Fara í efni

Citroën C1 sigraði fyrstu Formúla 1000 keppnina á Íslandi

Citroën C1 sigraði fyrstu Formúla 1000 keppnina á Íslandi
Fyrsta Formúla 1000 keppnin á Íslandi
Fyrsti Formúla 1000 kappaksturinn á Íslandi fór fram um helgina á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins. Það var Citroën C1 sem sigraði í þessari fyrstu keppni en ökumaður og eigandi bílsins er Jóhann Egilsson.

Um helgina fór fram í fyrsta sinn á Íslandi Formúla 1000 kappakstur á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins. Það var Citroën C1 sem sigraði í þessari fyrstu keppni en ökumaður og eigandi bílsins er Jóhann Egilsson. Formúla 1000 er flokkur fyrir óbreytta smábíla með óblásinni 1000cc vél. Flokkurinn búinn til með það markmið að ódýrt er að koma sér upp keppnisbíl og rekstrarkostnaður eins og dekk og eldsneyti í lágmarkki og því er hann aðgengilegur fyrir alla.

Formúla 1000 fyrirkomulag

Fyrst er keyrð tímataka og úrslit úr tímatöku eru svo notuð til að raða bílum á ráslínu í fyrstu kappaksturslotu. Keppendur fá stig fyrir þrjú efstu sætin í tímatöku. Úrslit í fyrstu lotu gefa síðan stig eftir því í hvaða sæti ökumenn lenda. Í seinni lotu er keyrt svokallað "reverse grid" þar sem úrslitin úr fyrri lotu eru tekin og fyrstu 10 bílunum snúið við. Þá er sá bíll sem var í fyrsta sæti í fyrri lotu látinn byrja í 10. sæti og svo koll af kolli. Þetta gerir keppnina jafnari og enn meira spennandi enda þarf þá sigurvegari að vinna sig upp um a.m.k. 10 bíla til að sigra aftur í seinni lotu. Eftir daginn eru stigin úr lotunum, tímatöku og fyrir bestu hringi lögð saman og sigurvegari dagsins krýndur. Stigin úr keppninni gilda svo til Íslandsmeistara.

Citroën C1 sigurvegari

Það var Citroën C1 sem sigraði fyrstu Formúla 1000 keppnina á Íslandi. Ökumaður og eigandi bílsins er Jóhann Egilsson. Í öðru sæti var Peugeot 108 og ökumaður og eigandi Gunnlaugur Jónasson og í því þriðja var Renault Twingo, ökumaður og eigandi Ingimundur Helgason.

Við óskum þeim til hamingju með spennandi keppni og hlökkum til að fylgjast áfram með.

Þessar trylltu myndir og fleiri tóku Birgir og Björn Kristinssynir.

Formúla 1000

Formúla 1000

Formúla 1000

Formúla 1000

Formúla 1000

Formúla 1000

Jóhann Egilsson sendi okkur svo þessa mynd af sigurvegaranum Citroën C1 með verðlaunagripinn.
Formúla 1000

 


Vefspjall