Fara í efni

Félagsbústaðir velja Opel Corsa-e rafbíla frá Brimborg

Félagsbústaðir velja Opel Corsa-e rafbíla frá Brimborg
Félagsbústaðir velja Opel Corsa-e rafbíla frá Brimborg

Félagsbústaðir fékk afhenta fyrstu Opel Corsa-e rafbílana hjá Brimborg en Brimborg tók við Opel umboðinu 1. janúar sl. Félagsbústaðir hafa einungis keypt rafbíla í flota félagsins síðan 2018 og er stefna þess að vera 100% rafvædd þegar kemur að bílaflotanum. Í dag eru allir bílar félagsins 100% rafbílar að undanskildum einum.

Opel rafbílar hjálpa Félagsbústöðum á sjálfbærni vegferð

Opel Corsa-e rafbíll hentar fyrirtækjum og einstaklingum einstaklega vel sem vilja skipta yfir í íslenska, sjálfbæra, orku, annars vegar til að spara í rekstrarkostnaði og hins vegar til að stíga visthæf skref í átt að sjálfbærni í umhverfismálum. Félagsbústaðir eru með sjálfbærnistefnu sem tekur til umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta og félagið hefur síðastliðin 2 ár gefið út sjálfbærniskýrslu með ársreikningi sínum.

Smelltu til að skoða Opel Corsa-e

Smelltu til að skoða Opel Corsa-e í Vefsýningarsal

Liprir rafbílar alltaf á ferðinni

Opel Corsa-e rafbílarnir verða notaðir af verkefnastjórum á eigna- og viðhaldssviði Félagsbústaða en þeir verkefnisstýra viðhaldi og standsetningu íbúða félagsins um alla Reykjavík og þurfa því eðli málsins samkvæmt mikið að vera á ferðinni enda telur eignasafn Félagsbústaða rétt rúmlega 3.000 leigueiningar.

Öflugur hraðhleðslumöguleiki fylgir Opel Corsa-e rafbílnum

Opel Corsa-e rafbíll er hægt að hlaða í allt að 100 kW hraðhleðslustöð (DC) og tekur það aðeins um 30 mínútur að ná 80% hleðslu frá nánast tómri rafhlöðunni.

Góð kaup í Opel Corsa-e rafbílum

Það sem stýrði því að Opel Corsa-e bílar urðu fyrir valinu hjá Félagsbústöðum var blanda af góðri drægni bílsins, hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og langri ábyrgð auk þess sem Félagsbústaðir vilja vera í viðskiptum við traust bílaumboð sem getur þjónustað félagið vel.

Við óskum Félagsbústöðum til hamingju með nýju Opel rafbílana.

Á myndinni eru Grétar Örn Jóhannsson, sviðsstjóri eigna- og viðhaldssviðs Félagsbústaða (til vinstri), Kristinn Karel Jóhannsson, sviðstjóri fjármálasviðs Félagsbústaða (til hægri) og Samúel Óskar Juliusson Ajayi söluráðgjafi Opel.


Vefspjall