Fara í efni

PEUGEOT RAFBÍLAR Í HÓPI VINSÆLUSTU RAFBÍLA Á ÍSLANDI

Rafbíllinn Peugeot e-2008 hefur notið fádæma vinsælda og er í 2-3 sæti yfir mest seldu rafbíla á Íslandi. Vinsældir Peugeot e-2008 koma okkur hjá Brimborg ekki á óvart. Fallegar línur, nútímalegt innra rými með i-Cockpit®, framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði og fjarstýrð forhitun ásamt skemmtilegum aksturseiginleikum eru lykillinn að þessari velgengni. Sökum vinsælda e-2008 hefur Brimborg ekki náð að anna eftirspurn. Við höfum nú fengið viðbótarframleiðslu fyrir Ísland og eigum því nokkra lausa bíla til afhendingar í júní. Þá bíla er nú hægt að skoða í Vefsýningarsal og því mögulegt að tryggja sér þennan skemmtilega bíl í byrjun sumars til kaups eða í langtímaleigu.

Peugeot er auk þess þriðja stærsta vörumerkið í rafbílum á Íslandi. Minni gerðin e-208 hefur líka vakið mikla lukku en e-208 var söluhæsti rafbíllinn í Evrópu árið 2022 í sínum stærðarflokki og er vinsælasti rafbíllinn á Íslandi það sem er af ári í sínum stærðarflokki. Við vorum að fá nýja sendingu og eigum nú bíla á lager til afgreiðslu strax.

Brimborg er leiðandi í orkuskiptunum og var stærsti rafbílainnflytjandi á Íslandi á síðasta ári með 1.343 bíla. Peugeot gegndi þar stóru hlutverki en með framsækinni áherslu á þróun rafbíla undanfarin ár hefur Peugeot komið sterkur inn á íslenska markaðinn og hafa fyrrnefndir eiginleikar ásamt lengri ábyrgð fallið vel í kramið hjá viðskiptavinum Peugeot á Íslandi. Brimborg býður ríkulegt úrval rafmagnaðra Peugeot fólks- og sendibíla með víðtækri sjö ára ábyrgð á bílnum og átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu sem er með því lengsta sem þekkist í dag.

FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL
Peugeot rafbílarnir eru með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. Það er sannarlega notalegur lúxus að koma út í heitan bíl á hverjum morgni í vetrarkuldanum.

TAKTU ÞÁTT ORKUSKIPTUM Á ÍSLANDI MEÐ PEUGEOT RAFBÍLUM

Framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði, fagleg þjónusta og ráðgjöf við kaupendur rafmagnaðra bíla. Viðskiptavinir njóta allra þeirra þæginda sem rafbílar veita með snöggri, ódýrri, orkuáfyllingu heima eða í vinnu og vernda um leið umhverfið með umhverfisvænni, íslenskri orku.PEUGEOT e-2008 | 100% HREINN RAFBÍLL

- 345 km drægni á 100% hreinu rafmagni
- 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð
- Fjarstýrð forhitun tryggir alltaf heitan bíl
- Varmadæla eykur virkni miðstöðvar og drægni
- Mikil veghæð og há sætisstaða

Kauptu Peugeot e-2008 með allt að 345 km drægni. Þú færð bílinn með 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu hjá Brimborg. Komdu og reynsluaktu Peugeot e-208 100% rafbíl!

Smelltu og kynntu þér Peugeot e-2008

Skoðaðu Peugeot e-2008 í Vefsýningarsalnum

PEUGEOT e-208 | 100% HREINN RAFBÍLL
- 362 km drægni á 100% hreinu rafmagni
- 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð
- Fjarstýrð forhitun tryggir alltaf heitan bíl
- Varmadæla eykur virkni miðstöðvar og drægni
- Snögg hröðun 8,1 sek í 100 km/klst

Kauptu Peugeot e-208 með allt að 362 km drægni. Þú færð bílinn með 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu hjá Brimborg. Komdu og reynsluaktu Peugeot e-208 100% rafbíl!

Smelltu og kynntu þér Peugeot e-208

Skoðaðu Peugeot e-208 í Vefsýningarsalnum

Velkomin í sýningarsali Peugeot
Peugeot sýningarsalir eru á Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri og þar sem Peugeot sérfræðingar eru til þjónustu reiðubúnir.

Opnunartímar:
Reykjavík: Mán-Fim kl. 9-17 | Fös kl. 9-16:15 | Lau kl. 12-16
Akureyri: Mán-Fim kl. 8-17 | Fös kl. 8-16:15 | Lau kl. 12-16

 

 


Vefspjall