Fara í efni

Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ

Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ
Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ.

Áríðandi tilkynning. Heimataxti í hraðhleðslu í Reykjanesbæ. Brimborg Bílorka lækkar orkuverð og býður heimataxta eða 18,90 kr per kWh á hraðhleðslustöð sinni á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ. Almannavarnir mælast til að rafbílaeigendur hlaði ekki heimavið í núverandi ástandi og hvetja frekar til þess að nota hraðhleðslu eða almenningshleðslur.

Hraðhleðslustöð Bílorku er afkastamikil 600 kW stöð sem getur hlaðið 8 bíla í einu og er opin öllum rafbílaeigendum með því að hlaða niður e1 appinu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent tilkynningu þar sem segir:
„Til að halda rafmagni á húsum er mikilvægt að halda að hámarki rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð, fara sparlega með rafmagn, slökkva á rafmagnsofnum á meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð og hlaða ekki rafbíla heima fyrir heldur nota hverfahleðslur og hraðhleðslur sem í boði eru á svæðinu.“


Vefspjall