Fara í efni

Brimborg stækkar bílaþjónustunetið

Brimborg stækkar bílaþjónustunetið
Brimborg stækkar þjónustunetið

Brimborg stækkar þjónustunetið og eykur þjónustu við bíleigendur þeirra merkja sem Brimborg er umboðsaðili fyrir með því að bæta við tveimur verkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vélaland bílaverkstæði.

Vélaland bílaverkstæði er nýr þjónustuaðili

Vélaland bílaverkstæði er nú orðið formlegur þjónustuaðili fyrir Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á höfuðborgarsvæðinu. Vélaland bílaverkstæði eru tvö talsins og eru staðsett í Jafnaseli 6 í Breiðholti og Dalshrauni 5 Hafnarfirði.

Brimborg leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi. Öll verkstæði Brimborgar eru aðilar að Bílgreinasambandinu (BGS).

Panta eða breyta tíma á verkstæðum

Það er einfalt að panta eða breyta tíma hjá öllum verkstæðum Brimborgar og Vélalands á netinu. Þú getur pantað eða breytt tíma á verkstæðum Brimborgar og Vélalands á höfuðborgarsvæðinu hér í hnappnum fyrir neðan eða í Noona appinu og færð staðfestingu um hæl. Við minnum þig svo á tímann með sms nokkrum dögum fyrir bókaðan tíma. 

Smelltu hér til að panta tíma á verkstæðum


Vefspjall