Fara í efni

Sífellt fleiri fyritæki kjósa orkuskiptin með Opel rafmagnssendibílum

Opel rafsendibílar eru vinsælastir rafknúinna sendibíla og mælast nú með 33% markaðshlutdeild á Íslandi en Opel rafsendibílar voru einnig þeir vinsælustu árið 2022. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þá ákvörðun að taka þátt í orkuskiptunum og er aukningin í Opel rafsendibílum á fyrsta ársfjórðungi fréttnæm því hún er hvorki meira né minna en 225% samanborið við fyrsta ársfjórðung í fyrra.

Brimborg stærst í rafknúnum ökutækjum fyrir atvinnurekstur
Fyrirtæki leita til Brimborgar við kaup á rafknúnum fólksbílum, sendibílum, vöru- og flutningabílum og vinnuvélum til nota í atvinnurekstri vegna áralangrar reynslu og þekkingar á þjónustu við atvinnulífið. Forysta Brimborgar byggir á úrvali bíla og tækja fyrir atvinnulífið sem uppfylla margvíslegar þarfir fyrirtækja, áralangri reynslu sérfræðinga Brimborgar í atvinnubílum, sérfræðiþekkingu á rafbílum þar sem Brimborg er stærst í rafbílum á Íslandi og ekki síður vegna sérfræðiþekkingar við rekstur og uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla. Hátt þjónustustig Brimborgar tryggir einnig uppitíma vinnutækja sem skiptir miklu máli í rekstri.

Bílamerki sem er vert að kynna sér!
Opel sendibílar státa af þýskum gæðum sem eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni, framúrskarandi drægni og miklum hleðsluhraða. Sparneytni, lágur rekstrarkostnaður, fyrirtaks vinnuaðstaða með góðu aðgengi, hámarks nýting, ríkulegur búnaður, fjölmargar stærðarútfærslur og margir aðrir eiginleikar tryggja vinsældir Opel rafsendibíla. Þú getur stólað á fyrsta flokks gæði og fyrirmyndarþjónustu Opel.

Taktu þátt í orkuskiptunum með Opel rafsendibíl
Viðskiptavinir njóta allra þeirra þæginda sem rafsendibílar veita með snöggri, ódýrri, orkuáfyllingu heima eða í vinnu og vernda um leið umhverfið með umhverfisvænni, íslenskri orku með lágu kolefnisspori.

Opel Combo-e er 100% hreinn rafmagnssendibíll með allt að 275 km drægni á hreinu rafmagni og hraðhleðslumöguleika. Combo-e er fáanlegur í tveimur lengdum, með rennihurð á báðum hliðum og rúmar auðveldar auðveldlega tvö vörubretti. Opel Combo-e er með 750 kg dráttargetu og 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að kynna þér Opel Combo-e nánar.

Smelltu til að skoða Opel Combo-e rafmagnssendibíl

Smelltu til að skoða Opel Combo-e sendibíl í Vefsýningarsalnum

Opel Vivaro-e er 100% hreinn rafmagnssendibíll með allt að 330 km drægni á hreinu rafmagni og hraðhleðslumöguleika. Opel Vivaro-e er fáanlegur í tveimur lengdum, með rennihurð á báðum hliðum og rúmar auðveldar auðveldlega þrjú vörubretti. Opel Vivaro-e er með 1000 kg dráttargetu og 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að kynna þér Opel Vivaro-e nánar.

Smelltu til að skoða Opel Vivaro-e rafmagnssendibíl á Íslandi

Smelltu til að skoða Opel Vivaro-e rafmagnssendibíl í Vefsýningarsalnum

Velkomin í sýningarsali Opel
Opel sýningarsalir eru á Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri og þar sem Opel sérfræðingar eru til þjónustu reiðubúnir.

Opnunartímar:
Reykjavík: Mán-Fim kl. 9-17 | Fös kl. 9-16:15 | Lau kl. 12-16
Akureyri: Mán-Fim kl. 8-17 | Fös kl. 8-16:15 | Lau kl. 12-16


Vefspjall