af fullum bifreiðahlunnindum. Í núgildandi bifreiðahlunnindareglum er ríflegur munur á prósentuhlutfalli sem er notað við útreikning á hlunnindamati hreinorkubifreiða eða þeim sem eru knúin af jarðefnaeldsneyti og nýja tillagan kveður á um munurinn verði enn meiri en áður.

Því má ætla að skv. nýrri tillögu stjórnvalda muni hlunnindaskattur vegna hreinorkubifreiða lækka töluvert, bílverð rafbíla verða mun hagstæðara en þeirra sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sem skilar gríðarlegu fjárhagslegum ávinningi til launþegans.

Nú er rétti tíminn til að skipta hlunnindabílnum í rafbíl, lækka árlegan kostnað og lækka stofn til hlunnindamats fyrir næsta launár enn meira.

Skoða úrval rafbíla 

Ávinningur vinnuveitanda af því að skipta hlunnindabílum yfir í hreinorkubifreið
Ávinningur vinnuveitendans af því að orkuskipta bílaflotanum í rafmagn er margvíslegur. Með útskiptum í rafmagn sparast mikill eldsneytiskostnaður, tími í bókhaldsvinnu því bensínkortið þarf ekki lengur, losun gróðurhúsalofttegunda (tCOíg) hverfur og sama á við um útblástursmengun. Fyrirtæki sem nota rafbíla sýna samfélagslega ábyrgð og stuðning við umhverfisvernd, sem getur laðað að fleiri viðskiptavini og styrkt ímynd þeirra. Rekstrarkostnaður rafbíla er mun lægri, rafbílar eru 54%-75% hagkvæmari í akstri þrátt fyrir kílómetragjald og árlegur þjónustutími er styttri. Rafbílar eru í mörgum tilfellum hagstæðari í innkaupum en bílar sem nota jarðefnaeldsneyti.

900.000 kr. rafbílastyrkur frá Orkusjóði
Rafbílar fá rafbílastyrk frá Orkusjóði. Auðvelt er að sækja um rafbílastyrk frá Orkusjóð við kaup á nýjum rafbíl að upphæð 900.000 kr. sem gildir á árinu 2024 fyrir bíla sem kosta undir 10 millj.

Brimborg kraftmikið hreyfiafl orkuskipta í samgöngum á Íslandi 
Með ríkulegu úrvali orkuskiptalausna í boði í öllum flokkum fyrir samgöngur á landi, bæði til kaups og leigu er Brimborg kraftmikið hreyfiafl orkuskipta í samgöngum á Íslandi. Fyrirtæki leita til Brimborgar við kaup á rafknúnum fólksbílum, sendibílum, vöru- og flutningarbílum og vinnuvélum til nota í atvinnurekstri vegna áralangrar reynslu og þekkingar á þjónustu við atvinnulífið. Forysta Brimborgar byggir á úrvali bíla og tækja fyrir atvinnulífið sem uppfylla margvíslegar þarfir fyrirtækja, áralangri reynslu sérfræðinga Brimborgar í atvinnubílum, sérfræðiþekkingu á rafbílum og ekki síður vegnar sérfræðiþekkingar við rekstur og uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla. Hátt þjónustustig Brimborg tryggir einnig uppitíma vinnutækja sem skiptir miklu máli í rekstri. 

Skoðaðu úrval rafmagnsfólksbíla

Skoðaðu úrval rafmagnssendibíla


Vefspjall