Fara í efni

Volvo verkstæði

Varahluta- og verkstæðisþjónusta

Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi. Öll verkstæði Brimborgar eru aðilar BGS, Bílgreinasambandsins.
 
BGS logo
 

Verkstæði Volvo eru að Bíldshöfða 6 og Jafnaseli 6 í Reykjavík og Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.

Volvo verkstæði Brimborgar státa af fjölda faglærðra bifvélavirkja sem hafa áratuga reynslu af viðgerðum á Volvo bílum. Bifvélavirkjar Volvo verkstæða Brimborgar fá reglulega þjálfun í nýjustu tækni sem tryggir að Volvo bíllinn þinn er ávallt í topp standi.

Góð þjálfun og áralöng reynsla af viðgerðum á Volvo skilar sér í lægri viðgerðakostnaði því viðgerðin gengur hraðar fyrir sig. Viðgerðir á Volvo verkstæðum Brimborgar eru með tveggja ára lögbundinni ábyrgð.

Lífstíðarábyrgð varahluta á meðan þú átt bílinn

Með lífstíðarábyrgð varahluta eru viðgerðir á Volvo bílnum þínum í ábyrgð ef um ræðir galla í varahlut svo lengi sem þú átt bílinn.

Það skiptir ekki máli hversu mikið þú keyrir, með því að fá Volvo sérfræðinga til að gera við bílinn og nota ekta Volvo varahluti mun það alltaf gefa þér hugarró. Lífstíðarábyrgð varahluta gildir einungis á Volvo þjónustuverkstæðum Brimborgar.

Bókaðu tíma á verkstæði Volvo á netinu - Við erum á tveimur stöðum

Þú getur pantað tíma bæði fyrir Volvo og Polestar á verkstæðum Volvo hér á vefnum. Í samstarfi við Vélaland verkstæði getur þú nú bókað tíma nálægt þér. Við erum á þremur stöðum: Volvo verkstæði Bíldshöfða 6, Vélaland verkstæði Jafnaseli 6 í Breiðholti og Vélaland verkstæði Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.

Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar hjá verkstæðum Volvo hér:

BÓKAÐU TÍMA Í JAFNASELI 6

BÓKAÐU TÍMA Í DALSHRAUNI 5

BÓKAÐU TÍMA Á BÍLDSHÖFÐA 6

 Ef þú mætir utan opnunartíma þá getur þú skilað lyklinum í lúguna. Einfalt og þægilegt.

 

 

Vefspjall