Fara í efni

Tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót

Tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót
Nú er rétti tíminn til að tryggja sér nýjan bíl fyrir áramót

Um næstu áramót verða miklar breytingar á bæði styrkjum og vörugjöldum. Styrkur til kaupa á rafbíl lækkar um áramót, vörugjöld bensín-, dísil- og tengiltvinnbíla (PHEV) hækka og gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Því er nú rétti tíminn til að tryggja sér nýjan bíl á betra verði. Gakktu frá kaupum á nýjum bíl og tryggðu þér bestu kjörin áður en nýtt ár gengur í garð.

Fullur rafbílastyrkur fram til áramóta
Samkvæmt núgildandi reglum Orkusjóðs er styrkur vegna kaupa á nýjum rafmagns fólksbíl 900.000 kr. og að öllu óbreyttu mun styrkurinn lækka í 500.000 krónur um áramótin. Styrkur fyrir rafmagns sendibíla er í dag 500.000 kr. en mun að öllu óbreyttu lækka í 250.000 kr. Þau sem ganga frá kaupum og afhendingu nýs rafbíls fyrir áramót tryggja sér því fullan styrk. Nú er því kjörið tækifæri til að skipta yfir í vistmildan rafbíl með hámarksstuðningi frá ríkinu.

Hjá Brimborg er auðvelt að skipta yfir í rafbíl, því við tökum gamla bílinn upp í og söluráðgjafar veita upplýsingar um fjölbreytt fjármögnunarúrræði. Brimborg býður upp á mikið úrval rafbíla í öllum stærðum og verðflokkum, og okkar sérfræðingar leiða þig í gegnum allt ferlið, frá vali á bíl til afhendingar.

Skoðaðu úrval rafbíla

Breytingar á vörugjöldum tengiltvinn- og jarðeldsneytisbíla leiða til hækkunar um áramót

Samhliða lækkun rafbílastyrks hækka vörugjöld um áramót sem munu hafa áhrif til hækkunar á verði eldsneytisbíla, bensín-, dísil- og tengiltvinnbila (PHEV). Frumvarp til laga um þessar hækkanir liggjur fyrir hjá Alþingi til frekari umræðu en ef áformin ganga eftir munu vörugjöld hækka umtalsvert á þessum bílum.

Skoðaðu úrvalið í Vefsýningarsalnum

Gengi krónunnar er að veikjast 

Undanfarið hefur gengi krónunnar veikst gagnvart helstu gjaldmiðlum. Það leiðir til hækkunar á kostnaðarverði bíla. En við í Brimborg eigum úrval bíla á eldra gengi og því er tækifæri til hagstæðra kaupa núna samhliða því að geta nýtt sér rafbílastyrk eða forðast hækkun vörugjalda.

Tíminn til að bregðast við er núna

Þau sem tryggja sér nýjan bíl fyrir 31. desember geta því sparað verulega fjárhæð og fengið bíl afhentan á bestu mögulegu kjörum ársins.

Komdu og prófaðu nýjan bíl hjá Brimborg

Söluráðgjafar Brimborg taka á móti viðskiptavinum og veita faglega ráðgjöf um rafbíla, tengiltvinn-, bensín- og dísilbíla.
Komdu til okkar eða skoðaðu bíla í Vefsýningarsal Brimborgar og tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót!