Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager og flotarekstrarþjónusta Brimborgar

Fyrirtækjalausnir Brimborgar kynna tvær nýjungar. Flotastjórann – Brimborg Fleet Manager, sem er hugbúnaður í skýinu sem gerir fyrirtækjum kleift að stýra bílaflota fyrirtækisins á mun hagkvæmari hátt en áður og nýja flotarekstrarþjónustu.

Flotastjórinn | Brimborg Fleet Manager

SENDU FYRIRSPURN VEGNA FLOTASTJÓRANS

Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager

Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager, aðstoðar stjórnendur í fyrirtækjum við að fá betri yfirsýn yfir bílaflotann, einfaldar starf stjórnenda og þeirra sem stýra flotanum, gerir stjórnendum kleift að lækka rekstrarkostnað flotans og hámarka nýtingu hans.

Með Flotastjóranum;

-  Lækkar rekstrarkostnaðinn og dregur úr umhverfisáhrifum
-  Verður starf stjórnandans einfaldara
-  Eykst rekstraröryggi og nýting bílaflotans
-  Batnar þjónusta við viðskiptavini
-  Lækkar tjónatíðnin
-  Hækkar endursöluverð
-  Verður útdeiling bíla á starfsmenn rafræn

Á einfaldan og skjótan hátt fær stjórnandinn upplýsingar um margvísleg frávik í notkun (kílómetrum), akstri, hraða, eldsneytisnotkun, eldsneytiskaupum, áfyllingarstað, staðsetningu bílsins, þjónustuþörf hans og hvenær á að fara með bílinn í aðalskoðun. Þannig sparar þú tíma við eftirlit og lækkar um leið rekstrarkostnaðinn og hækkar endursöluverð. Reynslan hefur einnig sýnt að tjónum fækkar með auknu aðhaldi.

Yfirsýn stjórnandans á eldsneytiskaup og annan rekstrarkostnað verður einstaklega einföld, rýni reikninga fljótlegri og nákvæmari og eftirlit með kostnaði þ.a.l. skilvirkara.

Þjónusta við viðskiptavini fyrirtækisins batnar því hægt er að stýra og fylgjast með heimsóknum betur með stoppgreiningu, sjá staðsetningu bíla í rauntíma og deila bílum út á bílstjóra rafrænt sem gerir það verkefni í stórum flotum ótrúlega einfalt og sparar í fjölda bíla.

Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager fæst í þremur útfærslum og þú velur þá lausn sem hentar þörfum þíns fyrirtækis eða blöndu lausna.

-  Connect Plus
-  Connect Premium

Sérfræðingar Brimborgar byggja á langri reynslu og ráðleggja bestu samsetningu hverju sinni.

Flotarekstrarþjónusta Brimborgar

Flotarekstrarþjónusta Brimborgar er byggð upp á og hönnuð út frá áralangri reynslu á rekstri á bílaflota fyrirtækja.  Stjórnendur fyrirtækja hafa margt á sinni könnu og bæta oft á sig stjórnun bílaflota sem er krefjandi verkefni. Hver hefur ekki lent í að gleymist að skipta um olíu sem leiðir til tjóns eða gleymt að fara með bíl í aðalskoðun  og fá á sig vanrækslugjald eða uppgötva skyndilega slæmt ástand/umgengni á bíl í flotanum? Flotarekstrarþjónusta Brimborgar tekur ómakið af stjórnendum fyrirtækja við rekstur bílaflota, lækkar kostnað við rekstur hans en tryggir að hann er ávalt í topplagi og að umgengni um flotann sé í samræmi við kröfur.  Við útvistun á þessum þáttum einfaldast starf stjórnandans og um leið verður flotinn í betra standi, starfsmenn ánægðari og rekstrarkostnaður lækkar.

Hægt er að velja um mismunandi umfagn Flotarekstrarþjónustunar sem passar þínu fyrirtæki.

SENDU FYRIRSPURN VEGNA FLOTASTJÓRANS

Gátlisti flotarekstrarþjónustu:

1)      Vaktar viðhaldsþörf faratækja út frá km stöðu og aldri hvers bíls og bókar tíma í eftirtaldar þjónustur

  • Smurþjónustu
  • Þjónustuskoðanir
  • Aðalskoðun
  • Dekkjaskipti
  • Ástandsskoðun og léttþrif
  • Aðrar umsamdar þjónustur

2)      Ástandsskoðun flotarekstrar

  • Ástand bíls að utan
  • Ástand bíls að innan
  • Hjólbarðar og fylgihlutir
  • Ástandskoðun - ljós, handbremsa, öryggisbelti og rúðuvökvi
  • Skol að utan í bílaþvottavél

Einnig getur þú pantað ítarleg bílaþrif í leiðinni, gegn aukagjaldi.

  1. Bílaleiga
    • Boðið er upp á hagstæða bílaleigu á meðan bílinn er í þjónusutu

Hafðu samband strax í dag og fáðu kynningu hjá sérfræðingum Fyrirtækjalausna Brimborgar. 

SENDU FYRIRSPURN VEGNA FLOTASTJÓRANS

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, rafbílarjeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Velti | Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur Brimborg  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré | KT. 701277-0239 | VSK.NR. 11650