Fara í efni

Metsala hjá Polestar á Íslandi á fyrsta ári

Metsala hjá Polestar á Íslandi á fyrsta ári
Mestsala hjá Polestar á Íslandi á fyrsta ári
Brimborg er stærsta umboðið á rafbílamarkaði á árinu og hefur afhent 1.133 rafbíla og er hlutdeild Brimborgar á rafbílamarkaði 24,2%. Í nóvember hefur Brimborg nú þegar afhent 206 rafbíla sem er 34,6% af öllum rafbílaskráningum mánaðarins.

Polestar 2 annar mest seldi rafbíllinn á Íslandi

Polestar 2 100% rafbíll er annar mest seldi rafbíllinn á Íslandi í dag. Fyrstu afhendingar á Polestar á Íslandi fóru fram í febrúar á þessu ári og því hafa viðtökurnar verið framúrskarandi sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Polestar 2 er eini bíllinn í Polestar línunni í dag. Polestar á heimsvísu framleiddu á dögunum hundraðþúsundasta bílinn á aðeins 2,5 ári.

Polestar 2 er 100% rafbíll með allt að 542 km drægni á rafmagni og er fáanlegur framdrifinn og fjórhjóladrifinn með tveimur rafmóturum. Staðalbúnaði er einstaklega ríkulegur og aksturseiginleikar afburða góðir.
Brimborg kynnti Polestar á Íslandi fyrst í nóvember 2021 og fyrstu bílar komu til landsins í febrúar 2022, það er því óhætt að segja að viðtökur á Íslandi hafa verið einstaklega góðar því afhentir hafa verið 375 bílar það sem af er árinu.
Polestar bílarnir hafa verið hlaðnir lofi víðsvegar um heiminn fyrir fallega hönnun, góða aksturseiginleika, mikinn staðalbúnað, hagstætt verð og mikið öryggi en Polestar 2 hefur m.a. hlotið 5 stjörnur í EuroNCAP árekstraprófinu.

Brimborg opnaði Polestar Reykjavík, sérhæfðan, sjálfbæran rafbílasal fyrir Polestar rafbíla í júní á þessu ári en þess má geta að á þaki byggingarinnar er sjálfbær raforkuframleiðsla í stærsta sólarorkuveri á Íslandi. Sýningarsalurinn er einnig fyrsti BREEAM umhverfis- og innivistarvottaði bílasalurinn á Íslandi með sjálfbæra framleiðslu á heitu vatni með varmadælu sem hitar upp hreint útiloftið fyrir loftræstikerfið.

Smelltu og skoðaðu Polestar2 í Vefsýningarsalnum

Brimborg umboðsaðili sjö rafbílaframleiðenda

Brimborg er umboðsaðili Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Opel, Citroën og Peugeot og bjóða allir framleiðendur Brimborgar upp á rafbíla í sinni vörulínu.

Vegna mikils úrvals rafbíla hjá Brimborg og öflugrar þjálfunar hafa starfsmenn Brimborgar afburða þekkingu á rafbílum. Þú getur fundið allar gerðir rafbíla, allt um hleðslustöðvar og hleðsluhraða, allt um uppsetningu og kostnað við hleðslustöðar, hvað það kostar að hlaða rafbíl og allt um drægni og áhrif ytri aðstæðna með því að smella hér.

Rafbílar til kaups eða á langtímaleigu

Rafbílar frá Brimborg fást sem fólksbílar, jeppar og sendibílar og Brimborg býður rafbíla bæði til kaups eða á langtímaleigu og tekur Brimborg allar gerðir eldri bíla upp í kaup á nýjum rafbíl.

Góð drægni og mikill hleðsluhraði einkennir rafbíla frá Brimborg

Rafbílar frá Brimborg eru þekktir fyrir gæði, góða drægni á rafmagni og mikinn hleðsluhraða sem gerir ökumönnum rafbíla frá Brimborg auðvelt með að notast við rafbíla hvar sem er á landinu.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og kynntu þér úrval nýrra bíla í Vefsýningarsal Brimborgar:

Vefsýningarsalur nýrra bíla


Vefspjall