Fara í efni

Polestar 1

Nú er tækifæri að tryggja sér einn af fáum Polestar 1 bílum sem framleiddir hafa verið. Polestar 1 er tengiltvinnbíll með afburða aksturseiginleika og marg verðlaunaður GT Coupe bíll. Polestar 1 fór í framleiðslu í Polestar bílaverksmiðjunni í Chengdu, Kína, árið 2019 og var einungis framleiddur í 1.500 eintökum og er því góð fjárfesting sem safngripur.
Lesa meira

Sjóðheitt rafbílatilboð á Mazda MX-30

850.000 kr afsláttur - Verð aðeins 3.990.000 kr. Mazda MX-30 Exclusive Line rafbíllinn fæst nú á ótrúlega hagstæðu tilboðsverði eða aðeins 3.990.000 kr. tilbúinn á götuna með inniföldum málmlit en verðlistaverð er 4.840.000 kr.
Lesa meira

Opel býður fyrirtækjum einfalda orkuskiptalausn með fimm þrepa heildarlausn Brimborgar

Sífellt fleiri fyrirtæki skipta í rafmagns atvinnubíla og þá er að mörgu að hyggja varðandi hleðslulausnir og fleiri þætti sem þarfnast sérfræðiþekkingar. Til þess að mæta þörf um ráðgjöf og faglega þekkingu til orkuskipta hjá fyrirtækjum hafa Opel og Brimborg þróað Orkuskiptalausn Brimborgar.
Lesa meira
Hraðhleðslustöð allt að 600 kW sem annar hleðslu 8 ökutækja í einu af öllum stærðum og gerðum.

Brimborg opnar í sumar öflugustu hraðhleðslustöð landsins í Reykjanesbæ

Brimborg hefur hafið framkvæmdir við uppsetningu á öflugustu hraðhleðslustöð landsins þar sem rafmagnsvinnuvél sér um jarðvinnu og aðföng eru flutt á verkstað á rafmagnssendibíl. Stöðinni hefur verið valinn staður á Flugvöllum í Reykjanesbæ stutt frá flugstöðinni. Um er að ræða stöð af Kempower gerð með hleðsluafköst allt að 600 kW og getur stöðin annað hleðslu 8 ökutækja í einu af öllum stærðum og gerðum. Brimborg hefur samið við HS veitur um orku fyrir stöðina og hefur stór heimtaug þegar verið virkjuð. Stöðin verður opin öllum rafbílanotendum með e1 hleðsluappinu og opnar stöðin í sumar.
Lesa meira

Eigendur Citroën C4 eru ánægðastir allra bílaeigenda samkvæmt Carbuyer

Eigendur Citroën C4 bíla eru ánægðastir allra bílaeigenda árið 2023 samkvæmt árlegri könnun breska bílavefsins carbuyer. Samkvæmt eigendunum skora Citroën bílarnir mjög hátt í að vera þægilegir, vel byggðir, áreiðanlegir, hagkvæmir í rekstri, með góðan öryggisbúnað og töldu þeir sig fá mikið virði fyrir peninginn.
Lesa meira
Starfsfólk Brimborgar náði frábærum árangri í úrgangsflokkun og endurvinnslu árið 2022 þegar 88,40% af úrgangi var flokkaður og 89,10% fór í endurvinnslu. En við viljum gera enn betur og höfum nú innleitt jarðgerðarvél til að meðhöndla lífrænan úrgang.

Brimborg breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsbæti

Starfsfólk Brimborgar náði frábærum árangri í úrgangsflokkun og endurvinnslu árið 2022 þegar 88,40% af úrgangi var flokkaður og 89,10% fór í endurvinnslu. En við viljum gera enn betur. Nú hefjum við vegferð í samvinnu við Pure North til að meðhöndla lífrænan úrgang sem til fellur í rekstri Brimborgar á enn skilvirkari hátt. Við höfum tekið í notkun jarðgerðarvél sem mun breyta öllum lífrænum úrgangi hjá okkur í jarðvegsbæti.
Lesa meira
Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Opel Mokka-e frá Brimborg í aðalvinning.

Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins - Aðalvinningur Opel Mokka-e rafmagnsbíll frá Brimborg

Í aðalvinning sumarhappdrættis Krabbameinsfélagsins er Opel Mokka-e 100% rafbíll frá Brimborg að verðmæti 6.036.000 kr. Vinningar í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins eru að þessu sinni 253 talsins og samtals að verðmæti um 52,4 milljónir króna.
Lesa meira
Frá vinstri talið fyrir framan einn af 14 fyrstu Volvo rafmagnsvörubílunum eru Júlíus Freyr Bjarnason framkvæmdastjóri Rafbox sem er uppsetningar og þjónustuaðili hraðhleðslustöðva Brimborgar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hafrún Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri e1 og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur

Brimborg og e1 hafa hafið samstarf og opnað tvær fyrstu hraðhleðslustöðvar Brimborgar sem eru nú aðgengilegar öllum rafbílanotendum í gegnum e1 appið. Brimborg styður með þessum hætti við íslensk sprotafyrirtæki og hraðar orkuskiptunum með því að auðvelda rafbílanotendum að hlaða allar stærðir og gerðir rafbíla. Hraðhleðslunet Brimborgar ásamt e1 appinu þjónar öllum gerðum fólksbíla, sendibíla, vörubíla, og hópferðabíla og opnar aðgang að öllum hraðhleðslustöðvum Brimborgar - í e1 appinu! Þar er hægt að finna, hlaða og greiða í hleðslustöðvar á einum stað.
Lesa meira
Ævintýradagar í Brimborg. Komdu og græjaðu sumarið!

Ævintýradagar í Brimborg. Tilboð, ferðapakkar og lukkupottur! Komdu og græjaðu sumarið!

Það eru Ævintýradagar í Brimborg með spennandi tilboðum á bæði nýjum og notuðum bílum, ferðapakkar með nýjum bílum og dregið verður úr lukkupotti. Komdu og græjaðu sumarið!
Lesa meira

Nýi 5-7 manna rafbíllinn Opel Combo-e Life væntanlegur til landsins

Brimborg kynnir glænýjan Opel Combo-e Life 100% hreinan 5-7 manna rafbíl í tveimur lengdum. Combo-e Life er rúmgóður og sveigjanlegur bíll með stórt farangursrými.
Lesa meira
Vefspjall