Innköllun vegna gallaðra Takata loftpúða
⚠️ Er innköllun á bílnum þínum? Gói, snjallsvarinn okkar, getur hjálpað þér að finna svarið: http://bit.ly/47E7gem
Margir bílaframleiðendur eru nú með innkallanir í gangi vegna gallaðra Takata loftpúða sem þarf að skipta strax út.
📱Brimborg hefur sent bréfpóst og hringt í eigendur bílanna sem um ræðir, en það getur reynst erfitt að ná sambandi, sérstaklega ef bílarnir eru ekki lengur í umsjá kaupanda eða hafa verið fluttir inn af öðrum en Brimborg. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná tali af eigendum bílanna.
🔧 Við hvetjum þig eindregið til að athuga hvort innköllun eigi við um bílinn þinn! Hafðu samband við okkur í gegnum Góa, snjallsvarann okkar, sem leiðir þig skref fyrir skref í gegnum ferlið og auðveldar þér að finna réttar upplýsingar.
Þú getur líka slegið inn svokallað VIN-númer bílsins á leitarsíðum framleiðanda og komist þannig fljótt að því hvort þinn bíll sé hluti af innköllun.
✅ Ford: http://bit.ly/45Jum0G
Ford Edge 2007 - 2010
Ford Fusion 2006 - 2012
Ford GT 2005 - 2006
Ford Mustang 2005 - 2014
Ford Ranger 2004 - 2011
Mercury Milan 2006 - 2011
✅ Mazda: http://bit.ly/4fHdlJ0
B-Series 2004 – 2009
Mazda6 2003 – 2013
MazdaSpeed6 2006 – 2007
MPV 2004 - 2006
RX-8 2004 - 2011
CX-7 2007 - 2012
CX-9 2007 - 2015
✅ Citroën: http://bit.ly/3UBZ5aN
Citroën C3 Phase 2 2008 - 2017 🛑 Tafarlaus stöðvun á notkun á ákveðnum ökutækjum.
Citroën C4 2010 - 2018 🛑 Tafarlaus stöðvun á notkun á ákveðnum ökutækjum.
Citroën DS3 2008 - 2019 🛑 Tafarlaus stöðvun á notkun á ákveðnum ökutækjum.
Citroën DS4 2010 -2017 🛑 Tafarlaus stöðvun á notkun á ákveðnum ökutækjum.
Citroën DS5 2010 - 2018
Citroën C Zéro 2010 - 2017
✅ Opel: http://bit.ly/47FsgBt
Opel Astra H 2005 - 2013
Opel Astra J 2010 - 2018
Opel Cascada 2014 - 2018
Opel Mokka 2013 - 2017
Opel Vectra C 2006 - 2008
Opel Zafira C 2013 - 2017
Opel Meriva B 2013 - 2015
Opel Signum 2007
➡️ Sjá fyrri frétt hér um innköllun á Citroën C4: http://bit.ly/4oFEosp
➡️ Og hér um innköllun á Citroën C3 og DS3: http://bit.ly/41Rw8eR