Fara í efni

Mazda kynnir þriðju kynslóð CX-5

Frétttatilkynning – 10. júlí 2025

Mazda hefur nú afhjúpað nýjan CX-5, þriðju kynslóð vinsælasta bíls merkisins á heimsvísu. Nýja útgáfan einkennist af þróuðu og skörpu útliti, en heldur áfram að vera auðþekkjanleg sem CX-5. Bíllinn er stærri en áður, með auknu innanrými og búinn nýjustu tækni sem gerir aksturinn bæði þægilegri og meira spennandi.

Hönnunin endurspeglar nýjustu sýn Mazda á „KODO – Soul of Motion“ hugmyndafræðina, sem hefur verið aðlöguð að nýjum hlutföllum bílsins. Með lengra hjólhafi og aukinni heildarlengd eykst fótarými í aftursætum og farangursrými stækkar.

Innréttingin er hönnuð með hágæða efnisvali og útbúin nýju margmiðlunarkerfi sem býður upp á 12,9“ eða 15,6“ snertiskjá. Í fyrsta skipti er Mazda CX-5 búinn stýrikerfi með innbyggðri Google lausn, „Google built-in“.

Auk þess má nefna nýjan miðjustokk með auknu geymsluplássi og glerþak sem verður fáanlegt sem aukabúnaður í völdum útfærslum.

Undir húddinu leynist 2,5 lítra e-Skyactiv G bensínvél með 24V mild-hybrid kerfi. Nýja vélin leysir af hólmi 2,0 lítra vélina sem áður var grunnvalkostur í CX-5.

Undirvagninn hefur verið endurbættur til að bæta bæði aksturseiginleika og þægindi. Hámarksdráttargeta bílsins er 2.000 kg.

Gert er ráð fyrir að nýi Mazda CX-5 verði fáanlegur á Íslandi í upphafi ársins 2026 og munu nánari um upplýsingar um verð og búnað vera birtar á vef Mazda á Íslandi eftir því sem fregnir berast.