
07.05.2024
Tvær hraðhleðslur opna á Þórshöfn. Hraðhleðslur spretta upp sem gorkúlur
Brimborg Bílorka opnar tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið. Hraðhleðslustöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðsvegar um landið undanfarin ár og eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com) með hátt í 400 hraðhleðslutengi sem hefur gert ferðalög á rafbílum sífellt þægilegri. Norðausturhornið hefur setið á hakanum en nú verður breyting á.
Uppsetning hraðhleðslustöðva Bílorku er í samstarfi við Gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn. Önnur þeirra er sett upp við ENN 1 SKÁLANN og hin er við gistiheimilið sjálft. Sú stöð mun einnig nýtast viðskiptavinum nýs veitingastaðar Holtið Kitchen Bar sem opnar í sumar í félagsheimili staðarins og mun laða að enn fleiri ferðamenn til Þórshafnar.
Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum og meðal annars þá öflugustu á landinu sem er 600 kW stöð í Reykjanesbæ sem getur hlaðið 8 rafknúin ökutæki í einu. Markmið Brimborgar Bílorku er að efla samkeppni á rafhleðslumarkaði og bjóða framúrskarandi þjónustustig sem er það sem af er ári 99,4%.
Lesa meira

02.05.2024
60 ára afmælissýning Ford Mustang
Íslenski Mustang klúbburinn og Ford á Íslandi halda sýningu í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða 6 laugardaginn 4. maí frá 10-16. Komdu!
Lesa meira

23.04.2024
Rafbíll er 54%-75% hagkvæmari í akstri þrátt fyrir kílómetragjald. Kílómetragjald leggst á bensín- og dísilbíla um áramót.
Rafmótorinn er einstaklega hagkvæmt fyrirbæri og ekkert sem keppir við hann. Rafbílar sem nota íslenska, endurnýjanlega orku eru ekki bara samfélagslega hagkvæmir á Íslandi með því að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðla að orkuöryggi, betri nýtingu á raforkukerfinu og gjaldeyrissparnaði. Þeir eru líka hagkvæmir fyrir rekstur heimila og fyrirtækja. Sparnaður í orkukostnaði með því að aka rafbíl sem notar 20 kWh af raforku per 100 km og greiðir 6 kr. í kílómetragjald er um 54% miðað við sambærilegan bensínbíl sem eyðir 7 lítrum af bensíni per 100 km og greiðir í dag ekkert kílómetragjald. Rafbíllinn er 75% hagkvæmari í akstri þegar tekið er tillit til lægri kostnaðar vegna þess að engra olíuskipta er þörf og lægri viðhaldskostnaðar.
Lesa meira

28.02.2024
Frumsýning: Nýr Peugeot E-2008 rafbíll með mikla veghæð og meiri drægni
Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík og frumsýningardagar taka svo við til 9. mars. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva.
Lesa meira

26.02.2024
Franska sendiráðið fær afhentan nýjan Citroën rafbíl
Franski sendiherrann Guillaume Bazard tók við lyklunum hjá Citroën á Ísland að nýjum sendiráðsbíl í Brimborg í dag. Fyrir valinu varð franski lúxusrafbíllinn Citroën Ë-C4 X.
Lesa meira

20.02.2024
Frumsýning: Glænýr og endurhannaður Ford Transit Custom
Ford á Íslandi frumsýnir með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar – 2. mars á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.
Lesa meira

16.02.2024
Fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar
Það verða hvorki meira né minna en fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar hjá Brimborg! Volvo EX30, Opel Corsa Electric, Peugeot e-208 og Ford Custom verða frumsýndir hjá Brimborg í febrúar. Komdu á frumsýningu!
Lesa meira

14.02.2024
Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208: Kraftmeiri, meiri drægni, og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur hjá Brimborg, Bíldshöfða 8 í Reykjavík dagana 15.– 24. febrúar.
Lesa meira

10.02.2024
Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ
Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ. Brimborg Bílorka lækkar orkuverð og býður heimataxta eða 18,90 kr per kWh á hraðhleðslustöð sinni á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Lesa meira

08.02.2024
Opel rafsendibíladagar hjá Brimborg Akureyri | Vinsælustu rafsendibílarnir tvö ár í röð til sýnis!
Komdu á Opel rafsendibíladaga hjá Brimborg Akureyri við Tryggvabraut 5 dagana 12. - 19. febrúar.
Opel rafsendibílar eru vinsælustu rafknúnu atvinnubílarnir á Íslandi árið 2023 annað árið í röð með 28% markaðshlutdeild og nú fást þeir með 500.000 króna orkuskiptastyrk frá Orkusjóði.
Lesa meira