Fara í efni

Rafbíll | Verð og ívilnanir

Verð rafbíla og tengiltvinn rafbíla er misjafnt eins og bílarnir eru margir en Brimborg býður þá í miklu úrvali, í mörgum verðflokkum og með ríkulegum búnaði. Rafbílar njóta ívilnunar (skattalækkunar) sem lækkar verð þeirra til bílkaupenda en þessar ívilnanir eru háðar gildistíma og ákveðnum fjöldakvóta.

Þessir bílar eru almennt á lægra verði en innkaupsverð þeirra segir til um því þeir njóta ívilnunar stjórnvalda skv. ákveðnum reglum. Ívilnanir byggja annars vegar á því að innflutningsgjöld (vörugjöld) eru lægri eða engin þar sem rafbílar losa lítið eða ekkert af koltvísýring. Hins vegar byggja þær á því að virðisaukaskattur er felldur niður að öllu leiti eða að hluta.

33 gerðir rafmagnaðra bíla - Smelltu

Ívilnanir vegna virðisaukaskatts hafa ákveðin gildistíma og byggja einnig á ákveðnum innflutningskvóta.

  • 100% hreinir rafbílar fá ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts sem gildir út árið 2023 en þó að hámarki fyrir 15.000 bíla frá árinu 2012 og þar til kvótinn er tæmdur. Ívilnun er að hámarki að 6.500.000 kr. bílverði og getur því numið allt að 1.560.000 kr.

Þegar gildistími er liðinn og/eða þegar kvóta er náð þá hækkar verð rafbíla sem virðisaukaskattsívilnun nemur.

Brimborg býður gríðarlegt úrval rafbíla og með því að smella á hlekkinn getur þú séð allt úrvalið og verð nýrra rafbíla hjá Brimborg þar sem tekið hefur verið tillit til ívilnunar: Rafbílar hjá Brimborg

Peugeot e-208