Hagstæðari bifreiðahlunnindi fyrir rafbíla og nýskráningarbann 2028 á jarðefnaeldsneytisbíla
Ríkisstjórnin kynnti nýja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og þar eru margar stórfréttir fyrir orkuskipti ökutækja. Bann verður lagt við nýskráningum jarðefnaeldsneytisbíla árið 2028 og þeir launþegar sem njóta bifreiðahlunninda munu þurfa að greiða lægri skatt ef þeir skipta í rafbíl og um leið sparar vinnuveitandinn rekstrarkostnað.
Orkuskiptin á Íslandi eru komin á fulla ferð og næstum 30 þúsund rafbílar keyra nú um á ódýru, endurnýjanlegu, íslensku rafmagni. Fyrirtæki eru byrjuð að taka orkuskiptaskref yfir í rafmagnsfólksbíla og rafmagnssendibíla. Uppfærð aðgerðaráætlun í loftlagsmálum byggir meðal annars á tillögum sem komu frá atvinnulífinu undir heitinu Loftlagsvegvísar atvinnulífsins.
Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppfærslu því hún er leiðarvísirinn sem atvinnulífið, heimilin, sveitarfélög og ríkið sjálft þurfa að hafa til að geta tekið réttar ákvarðanir sem hafa áhrif á loftlagsmálin.
Ein af þeim tillögum sem koma fram í aðgerðaráætluninni er breytingar á útreikningi bifreiðahlunninda. Einnig er tilkynnt um stigvaxandi bifreiða- og vörugjöld á ökutæki sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og verða nýskráningar fólks- og sendibíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti óheimilar árið 2028. Fleiri aðgerðir voru kynntar og eru á vefnum www.co2.is
Mun hagstæðara að velja hlunnindabíla á rafmagni en bíla sem nýta jarðefnaeldsneyti fyrir launþega og fyrirtæki
Stjórnvöld leggja mikla áherslu á að hraða orkuskiptum í samgöngum og er ný tillaga um breytingar á útreikningi bifreiðahlunninda einn liður í því átaki. Það er þegar í dag hagstæðara að vera á rafbíl sem hlunnindabíl, bæði fyrir launþega og vinnuveitanda.
Ávinningur er margvíslegur bæði fyrir launþega og vinnuveitandann og má skipta honum upp í fjárhagslegan og samfélagslegan ávinning.
Fjárhagslegur ávinningur launþega af skipta hlunnindabílnum yfir í hreinorkubifreið gríðarlegur
Ef launþegi þarf að nota bíl starfs síns vegna og hefur heimild til að nota bílinn í eigin þágu þá þarf hann að greiða tekjuskatt af fullum bifreiðahlunnindum. Í núgildandi bifreiðahlunnindareglum er ríflegur munur á prósentuhlutfalli sem er notað við útreikning á hlunnindamati hreinorkubifreiða eða þeim sem eru knúin af jarðefnaeldsneyti og nýja tillagan kveður á um munurinn verði enn meiri en áður.
Því má ætla að skv. nýrri tillögu stjórnvalda muni hlunnindaskattur vegna hreinorkubifreiða lækka töluvert, bílverð rafbíla verða mun hagstæðara en þeirra sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sem skilar gríðarlegu fjárhagslegum ávinningi til launþegans.
Nú er rétti tíminn til að skipta hlunnindabílnum í rafbíl, lækka árlegan kostnað og lækka stofn til hlunnindamats fyrir næsta launár enn meira.
Hlunnindamat bíla fyrir full afnot bíls hjá vinnuveitanda
Munurinn á hlunnindum skatts vegna rafbíla og eldsneytisbíla er verulegur. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að hraða orkuskiptum í samgöngum og hafa því gert breytingar á útreikningi bifreiðahlunninda. Það er hagstæðara að vera á rafbíl sem hlunnindabíl, bæði fyrir launþega og vinnuveitanda.
Fjárhagslegur ávinningur launþega: Launþegar sem nota rafbíl sem hlunnindabíl greiða lægri tekjuskatt af hlunnindum þar sem hlunnindamat af stofni til hlunninda er lægra. Þetta skilar sér í lægri árlegum kostnaði fyrir launþegann.
Ávinningur vinnuveitanda: Fyrirtæki sem skipta yfir í rafbíla spara eldsneytiskostnað og minnka rekstrarkostnað. Rafbílar eru einnig umhverfisvænni og kolefnisspor þeirra við akstur er ekkert sem styrkir jákvæða ímynd fyrirtækisins.
Hlunnindamat: Nýtt hlunnindamat rafbíla er 17% ef launþegi hleður bílinn á sinn kostnað og sér um þrif en jarðefnaeldsneytisbílar eru áfram í 28%. Þetta þýðir að tekjuskattur starfsfólks af hlunnindum er lægri fyrir rafbíla. Þjónustuskoðanir og viðgerðir eru áfram á kostnað vinnuveitanda en um leið miklu lægri en á eldsneytisbíl.
Rafbílastyrkur: Rafbílar fá styrk frá Orkusjóði, sem lækkar stofn til hlunnindamats og lækkar þar með tekjuskatt launþega.
Kaup eða langtímaleiga: Sömu reglur gilda hvort sem fyrirtækið kaupir bíllinn eða leigir hann t.d. í langtímaleigu. Ef bíllinn er leigður þá er verð eins bíls lagt til grundvallar hlunnindamati.
Nýr eða notaður bíll: Sömu reglur um hlunnindamat gilda hvort sem bíllinn sé keyptur eða leigður nýr eða notaður. Afskrifa má stofn til hlunnindamats um 10% á ári að hámarki 50%. Ef keyptur er notaður bíll og hann er sem dæmi 2 ára þá má afskrifa stofninn um 20%. Ef keyptur er nýr bíll þá er stofninn fyrsta árið full verð en afskrifast síðan á hverju ári um 10%.
Dæmi:
Eldsneytisbíll: Ef keyptur er bíll á 10.000.000 kr. (eða leigður) þá er hlunnindamat hans 28% eða 2.800.000 kr. Af þeirri tölu er reiknaður tekjuskattur miðað við skattþrep launþegans. Ef launþeginn er í hæsta skattþrepi t.d. 47% þá er tekjuskattur á ári af hlunnindunum 1.316.000 kr.
Rafbíll: Ef keyptur er rafbíll á 10.000.000 kr. (eða leigður) þá er hægt að sækja um styrk hjá Orku- og loftslagssjóði fyrir fólksbíla allt að 10.000.000 kr og nemur styrkurinn 900.000 kr. á árinu 2025. Hlunnindamatið er 17% ef launþegi sér um rekstrarkostnað (rafmagn og þrif) og þá er hlunnindamatið 1.547.000 kr. Af þeirri tölu er reiknaður tekjuskattur miðað við skattþrep launþegans. Ef launþeginn er í hæsta skattþrepi t.d. 47% þá er tekjuskattur á ári af hlunnindunum 727.090 kr. eða nálægt því að vera um helmingi lægra.