Fara í efni

Flandur, Bílorka, MAX1 og Brimborg á Iðnaðarsýningunni 2025 dagana 9.-11. október. Sjáumst!

Flandur, Bílorka, MAX1 og Brimborg á Iðnaðarsýningunni 2025 dagana 9.-11. október. Sjáumst!
Flandur, Bílorka og Brimborg á Iðnaðarsýningunni 2025

Flandur, Bílorka, MAX1 og Brimborg verða á Iðnaðarsýningunni 2025 í Laugardalshöll 9.–11. október á bás B-21. Sýningin er helsti vettvangur fyrirtækja og einstaklinga til að kynna lausnir á sviði mannvirkja, orku, innviða, hönnunar og vistvænna lausna. Á básnum mun Bílorka bjóða margvísleg tilboð og kynna og sýna rafhleðslustöðvar fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki og kynna hraðhleðslunet Bílorku. Flandur mun kynna nýja sendibílaleigu, þar sem sýningargestir geta skráð sig í lukkupott, þar sem hægt er að leigja, sækja og skila sendibíl allan sólarhringinn, 100% rafbílar og rafmagn innifalið í leigunni og Brimborg mun kynna rafsendibíla til kaups eða langtímaleigu og Nokian rafbíladekk frá MAX1.

Bílorka – Hleðslustöðvar fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki ásamt öflugu hraðhleðsluneti

Bílorka sér um sölu og uppsetningu hleðslustöðva fyrir heimili, einbýli og fjölbýli, sumarhús og fyrirtæki auk þess að vera með öflugt net hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla á Íslandi. Hjá Bílorku færðu heimahleðslustöðvar, hleðslukapla og ferðahleðslutæki og getur pantað uppsetningu á hleðslustöðinni á föstu verði við kaupin. Fyrir fyrirtæki býður Bílorka ráðgjöf, frumúttekt og möguleika á rekstrarleigu hleðslustöðva til að mæta þörfum fyrirtækjaflota. Hraðhleðslunet Bílorku er víða um landið og appið eONE (e1) gerir notendum kleift að greiða og nota stöðvarnar með einföldum hætti. Sýningartilboð verða í boði á sýningunni.

Smelltu og kynntu þér Bílorku

Það er ekkert klandur þegar þú notar Flandur

Flandur er þjónusta sem býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á leigu á 100% rafmagnssendibílum í gegnum Flandur appið, allan sólarhringinn og allt árið um kring. Notendur geta sótt og skilað bílum þegar þeim hentar, og rafmagnið er innifalið í verði leigunnar. Þjónustan leggur áherslu á einfaldleika, sjálfbærni og sveigjanleika, þar sem Flandur appið sér um bæði greiðslur og yfirlit yfir leigur. Með þessu gerir Flandur fyrirtækjum og einstaklingum kleift að nálgast vistvæna bíla á þægilegan og hagkvæman hátt, án þess að vera bundið af hefðbundnum afgreiðslutímum því það er ekkert klandur þegar þú notar Flandur. Skráðu þig á Flandur appið á sýningunni og þú ferð í lukkupottinn.

Smelltu og kynntu þér Flandur

Brimborg með úrval rafbíla til kaups eða langtímaleigu

Brimborg er eitt stærsta bílaumboð landsins með úrval nýrra og notaðra rafmagns fólks- og sendibíla til kaups eða leigu frá sjö heimsþekktum bílaframleiðendum. Brimborg mun kynna rafsendibíla á sýningunni og Nokian rafbíladekkin frá MAX1.

Smelltu og kynntu þér nýja rafbíla hjá Brimborg

Smelltu og kynntu þér notaða rafbíla hjá Brimborg

 

Nokian gæðadekk frá MAX1

Þú færð margverðlaunuð Nokian gæðadekk með Hakka ábyrgð fyrir veturinn hjá MAX1 Bílavaktinni, með Hakka ábyrgð færðu nýtt dekk án endurgjalds ef dekk skemmist. Við eigum úrval vetrardekkja.  Sendum Nokian gæðadekk um allt land!

Við hlökkum til að taka á móti gestum á bás B-21 og kynna þessa spennandi tækni og lausnir.