Fara í efni

Reglur um nýtt kílómetragjald taka gildi 1. janúar

Reglur um nýtt kílómetragjald taka gildi 1. janúar
Skráðu kílómetrastöðuna núna.

Við í Brimborg viljum vekja athygli eigenda tengiltvinnbíla (PHEV) og rafbíla að reglur um nýtt kílómetragjald taka gildi 1. janúar næstkomandi. Frá þeim tíma hvílir sú skylda á eigendum þessara ökutækja að skrá stöðu kílómetramælis bílsins á island.is eða hjá skoðunarstofum skv. nánari reglum sem lesa má um hér:
Kílómetragjald á rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla | Kílómetragjald | Skatturinn - skattar og gjöld

Í reglunum er farið yfir hvenær hægt er að skrá í síðasta lagi, hversu oft þarf að skrá, hvort hægt sé að breyta skráningu og þau viðurlög sem eru við því að skrá ekki.

Þjónustuborð Brimborgar er reiðubúið að svara nánari spurningum annaðhvort í gegnum netspjall, tölvupóst á brimborg@brimborg.is eða í síma 515 7000.


Vefspjall