Fara í efni

Franska sendiráðið fær afhentan nýjan Citroën rafbíl

Franska sendiráðið fær afhentan nýjan Citroën rafbíl
Guillaume Bazard, franski sendiherrann tekur hér við lyklunum að nýja sendiráðsbílnum, rafbílnum Citroën Ë-C4 X af Eiríki Haraldssyni, söluráðgjafa Citroën á Íslandi hjá Brimborg.

Franski sendiherrann Guillaume Bazard tók við lyklunum hjá Citroën á Ísland að nýjum sendiráðsbíl í Brimborg í dag. Fyrir valinu varð franski lúxusrafbíllinn Citroën Ë-C4 X.

Citroën bílamerkið hefur löngum verið þekkt fyrir frumkvöðlahugsun og spennandi nýjungar. Citroën Ë-C4 X bíllinn býður upp á mikla drægni eða allt að 415 KM, er með 15,6 cm veghæð og einstök gæði sem endurspeglast í 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Citroën bílar eru m.a. þekktir fyrir þægindi og hina byltingarkenndu fjöðrun Citroën sem er snjöll og áhrifarík frönsk uppfinning sem skilar hinni mjúku og skemmtilegu akstursupplifun sem gerir Citroën bílana frábrugðna öðrum bíltegundum í akstri. Hefðbundinn fjöðrunarbúnaður er byggður upp af gormi og dempara með gúmmípúða í enda fjöðrunar en Citroën bætir við vökvastoppara að ofan og neðan í demparanum sjálfum sem gerir það að verkum að bíllinn svífur yfir ójöfnur og gefur alveg sérstaka mýkt.

Citroën á Íslandi | Brimborg óskar franska sendiráðinu til hamingju með nýja bílinn og þeirra framlag til orkuskipta á Íslandi.

Lesa allt um Citroën Ë-C4 X

Skoða laus eintök í vefsýningarsal


Vefspjall