Fara í efni

Rafbíladagar í Brimborg! Kaupauki við bílakaup eða langtímaleigu.

Rafbílar þýða minna vesen, meiri sparnaður, minni mengun!

 

Rafbílar eru nútíminn og framtíðin og því blásum við til rafbílaveislu í janúar með Rafbíladögum Brimborgar, bæði fyrir hreina rafbíla og tengiltvinnbíla til kaups eða langtímaleigu. Úrval rafbíla hefur aldrei verið meira, verðið hagstætt, drægni sífellt meiri og hleðsluhraði alltaf að aukast. Brimborg býður í janúar fjölbreytt úrval rafbíla og tengiltvinnbíla, bæði nýja og notaða, með góðum kaupauka. Tilvalið tækifæri til að kynna sér rafbíla og tengiltvinnbíla, prufukeyra og nýta sér kaupaukann.

Kaupauki: Í janúar fylgir heimahleðslustöð og Nokian vetrardekk hverjum keyptum eða leigðum rafbíl í 36 mánuði, nýjum eða notuðum, eða jafngildi í öðrum aukahlutum ef hleðslustöð eða dekk henta ekki.

 

Úrval rafbíla eykst jafnt og þétt því þeir eru þægilegri, ódýrari, orkunýtnari og því sparneytnari og þurfa minna viðhald. Rúsínan í pylsuendanum er síðan samfélagslegur ávinningur því þeir draga úr loftmengun, losun gróðurhúsalofttegunda á líftíma bílsins og nýta íslenska orku sem eykur nýtingu raforkukerfisins.

Kaupauki í janúar 2026: Við kaup á nýjum eða notuðum rafbíl fylgir 22 kW heimahleðslustöð (uppsetning greiðist aukalega) og ný Nokian vetrardekk og sumardekkin fylgja með í skottinu. Ef nýr eða notaður bíll er leigður í 36 mánuði þá fylgir heimahleðslustöð (uppsetning greiðist aukalega) og færð þú hann afhentan á Nokian vetrardekkjum og síðan skiptum við á sumardekk þér að kostnaðarlausu þegar sá tími rennur upp.  Athugið að kaupaukinn fylgir ekki með notuðum "Drusla í djásn" rafbílum.

Viðhald rafbíla er einfaldara og ódýrara. Það eru færri heimsóknir á verkstæði yfir líftíma bílsins, þeir þurfa hvorki olíuskipti, gírolíuskipti né kertaskipti eins og hefðbundnir eldsneytisbílar. Þar að auki er ekki tímareim, tímakeðja eða pústkerfi í rafbílum sem þýðir minna viðhald og lægri kostnaður. Hemlabúnaður endist lengur því rafbílar nýta rafmótóra til að draga úr hraða og nota þannig hemlaorkuna til að hlaða rafhlöðuna.

Allir vita að ómögulegt er að setja upp bensínstöð heima hjá sér en annað mál er með uppsetningu hleðslustöðva. Með hleðslu heima þá þarf maður ekki lengur að heimsækja bensínstöðvar þannig að dagleg notkun verður einfaldari, þægilegri, ódýrari og umhverfisvænni.

Úrval nýrra rafbíla

Brimborg býður nýja rafbíla og tengiltvinnbíla frá sjö bílaframleiðendum Volvo, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot, Opel og Polestar. Þessi vörumerki bjóða uppá fjölbreytt úrval rafbíla og tengiltvinnbíla, allt frá smærri borgarbílum til stærri jeppa og fjölskyldubíla, bæði sem 100 % rafknúnir bílar og tengiltvinnlíkan (PHEV) sem henta mismunandi þörfum kaupenda.

Skoðaðu úrval nýrra rafbíla í Vefsýningarsalnum

Úrval notaðra rafbíla

Við eigum einnig mikið úrval notaðra rafbíla og tengiltvinnbíla sem allir eru yfirfarnir og ástandsskoðaðir sem eru með ábyrgð bæði á bílnum og rafhlöðunni.

Skoðaðu úrval notaðra rafbíla í Vefsýningarsalnum

Settu gamla bílinn þinn upp í nýjan eða notaðan bíl – engin sölulaun og við sjáum um allt ferlið.

Einfaldaðu rafbílakaupin enn frekar með því að láta okkur sjá um uppítöku, fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf um uppsetningu. Brimborg er leiðandi í úrvali rafbíla, framboði hleðslustöðva og ráðgjöf tengdri rafbílakaupum.